Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 14. febrúar 2020 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? „Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.“ Ásgeir Jónsson „Þessi er mjög dæmigerður fyrir mína hugsun sem sálfræðingur og borgarfulltrúi: Of seint er að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í.“ Kolbrún Baldursdóttir „Ég er náttúrulega málsháttadrotting Íslands – mikið búið að gera grín að mér þegar ég gríp í málshætti og fer rangt með þá. Ég ætla því að leggja hér inn besta, umbreytta máls- háttinn minn sem uppáhaldið mitt: „Það geta ekki allir kastað grjóti úr steinhúsi“.“≈ Vigdís Hauksdóttir Brengluð lífskjör Þ egar maður slær sér á lær yfir öllu volæðinu sem ein­ kennir fréttir þessa dagana kemur sprengilægðin inn eins og stormsveipur og sannfær­ ir mann um að það sé vart búandi á þessu skeri. Það var ekki nóg að álverið væri í bobba, Wuhan­ kórónaveiran haldi fyrir manni vöku á næturnar, að rifist sé um sýndarmennsku á góðgerðar­ viðburði og allt logi í illdeilum á Hafró, þá þurfti að demba á okkur enn einu óveðrinu. Það sem hefur án efa verið mest áberandi í fréttum í þessari viku og þeirri á undan er án efa verkfallsaðgerðir Eflingar sem beinast í þessu holli að Reykja­ víkurborg. Sprengilægðin á ekk­ ert í þær aðgerðir. Það er magn­ að að fylgjast með andstæðingum verkfalla sem hæst hafa; karl­ menn um og yfir miðjan aldur, allir á asskoti fínum launum, sem skamma Eflingu fyrir barátt­ una, fullyrða að verkfallsaðgerð­ ir komi af stað höfrungahlaupi og stefni Íslandi í glötun, nánast. Segja margir hverjir að verkföll hafi aldrei neinu skilað, þrátt fyrir að verkfallsaðgerðir séu öflugasta vopn verkalýðsins og til þeirra gripið þegar öll önnur sund lok­ ast. Vissulega eru verkföll blóðug og koma illa við marga, það þarf ekkert að fjölyrða um það. Hins vegar er þetta afar mikilvægt tól þegar ekki er hlustað, þegar ráða­ mönnum og fyrirtækjaeigendum er fyrirmunað að setja sig í spor vinnandi fólks í lægstu þrepum samfélagsins. Ég vona að Efling haldi í hörkuna og sætti sig ekki við eitthvert kropp, eins og stund­ um hefur gerst í sögu verkfalla á Íslandi, sérstaklega þegar kem­ ur að hinum svokölluðu kvenna­ stéttum. Það er fátt meira „anti climax“ en að fylgjast með hat­ rammri verkfallahrinu sem endar með lítilfjörlegum og skammar­ legum samningum. Hitt er svo það að ég vona inni­ lega að þessar verkfallsaðgerðir verði til einhvers stærra og meira. Nú er unnið að því að koma lág­ markslaunum upp í fjögur hund­ ruð þúsund krónur í nánustu framtíð. Það er algjörlega galið að Ísland sé orðið það dýrt að lág­ markslaun þurfi að vera svona há. Af hverju þarf Ísland að vera svona dýrt? Af hverju er húsnæð­ ismarkaðurinn svona rotinn? Af hverju stundar lánastofnun á vegum ríkisins svo hatrammar innheimtuaðgerðir í húsnæðis­ lánum? Af hverju tekur það mig ævina að borga upp námslán­ in mín? Af hverju fékk ég ekki einhverja niðurfellingu fyrir að standa mig vel? Af hverju titrar og skelfur debetkortið mitt alltaf þegar ég fer í Bónus? Af hverju þarf ég að borga fyrir að bíða á bráðamóttökunni klukkutímum saman og af hverju er ekki séns að lifa hér á lágum launum í starfi sem maður elskar? Af hverju? Eftir heilt ár þar sem varla var talað um annað en stöðugleika og góða fjárhagsstöðu ríkisins blasir nú við djúp efnahagslægð, þannig að ekki er ástandið að fara að batna. Yfirvöld og aðil­ ar vinnumarkaðarins halda lífs­ kjarasamningi hátt á lofti og berja sér á brjóst. Þessi samningur á að vera svar við öllu en það er nán­ ast móðgun að tengja hann á ein­ hvern hátt við lífskjör. Lífskjör eru ekki fólgin í því að fá að hætta 53 mínútum fyrr í vinnunni eða hækka í launum um nokkur þús­ und krónur á ári. Lífskjör eru fólgin í því að ég geti haft öruggt þak yfir höfuðið og að börnin mín geti farið með hollt og gott nesti í skólann og iðkað tómstund­ ir sem þau kjósa sjálf. Lífskjör er að finna í minna álagi á vinnu­ stað, að hann sé vel mannaður svo ófremdarástand skapist ekki ef einhver verður veikur. Þau eru fólgin í betra fæðingarorlofskerfi, betra heilbrigðiskerfi, betra námslánakerfi. Þessi umræða er nauðsynleg­ ur fylgifiskur verkfallsaðgerða Efl­ ingar. Ráðamenn þurfa bara að þora að ræða þessa hluti af hrein­ skilni en ekki blása sandi í augun á okkur sí og æ. n Leyndarhjúpurinn Fyrrverandi formaður og stjórnarmaður Gagnsæis, sér­ stakra samtaka gegn spillingu, Jón Ólafsson sá siðlegi – sem er á sérstökum samningi við rík­ isstjórnina – situr í stjórn RÚV og hefur þar lagt sig fram um að sveipa opinbera ráðningu á útvarpsstjóra þjóðarinnar sérstökum leyndarhjúp. Það er þó virðingarvert af Jóni að segja sig frá stjórnarstörfum Gagnsæis rétt áður en hann stóð að þeirri ákvörðun stjórn­ ar ríkisfjölmiðilsins að halda sérstakri leynd yfir umsækj­ endum um hið opinbera starf útvarpsstjóra. Skjótt skipast veður í lofti. Ekkert að sjá hér Norski bank­ inn DNB sagði upp öllum við­ skiptum við Samherja eftir að upp komst um vafasama viðskiptahætti fyrirtækisins í Namibíu. Björgólfur Jóhanns­ son, forstjóri fyrirtækisins, snýr út úr, segir þetta gaml­ ar fréttir og að engin lánavið­ skipti hafi verið stunduð við DNB. Hann gerir lítið úr því að erlend stórfyrirtæki slíti tengsl við Samherja út af Namibíu­ braskinu. Þessu eigum við að gleypa við enda er það vinsælt viðkvæði hér á landi að út­ lönd séu slæm – Ísland sé gott. Einmitt. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Litadýrð í Listasafni Reykjavíkur Verkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnar- dóttur/Shoplifter. M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Þar sem ekki eru nema tveir mánuðir í pásk- ana er tímabært að bursta rykið af sínum bestu málsháttum, enda eru þeir órjúfan- legur hluti páskanna. Allavega að mati blaðamanns. Til að hjálpa til við upprifjun fengum við nokkra góða landsmenn til að deila með okkur sínum uppáhaldsmálshætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.