Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Síða 6
6 FRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV V erðlagseftirlit ASÍ hefur að undanförnu fengið tilkynningar um verðhækkanir hjá bæði mat- vöruverslunum, birgjum og framleiðendum og hafa ýmsar vörur hækkað allduglega. Fall krónunnar hefur vissulega haft áhrif en þó eru dæmi um að gengisfallið sé hreinlega notað sem skálkasjól fyrir verðhækkanir. Framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Haga seg- ir að verið sé að fella gengið á kostnað neytenda til að byggja undir útflutning þjóðarinnar. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Framhald á síðu 8 ➤ MATUR OG DRYKKUR HÆKKA MEST Matur og drykkur eru þær vörur sem hafa hækkað mest í verði að undanförnu. MYND/VILHELM Auður Ösp Guðmundsd. audur@dv.is Erla Dóra Magnúsd. erladora@dv.is Neytendur þurfa að vera vel vak- andi á næstunni þar sem mikil hreyfing er á verði á markaði, bæði til hækkunar og lækkunar. AUÐUR ALFA ÓLAFSDÓTTIR HJÁ ASÍ FYRIRTÆKI ÞURFA AÐ SÝNA ÁBYRGÐ „Þessar miklu sveiflur rugla neytendur í ríminu og gera fólki erfiðara fyrir. Það eru hækkanir og lækkanir á víxl, sem ruglar mjög verðvitund fólks,“ segir Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Alþýðusambandið hefur beint þeim tilmælum til fyrir- tækja að sýna ábyrgð og halda aftur af verðhækkunum við þær aðstæður sem nú eru uppi og koma þannig í veg fyrir frekari verðbólgu og efnahagslega óvissu sem kemur illa niður bæði á heimilum og fyrirtækjum. Auðvelt að okra „Við höfum verið að fá svolítið af tilkynningum um verð- hækkanir, bæði i matvöruverslunum og hjá birgjum og framleiðendum. Það eru ýmsar vörur að hækka alldug- lega. Mest af því eru innfluttar vörur, þó að það sé ekki algilt,“ segir Auður Alfa jafnframt. Í tilkynningu ASÍ í mars kom fram að nauðsynlegt væri að beina því til söluaðila að gengislækkun ein og sér leiði ekki sjálfkrafa til samsvarandi verðhækkana þar sem mun fleiri þættir hafa áhrif á verðlag innfluttra vara. Fram kom að samkeppni á markaði minnkar þar sem verslun færist yfir á færri aðila og tækifæri neyt- enda til að veita aðhald minnkar. Í slíkri stöðu er auð- veldara en ella fyrir fyrirtæki að hækka verð og okra á viðskiptavinum. Kjötið hækkar Auður Alfa nefnir dæmi um ónefnt fyrirtæki sem fór á hausinn og í kjölfarið keypti annað fyrirtæki lagerinn, hækkaði verðið á vörunum og kenndi gengisfallinu um. Auður Alfa nefnir líka dæmi um nýlegar hækkanir á íslenskri kjötvöru. „Einhverjir tala um að hækkanir á kjöti séu tilkomnar vegna þess að það séu framleiðslu- vörur sem þarf að panta að utan og hafa hækkað í verði, svo tala einhverjir um að það þurfi að breyta skipulagi í tengslum við fjarlægðartakmarkanir og þess háttar, og einhverjir nefna launakostnað.“ Auður Alfa tekur fram að hjá mörgum íslenskum framleiðendum hafi verð staðið í stað, sem sé jákvætt. Auður bendir jafnframt á að þó svo að gengi krón- unnar hafi veikst séu aðrir þættir sem spila inn í verðlag hér á landi. „Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað gríðarlega og lækkun á hráolíuverði hefur áhrif á verð matvöru. En samt erum við ekki að sjá þessar lækkanir koma fram að fullu hér á landi.“ MYND/AÐSEND Auður Alfa nefnir dæmi um ónefnt fyrirtæki sem fór á hausinn og í kjölfarið keypti annað fyrirtæki lagerinn, hækkaði verðið á vörunum og kenndi gengis- fallinu um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.