Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 30
30 14. febrúar 2020 SAKAMÁL F rásögn þessi hefst í ágúst, árið 1660, í bænum Chipping Campden í Gloucester-skíri á Englandi. Þá bjó þar karl einn, William Harrison, sjö- tugur að aldri. Hann ákvað, þann 16. þess mánaðar, að rölta til Charingworth, þorps sem lá í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Chipping Campden, átti þar meðal annars eitthvert erindi við leiguliða í Ebrington. Nú, Harrison gamli skilaði sér ekki heim á ætluðum tíma og eiginkonu hans leist ekki á blikuna og brá á það ráð að senda einkaþjón hans, John Perry, til að grennsl- ast fyrir um hann. Árangurslaus leit Leið nú dagurinn og næsta nótt og þegar djarfaði fyrir dögun varð spúsu Harrison ljóst að hvorki hann né John Perry höfðu skilað sér. Sendi hún þá son þeirra hjóna, Edward, til leitar að tvímenningunum. Á leið hans til Charingworth mætti hann John Perry, sem sagði leit sína að hús- bóndanum engum árangri hafa skilað. Edward og John urðu samferða til Ebr- ington og náðu tali af áður nefndum leig- uliða. Sá sagði að vissulega hefði Harrison litið við kvöldið áður, en hann gæti engu bætt við þær upplýsingar. Lá þá leið Edwards og Johns til Paxford en leit þeirra þar bar ekki árangur. Blóðugur fatnaður finnst Þeir sáu sitt óvænna og lögðu af stað heim til Chipping Campden. Á leið sinni þang- að barst þeim til eyrna orðrómur þess efnis að einhverjar eigur Harrison gamla hefðu fundist á aðalveginum á milli Chipping Campden og Ebrington. Þar á meðal voru hattur, skyrta og hálstau. Virtist sem hatturinn hefði verið skor- inn með beittu áhaldi og skyrtan og háls- tauið voru ötuð blóði. William Harrison var þó hvergi að sjá, hvorki lífs né liðinn. Af verksummerkjum mátti þó ætla að eitt- hvað miður huggulegt hefði átt sér stað, þótt engar grjótharðar vísbendingar lægju fyrir. John opnar sig Lögreglan gat ekki gengið út frá nokkru vísu og því fátt annað í stöðunni en að þjarma að John Perry. Við yfirheyrslu sagðist John vita að Harrison hefði ver- ið myrtur, en fullyrti að hann sjálfur væri saklaus. Við frekari yfirheyrslur sagði John að Richard, bróðir hans, og Joan, móðir hans, hefðu banað Harrison vegna peninga. Þau hefðu síðan falið líkið. Richard og Joan virtust koma af fjöllum og vísuðu til föðurhúsanna fullyrðingum um að þau hefðu myrt Harrison eða væru yfirhöfuð viðriðin hvarf hans. John aftur á móti stóð fastur á sinni frá- sögn; þau myrtu Harrison og fleygðu líki hans í myllutjörn. Tjörnin var slædd en ekkert lík fannst. Sannfærandi vitnisburður Í fyrstu fyrirtöku beindust sjónir að ákæru sem sneri að ráni, enda engu líki til að dreifa. Mæðginin Richard og Joan ítrek- uðu að þau væru saklaus, en vitnisburður Johns sannfærði kviðdóm um sekt þeirra. Það var kannski engin furða því John sjálfur virtist ekki hafa nokkra ástæðu til að ljúga til um málið. Hann sagði reynd- ar að hugmyndin um að ræna Harrison hefði verið hans. Enn fremur sagði John að Richard og Joan hefðu áður seilst í pyngju Harrison; árið áður hefðu þau stolið frá honum 140 pundum, sem var dágóð summa í þá daga. John sagðist einnig hafa undirbúið jarð- veginn fyrir ránið með því að ljúga að hann sjálfur hefði lent í klóm ræningja nokkrum vikum áður en William Harrison hvarf. Breytt staða mæðginanna Þegar þarna var komið sögu voru móðir- in og synir hennar tveir aðeins ákærð fyrir rán því dómarinn sá ekkert vit í morð ákæru í ljósi þess að ekkert lík var til staðar. Verjandi þeirra ráðlagði þeim að játa sig sek um rán, um yrði að ræða fyrsta af- GLÆPASAGA FRÁ GLOUCESTER-SKÍRI n William Harrison hvarf sporlaust n Móðir og tveir synir hennar voru grunuð um græsku n Mótbárur mæðginanna hrukku skammt n Gálginn beið þeirra „Sennilega væri Joan Perry norn í ofanálag og því var hún hengd fyrst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.