Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 33
PRESSAN 3314. febrúar 2020 áfram að samhæfa aðgerðir okkar og náinnar samvinnu á milli Bret- lands og ESB. Það sama á við um ógnir sem steðja að okkur frá ríkj- um sem vilja veikja lýðræði okk- ar. Við verðum að treysta á hvert annað. Líf almennings getur oltið á því. Við munum vinna að því að skapa samband sem verður eins náið og hægt er,“ sagði Barnier. Ein uppfletting eða tugir? Það eru takmörk fyrir því hversu nána tengingu Bretland getur haft við ESB-kerfin samtímis og landið hyggst nýta sér nýendur- heimtan rétt sinn til að stýra eig- in málefnum að fullu. Það er mat sérfræðinga Royal United Services Institute, einnar helstu hugveitu Breta á sviði öryggis- mála, að starf breskra löggæslu- stofnana verði mun erfiðara og þyngra í vöfum eftir Brexit en áður. Nú dugi ein leit til að fá upp- lýsingar um hvort einstaklingur sé eftirlýstur í Evrópu, í framtíð- inni þurfi að senda 27 beiðnir til að fá upplýsingar um þetta sama efni. Margir þeirra sem studdu Brexit gerðu það vegna þess að þeir vildu ekki lengur heyra und- ir lög og reglur frá Brussel. En ef Bretar ætla að hafa áfram- haldandi aðgang að fyrrgreind- um upplýsingakerfum á sviði lög- gæslumála verða þeir að sætta sig við að reglurnar fyrir þau eru settar og ákveðnar af ESB og að nú hafa Bretar ekkert um þær að segja. Dómstóll ESB mun síðan hafa lögsögu í málum tengdum upplýsingakerfunum. Sum upplýsingakerfin eru að- gengileg ríkjum sem standa utan ESB. Þar má nefna að Noregur, Sviss og Ísland hafa aðgang að þeim þrátt fyrir að vera ekki að- ildarríki ESB en ríkin eru aðil- ar að Schengen-samkomulaginu ásamt aðildarríkjum ESB. Þá hef- ur ESB gert samning við Noreg og Ísland um evrópskar handtöku- skipanir. Sá samningur er þó ekki enn að fullu orðinn virkur þrátt fyrir að 10 ár séu síðan samið var um málið. Bandaríkin, Kanada og Ástralía senda upplýsingar um flugfarþega í eitt upplýsingakerfa ESB en hafa ekki sama aðgang og ESB-ríkin að kerfinu til að rekja og kortleggja ferðamynstur í rauntíma. Engin ríki, sem hvorki eru aðilar að ESB né Schengen, hafa fengið aðgang að upplýs- ingakerfum ESB til þessa. Það er því á brattann að sækja hjá Bret- landi sem er einmitt slíkt ríki nú eftir útgönguna úr ESB. Pólitískt séð er málið ekki flók- ið því allir vilja halda samstarfi ESB og Bretlands á sviði lög- gæslu- og öryggismála áfram, en hvað varðar lagalegu hliðina er það flókið. Aðgangur að mörg- um upplýsingakerfanna og gögn- um er háður lagaákvæðum ESB, til dæmis persónuverndarfyrir- skipuninni GDPR. Öll aðildarríki ESB verða að meðhöndla gögn eftir sömu reglum og stöðlum. Af þeim sökum er mjög erfitt fyrir þriðja ríki að fá aðgang að kerfum sambandsins. Það þýðir því að ef Bretar vilja fá aðgang að kerf- unum verða þeir að hlíta reglum ESB um persónu- og gagnavernd, einnig þegar reglurnar breytast í framtíðinni. Þetta gildir einnig um margar aðrar reglur, til dæmis hvað varð- ar framsal ríkisborgara ESB-ríkja til ríkja utan ESB. Það er yfir- lýst stefna bresku ríkisstjórnar- innar að losna undan lögsögu dómstóls ESB en hann hefur lokaorðið hvað varðar úrlausn deilumála um hvernig gögn og upplýsingakerfi eru notuð. Samningsstaða Breta er því ekki eins góð og þeir myndu sjálf- ir kjósa og þrátt fyrir pólitískan vilja beggja vegna samninga- borðsins dugir það varla til að landa samningi sem uppfyllir óskir beggja aðila. Til þess er lagalega óvissan of mikil. n „Við verðum að treysta á hvert annað. Líf almenn- ings getur oltið á því. Óvissa ríkir Hvernig reiðir löggæslu af eftir Brexit? Michael Barnier Ekki þykir raunhæft að ná viðamiklum samningum við Breta strax. Tókst ætlunarverkið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.