Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 18
N ú þegar kreppir veru­lega að í efnahagslífinu blasir við að forgangs­ raða þarf verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Meðal þess sem hlýtur þá að koma til skoðunar eru gríðarleg byggingaráform æðstu stofnana ríkisins. Þess­ ar ráðagerðir eru raunar svo umfangsmiklar að þær hljóta að vekja áleitnar spurningar um meðferð almannafjár. Þarf allt þetta húsnæði? Nú stendur fyrir dyrum bygg­ ing sex þúsund fermetra skrif­ stofuhúss Alþingis við Vonar­ stræti. Gert er ráð fyrir að það verði tekið í gagnið 2023 en samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkis­ ins er áætlaður kostnaður 4,4 milljarðar króna. Alþingi hefur fram til þessa leigt húsnæði undir hluta starfsemi sinnar og dreifast þær skrifstofur á nokkur hús en fyrirhuguð nýbygging á að hýsa skrifstofur þingmanna, fundarherbergi þingflokka og nefnda og vinnuaðstöðu starfsfólks og þingflokka. Þar með á öll starfsemi Al­ þingis að verða samtengd. Í kynningarefni um fyrirhug­ aða byggingu koma fram há­ stemmdar yfirlýsingar eins og „bætt starfsaðstaða“, „lang­ þráð úrbót“, „löngu tímabær“, „standast kröfur tímans“ og þar fram eftir götunum. Hér er þó rétt að staldra við og spyrja hvort þörf sé á öllu þessu húsnæði. Geta þing­ menn einstakra flokka ekki deilt með sér vinnurými eins og almennt tíðkast á skrif­ stofum einkafyrirtækja? Var virkilega ástæða til að ráða alls 27 pólitíska aðstoðarmenn þingflokka? Er ekki möguleiki á að spara á fleiri stöðum í skrifstofuhaldi þingsins? Lítið sem ekkert hefur farið fyrir spurningum af þessu tagi. Helsta gagnrýnin á fyrir­ hugaða byggingu hefur lotið að ytra útliti hennar, en frægt varð þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi for­ sætisráðherra, gerði sjálfur útlitsteikningar af húsi á þess­ um stað í nýklassískum stíl. Tugþúsundir fermetra Einnig eru uppi áform um um­ fangsmiklar framkvæmdir á svokölluðum Stjórnarráðsreit, austan við Arnarhól og norðan Þjóðleikhússins, en nýverið fór fram hönnunarsamkeppni um það svæði. Þarna eru nú þegar miklar skrifstofubygg­ ingar ríkisins, Arnarhvoll, Sjávarútvegshúsið og fleiri mannvirki, samtals 28.473 fermetrar. Gert er ráð fyrir því að fyrirhugaðar bygg­ ingar verði 23.937 fermetrar samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni. Við bætast 21.420 fermetrar í bíla­ geymslum með 849 bílastæð­ um. Þá hefur komið til tals að reisa 1.672 fermetra dómshús Landsréttar á sömu slóðum. Enn má spyrja hvort ekki séu tækifæri til hagræðingar í skrifstofuhaldi ráðuneyta sem gætu þá komist af með minna húsnæði. Menningarsögulegt slys Samhliða samkeppni um skipulag á Stjórnarráðs­ reitnum var efnt til keppni um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið. Hér með­ fylgjandi eru útlitsteikningar af henni. Um er að ræða um 1.200 fermetra mannvirki sem á að hýsa meðal annars flestar skrifstofur forsætis­ ráðuneytisins, fundarými og aðstöðu fjölmiðla. Í sam­ keppnislýsingu um viðbygg­ inguna sagði orðrétt: „Byggja þarf viðbyggingu við Stjórn­ arráðshúsið í Lækjargötu …“ Þessi fullyrðing stenst ein­ faldlega ekki: Það þarf ekki að byggja við Stjórnarráðshúsið. Húsinu má halda óbreyttu á sínum stað og flytja skrif­ stofur forseta Íslands þangað, eins og áður hefur verið bent á. Skrifstofur forsætisráðu­ neytisins gætu þá flust í Safnahúsið við Hverfisgötu og gefið því húsi nýtt og verðugt hlutverk. Stjórnarráðið er eitt af elstu steinhúsum landsins, reist á árunum 1765–1770 sem fang­ elsi. Danir gátu ekki lengur leyft sér þann munað að starf­ rækja tukthús fyrir Íslend­ inga eftir árás Englendinga á Kaupmannahöfn (og fleiri ófarir í Napólensstyrjöld­ unum þegar ríkissjóður Dana varð gjaldþrota), svo húsinu var breytt í embættisbústað æðsta fulltrúa dansks valds hér á landi og síðar skrifstofur Stjórnarráðs Íslands frá stofn­ un þess 1904. Því má velta upp hvort menningarsögulegt slys sé hér í uppsiglingu. Hvers vegna vilja menn troða svo miklu byggingarmagni á jafnlítinn reit á viðkvæmum stað? Í næsta nágrenni má sjá hörmuleg dæmi um mislukk­ aðar viðbyggingar við gömul hús. Nægir að nefna hæðirnar fjórar ofan á gamla Útvegs­ bankanum og funkishliðina á Landsbankanum sem snýr út að Pósthússtræti. Stjórnar­ ráðshúsið er þó enn eldri bygg­ ing og hefur mun meira sögu­ legt gildi en bankahúsin tvö. Minnisvarðar utan um kontóra Almennt fara opinberar framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlunum. Hafist var handa við byggingu Ráð­ húss Reykjavíkur undir þeim formerkjum að það myndi kosta 750 milljónir króna. Það var árið 1987, en talan endaði í þremur og hálfum millj­ arði á verðlagi ársins 1992 þegar framkvæmdum lauk. Það jafngildir nú næstum 14 milljörðum ef tekið er mið af vísitölu byggingarkostnaðar. Margir urðu til að gagnrýna slíka óráðsíðu með peninga skattborgara, sér í lagi þar sem aðeins lítill hluti skrif­ stofa borgarinnar var fundinn staður í Ráðhúsinu. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, sagði til að mynda í forystugrein blaðs­ ins á þessum tíma: „Ráðhúsið er kontór. Það hlýtur að vera áleitin spurning hvort reisa þurfi minnisvarða utan um þessa kontóra og kosta til þess þremur og hálfum milljarði og kannski meiru.“ Á einkamarkaðnum hefur á síðustu árum víða verið unnið að betri nýtingu skrifstofu­ húsnæðis og mikil hagræðing átt sér stað. Í þessu efni ætti ríkisvaldið að taka sér einka­ fyrirtækin til fyrirmyndar. Við þurfum síst af öllu fleiri monthús í gamla bæinn, minnismerki um sóun og flott­ ræfils hátt. n EKKI FLEIRI MONTHÚS Í MIÐBÆINN Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason Rándýrar skrif- stofubyggingar æðstu stofn- ana ríkisins eru á teikniborðinu. Tillaga T.ark arkitekta ehf. og SP(R)INT Studio að skipulagi svokallaðs Stjórnarráðsreits. Harpa er fjærst og Þjóðleikhúsið fremst á myndinni vinstra megin. MYND/STJÓRNARRÁÐIÐ Verðlaunatillaga að viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið, en til stendur að stórri byggingu verði komið fyrir á þröngri lóðinni aftan við húsið. Sú hugmynd hefur komið fram að flytja skrifstofur forseta Íslands í Stjórnarráðshúsið. MYND/STJÓRNARRÁÐIÐ 18 EYJAN 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.