Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 34
34 FÓKUS 14. febrúar 2020 10 stjörnubörn í sviðsljósinu Oft er staðreyndin sú að börn frægra verða merkt foreldrum sínum og það sem foreldrarnir standa fyrir. Það getur því verið erfitt fyrir listafólk að taka flugið þegar skuggi foreldranna umlykur allt. Til eru margar og mismunandi sögur um börn frægra einstaklinga sem ná ekki mikilli festu í lífi eða atvinnu sökum þessarar staðreyndar. Neðangreindur hópur tíu hæfileikra Ís- lendinga tilheyrir þó ekki þessum flokki og sýnir fram á að hægt er að ryðja eigin braut. Þetta eru börn frægra Íslendinga sem þykja sérstaklega hæfileikarík. Spuni, tónlist og Heilabrot Steiney Skúladóttir hef- ur gert það gott í hljóm- sveitinni Reykjavíkur- dætrum, en hún er dóttir leikkonunnar Halldóru Geirharðs- dóttur. Steiney hef- ur að auki sungið með hljómsveitinni Þrjár basískar, unnið með spuna- hópnum Improv Ísland og hún var einn aðstandenda sjónvarps- þáttanna Heila- brot. Góð rödd í genunum Frægðarsól tónlistarkonunn- ar Sölku Sólar Eyfeld hefur risið hátt á undanförnum árum. Salka var lengi þáttastjórnandi á Rás 2 og stjórn- aði meðal annars þættinum Rabbabara til ársins 2018. Salka var einn af fjórum dómurum í The Voice Ísland. Hún hefur einnig tekið þátt í uppsetningu fyrir Þjóðleikhúsið, verið kynnir í Söngvakeppni sjónvarpsins og vann Íslensku tónlistar- verðlaunin 2015 í flokkn- um Söngkona ársins. Salka er dóttir Hjálm- ars Hjálmarssonar leik- ara, sem er – auk margs annars – einn þekkt- asti talsetningarleikari landsins. Salka hefur því ekki þurft að sækja hæfileikana langt enda hefur hún verið í sambæri- legum pakka á síðustu miss- erum. Sonur Stuðmanns og þjóðleikhússtjóra Ólaf- ur Egill Egilsson hefur marga fjöruna sopið, bæði í leiklistinni og skrifum. Ólafur skrifaði handrit kvik- myndanna Brúðguminn, Brim, Eiðurinn og Kona fer í stríð. Fyrir handritið að Kona fer í stríð unnu Ólafur og meðhöfundur hans og leik- stjóri kvikmyndarinnar, Benedik Erlingsson, SACD-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cann- es, Kvikmyndaverðlaun Norð- urlandaráðs auk hinna íslensku Edduverðlauna. Ekki þarf að efast um að foreldrar Ólafs, þau Eg- ill Ólafsson tónlistarmaður og Tinna Gunnlaugs- dóttir leikkona, séu afar stoltir af sínu afsprengi. Vargur góður Baltasar Breki Samper, sonur Baltasars Kor- máks, hefur gert það gott í að feta í fótspor föður. Baltasar hefur staðið sig með prýði á leiksviðinu, í sjónvarpi og þótti sérlega góður í glæpamyndinni Vargi. Einnig skaut hann upp kollinum í sjónvarps- þáttunum Chernobyl. Hann er rétt að byrja. Heimsfræg fyrir þrítugt Leikkon- an Hera Hilmarsdóttir hefur verið gífurlega virk í starfi vestanhafs og víðar. Hún er rétt skriðin á fertugs- aldurinn og hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir hlutverk sitt í þáttunum See, þar sem hún deilir skjánum með hin- um eftirsótta Jason Momoa, og stórmyndinni Mortal Engines. Hera er dóttir leikkonunnar Þóreyjar Sigþórsdóttur og leikstjórans Hilmars Oddssonar, og barna- barn leikskáldsins Odds Björnssonar og hefur hún stað- ið sig með ágætum sem stjarna á eigin vegum. Svöl í sviðsljósinu Poppstjarnan Svala, dóttir Stóra Bó, gaf út sína fyrstu plötu,The Real Me, árið 2001 og fékk fínar viðtökur. Svala tók þátt í Eurovision-keppninni árið 2017 í Úkraínu þar sem hún flutti lagið Paper. Hún tók sér einnig sviðslistanafnið Kali þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Steed Lord og stofnaði einnig fatalínu und- ir því nafni. Svala er þekkt fyrir glæsilegan og eftir- tektarverðan fatastíl og má því segja að hún komi til dyranna eins og hún er klædd. Svala stendur svo sannarlega undir nafni. Nýútskrifaður og með Netflix- mynd í pípunum Hlynur Þorsteins- son útskrifaðist sem leikari úr Lista- háskóla Íslands árið 2018, en hann er sonur leikarans og uppistandar- ans Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur söngkonu. Hlynur fagnaði nýlega eins árs afmæli frumburðar síns og hefur skammar- laust skilgreint sig sem mikla fótboltabullu. Á næstunni má sjá Hlyni bregða fyrir í Eurovision-kvikmyndinni sem Netflix framleiðir og skartar Will Ferrell í að- alhlutverki. Á hraðri uppleið Eygló Hilmarsdóttir, sem útskrif- aðist nýverið af leiklist- arbraut Listaháskóla Íslands, fetar rækilega í fótspor for- eldra sinna en það eru leik- ararnir Sóley Elíasdóttir og Hilmar Jónsson. Áður en Eygló hóf nám við skólann lék hún í Konubörnum í Gaflaraleikhúsinu og Höllu í kvikmyndinni Gauragangi. Eygló lék jafnframt í sýning- um Herranætur í Mennta- skólanum í Reykjavík, þar á meðal Títaníu álfadrottningu í Draumi á Jónsmessunótt. Afkastamikill grænkeri Arnmundur Ernst Björnsson hefur verið á gífurlegu flugi undanfarin ár. Það fór lítið fyrir honum við upphaf fer- ils, þegar hann lék fyrst lykilhlut- verk í bíómyndinni Strákarnir okkar, en frá og með 2018 hefur honum brugðið fyrir í þáttum á borð við Flateyjargátan, Ófærð og Venjulegt fólk og kvikmyndunum Agnes Joy og Hvítur, hvítur dagur. Arnmundur hefur reglulega tjáð sig um lífsstíl sinn sem græn- keri og ekki síður erfiðleikana sem fylgdu veikindum móður hans, Eddu Heiðrúnar Back- man, sem lést í október 2016 úr MND-sjúkdómnum. Fað- ir Arnmundar er Björn Ingi Hilmarsson leikari. Armund- ur fer einnig, eins og svo margir Íslendingar, með lítið hlutverk í Eurovision-kvik- myndinni sem landsmenn bíða óþreyjufullir eftir. Sjóaður í söng og á sviði Haraldur Ari Stefánsson, son- ur Stefáns Jónssonar leikara, vakti mikla athygli í Rocky Hor- ror-sýningu Borgar- leikhússins fyrir nokkrum árum. Har- aldur á þó meira að baki en einungis leik- listina enda söngv- ari og slagverksleik- ari hljómsveitarinnar Retro Stefson og hef- ur verið frá stofn- un hennar. Haraldur yfirgaf klakann um nokkurt skeið þegar hann stundaði leik- listarnám í London í Royal Central School of Speech & Drama. Spennandi verður að fylgjast með næstu árum hans. Fleiri stjörnubörn: Aðalbjörg Árnadóttir leikkona (dóttir Árna Péturs Guðjónssonar) Björgvin Franz Gíslason skemmtikraftur (sonur Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar) Ólöf Jara og Elísabet Skagfjörð leikkona (dætur Val- geirs Skagfjörð og Guðrúnar Gunnarsdóttur) Orri Hugin Ágústsson leikari (sonur Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, fyrrverandi þingkonu) Saga Sigurðardóttir dansari (dóttir Ólínu Þorvarðar- dóttur) Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona (dóttir Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.