Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 1714. febrúar 2020 sundur-saman,“ sagði lögreglu- maður við Sædísi þegar hún innti eftir niðurstöðunni. Fengi hún aftur nálgunarbann? Þessi setn- ing lögreglumannsins var gildis- hlaðin og upplifði Sædís hana afar fordómafulla. Voru aðstæð- ur hennar vægari, ekki eins alvar- legar, sökum þess að í upphafi hefði henni gengið illa að slíta alveg á samskipti við manninn? Þegar þarna var komið sögu hafði hann nýlega snúið aftur frá Pól- landi og samskipti þeirra ver- ið lítil. Það sem Sædís vissi ekki þá var að nálgunarbannið hafði þegar verið samþykkt, en erfið- lega gekk að hafa upp á Marcin til að birta honum ákvörðunina. Í kjölfarið hafði sami lögreglumað- ur samband við Sædísi og spurði hvort hún hefði einhverjar upp- lýsingar um hvar Marcin væri niðurkominn. Hún hafði þær ekki og fannst það sæta furðu að þeir beindu þeirri spurningu til henn- ar. Sædís nefnir fleiri tilfelli þar sem hún upplifði viðmót lög- reglu sem óvinveitt og fordóma- fullt. Hafi þeir meðal annars haft af henni afskipti þar sem hún ók bílnum sínum og gert henni að sæta strokuprófi. Þessi afskipti fóru mjög illa í Sædísi. Í eitt skipt- ið kom prófið neikvætt út, engin merki um eiturlyf fundust. Í ann- að skipti hafði lögreglumaður af- skipti af henni í innkeyrslunni heima hjá henni og olli það Sæ- dísi svo miklu áfalli að í kjölfarið hafði lögreglumaðurinn sam- band og baðst afsökunar. Þarna voru tilfellin orðin afar mörg. Sædís ákvað að leita til nefndar um eftirlit með lögreglu, hún leitaði einnig til Stígamóta og Bjarkarhlíðar. Þessari framkomu ætlaði hún ekki að una. Svör til nefndarinnar annað áfall Svör Páleyjar Borgþórsdóttur til nefndarinnar sökum kvörtunar Sædísar reyndust Sædísi annað áfall. Þar var Sædís útmáluð sem drykkfelldur lygari í ójafnvægi. Lítið var gert úr upplifun hennar og hún sökuð um ýkjur og rang- færslur. Sædís sendi nefndinni svar þar sem hún bað um að fá að hrekja fullyrðingar Páleyjar, en án árangurs. Engu að síður hafði Sædís sönnunargögn sem studdu við mál hennar. Blaðamaður hef- ur fengið afrit af þessum gögn- um. Með svörum lögreglustjóra fylgdu lengri bókanir úr dagbók lögreglu sem sinnt hafði útköll- um vegna Sædísar. Þar er Sædísi ítrekað lýst sem; í uppnámi, undir áhrifum, í ójafnvægi, grátandi. Á meðan Marcin er þar á nokkrum stöðum lýst: hinn kurteisasti, al- mennilegasti, rólegur. Á einum stað er það tekið fram berum orðum: „Það skal tekið fram að þau Sædís og Marcin hafa verið í sundur/saman sambandi í nokkurn tíma og þegar þau eru í sundur þá hefur Sædís nokkrum sinnum hringt á lögreglu og ósk- að aðstoðar þegar hann hefur verið að koma á/að heimili henn- ar.“ Sædís var sögð hafa komið nokkrum sinnum á fund lögreglu og verið með fúkyrði og dónaskap. Þar sem Sædís ber takmarkað traust til lögreglunnar þá tók hún sumar þessar samræður upp. Blaðamaður hefur fengið að hlýða á þær og getur vottað að þótt tilfinningar hafi verið miklar í samræðunum þá verði Sædís seint sögð dónaleg. Maður fer að efast um sjálfa sig „Það er það vesta í þessu öllu saman. Ekki nóg með alla þessa framkomu þar sem ég upplifi mig sem sakborning en ekki brota- þola, að þurfa að hafa það hang- andi yfir sér að ég sé ekki bara sökuð um að ljúga ítrekað heldur er ég enn að bíða eftir niðurstöðu saksóknara um hvort það verði lögð fram kæra. Það er svo mikið sem gerist í huga manns. Verð- ur mér trúað? Eru þeir að taka svona langan tíma því þeir eru ekki vissir um að þetta hafi átt sér stað? Með allt þetta í ofanálag, þá fer maður svo mikið að efast um sjálfa sig.“ Sædís gagnrýnir einnig harð- lega að nefnd um eftirlit með lögreglu hafi afráðið að senda kvörtunina til Páleyjar til með- ferðar innan embættis hennar. Þar með sé Páley í raun að rann- saka sig og sína nánustu starfs- menn. Þar að auki ákvað Páley að leyfa öllum starfsmönnum að lesa kvörtunina. Nefndin óskaði ekki eftir að fá heyra þær upp- tökur sem Sædís hafði und- ir höndum sem stutt gætu við mál hennar. Heldur var það talið nægjanlegt að lögreglustjóri sjálf- ur hefði komist að þeirri niður- stöðu að ekkert þyrfti að gera og engan starfsmann að ámæla, eða endurmennta, eða nokkuð til að fyrirbyggja að enginn annar Vest- manneyingur þurfi að veigra sér við að hafa samband við lögreglu sökum fordómafulls framferðis. „Þið verðið að fyrirgefa en ég hef ekkert gert af mér og á ekki þessa framkomu skilið og ég ætla mér að skila þessari skíta- framkomu til föðurhúsanna, það er að segja til þeirra starfsmanna lögregluembættisins í Vest- mannaeyjum sem komu fram við mig með lítilsvirðingu, hroka, skítkasti og óheiðarleika.“ Fordómar en engar afleiðingar Enn má Sædís bíða. Hún hefur ítrekað þurft að reka á eftir sínum málum og segir tímafrest aldrei hafa verið virtan og að það reyn- ist henni, og líklega mörgum öðr- um sem sitja og bíða í von um að fá bót sinna mála, þungbært. Nú bíður hún enn eftir að ákvörðun verði tekin um hvort Marcin verði kærður eða ekki. Tveimur árum og tveimur nálgunarbönnum eftir að hún lagði fram kæruna. Marcin hins vegar er ekki leng- ur á Íslandi. Sædís er nú flutt frá Vestmannaeyjum enda gat hún ekki unnið úr sínum málum í um- hverfi sem veitti henni hvert áfall- ið eftir öðru. Þolendur heimilisof- beldis eru í viðkvæmri stöðu. Sérstaklega eru þeir viðkvæmir fyrir viðbrögðum þeirra aðila sem kallað er eftir hjálp frá. Lögreglu- menn eru oft fyrstir á vettvang í þessum málum. Samkvæmt verk- lagsreglum lögreglunnar á Ís- landi í heimilisofbeldismálum skal gæta fyllstu tillitssemi og var- ast að taka afstöðu. Slíkt var ekki viðhaft í tilviki Sædísar. Alþekkt er að þolendur heimilisofbeldis eigi erfitt með að slíta sambandinu við ofbeldismenn sína. Samt sem áður varð Sædís fyrir fordómum vegna þess og, það sem verra er, það hefur engar afleiðingar haft fyrir þá er komu að málinu, nema þá aðeins Sædísi sjálfa. n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.