Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 32
32 PRESSAN 14. febrúar 2020 V ið útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) segja þeir um leið skilið við fjölda samninga um samvinnu á sviði löggæslu og dómskerfis. Allir eru fullir vilja til að ná nýjum samningum en það er hægara sagt en gert því flók- in lagaleg úrlausnarefni er við að etja. Svörtustu spár segja að ef um harða lendingu Brexit verður að ræða um næstu áramót, það er ef samningar hafa ekki náðst á milli Breta og ESB um framtíðarskip- an mála, muni það kosta manns- líf vegna skorts Breta á aðgangi að hinum ýmsu gagnabönkum og upplýsingakerfum sem ESB rek- ur. Bretar nota þessi kerfi mikið og má þar nefna að 600 sinnum á dag, hvern dag, allt árið um kring, biðja bresk yfirvöld um upplýsingar um fólk í Ecris-kerf- inu en það er kerfi ESB þar sem aðildarríkin skiptast á upplýs- ingum úr sakaskrám. Beiðnirnar geta verið af margvíslegum toga, lögreglan getur þurft á upplýs- ingum að halda en einnig getur dómari þurft á upplýsingum að halda vegna dómsmáls. Þá geta atvinnurekendur einnig beðið um upplýsingar úr kerfinu ef þeir hyggjast ráða fólk til starfa með börnum. Þá er mikilvægt að vita hvort viðkomandi hafi gerst brot- legur. Schengen Information System II nota Bretar enn meira. Þeir eru ekki aðilar að Schengen-samn- ingnum en geta eins og önnur aðildarríki ESB notað þetta upp- lýsingakerfi. Það er aðallega not- að í tengslum við ferðir fólks yfir landamæri. Árið 2017 notuðu bresk yfirvöld kerfið rúmlega 500 milljón sinnum. Það sama ár fengu bresk yfirvöld rúmlega 16.000 skýrslur um einstaklinga, sem þau höfðu sjálf skráð í kerfin vegna gruns um að viðkomandi væri viðriðinn eitthvað vafa- samt, frá öðrum ríkjum. Rúm- lega 12.000 af þessum skýrslum snerust um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverk. Þetta kemur fram í svari frá bresku ríkisstjórninni til þings- ins. Svarið veitir góða innsýn í hvernig baráttan gegn ofbeldis- mönnum, kynferðisbrotamönn- um, bílaþjófum, glæpagengum og hryðjuverkamönnum teygir sig yfir landamæri. Ný og alvarleg staða Með Brexit standa bresk yfirvöld frammi fyrir nýrri og alvarlegri stöðu. Um leið og ESB er kvatt segja Bretar skilið við aðgang að 36 kerfum, reglugerðum og samningum tengdum samvinnu löggæslustofnana og dómstóla þvert á landamæri innan ESB. Um næstu áramót missa Bretar aðgang að öllum þessum kerfum og samningum nema samningar náist þar að lútandi. En það er skammur tími til stefnu og laga- legar hindranir, sem þarf að yfir- stíga, eru margar. Það er því ekki víst að pólitískur vilji dugi til að leysa þennan vanda. Mikilvægi áframhaldandi samstarfs á sviðið löggæslu og öryggismála er nefnt sérstaklega í pólitískri yfirlýsingu sem Bret- land og ESB náðu sátt um á síð- asta ári. Þessi yfirlýsing fylgir út- göngusamningnum. Í henni er lögð áhersla á að báðir aðilar vilji halda sameiginlegri baráttu sinni gegn afbrotum áfram til að vernda almenning beggja vegna Ermar- sunds. Öryggismál eiga að vera miðpunktur „metnaðargjarns, breiðs, víðtæks og sveigjan legs samstarfs“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. ESB hefur viðurkennt að það sé ekki raunhæft að hægt verði að ná samningum við Breta um allt það sem virkar vel í dag. Nauðsynlegt sé að forgangsraða. Þegar Mich- ael Barnier, aðalsamningamað- ur ESB, var í Stokkhólmi í janúar sagði hann að þau þrjú málefni sem hann telji mikilvægust í samningaviðræðunum séu: sam- ráðsvettvangur fyrir framtíðina, efnahagsleg samvinna og sam- vinna á sviðið öryggismála. „Að takast á við hryðjuverk, netglæpi, dreifingu falskra upp- lýsinga og glæpi þvert á landa- mæri krefst þess að við höldum MARIA BAPTIST BEINT FRÁ BERLÍN 23. febrúar Kl. 20.00 Silfurberg n Missir aðgang að sameiginlegum gagnabönkum og upplýsingakerfum n Mikil lagaleg óvissa ríkir Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Bresk löggæsla á tímamótum við Brexit Dregur dilk á eftir sér Áhrifa Brexit gætir víða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.