Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 4
1Baráttan um Bessastaði – Nýr forsetaframbjóðandi kominn fram Arngrímur Friðrik Pálmason búfræðingur tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands. 2 Nýjar upplýsinga í máli Stefáns sem er ákærður fyrir morð Í lögregluskýrslu segist vitni hafa heyrt Stefán Phillip Gíslason rífast við hinn látna áður en skothvellur heyrðist. 3 Furðulegasta beiðnin sem hún hefur fengið frá karlmanni Fyrir- sætan Allison Parker var beðin um að selja hægðir sínar. 4 Myndbandsupptaka er af-gerandi sönnunargagn í máli Tom Hagen Upptaka úr eftirlits- myndavél er mikilvægt sönnunar- gagn í máli norsku lögreglunnar gegn Tom Hagen. 5 Vikan á Instagram: „Þið hafið ekki séð mig nakta.“ Vinsæli fasti liður DV, Vikan á Instagram, vakti mikla athygli í vikunni. 6 Það má gera grín að öllu Leik-konan Dóra Jóhannsdóttir deildi í einlægu viðtali baráttu sinni við bakkus. 7 Elliði „milljónasjalli“ birtir launaseðil sinn til leiðréttingar – „Er með góð laun og fel það ekki.“ Elliði Vignisson, sveitarstjóri í Ölfusi, deildi launaseðlinum sínum og sagði ýkjusögur ganga um meint ofurlaun hans. 8 Gunnar Rúnar rekinn frá Hafnar-firði eftir þrjá daga – Enn í afplánun og fær ekki vinnu Gunnar Rúnar Sigurþórsson var rekinn úr vinnu eftir aðeins þrjá daga. 9 Sakamál: Hélt að hann hefði unnið lottó þegar hann kynnt- ist henni. Sakamál DV rifjuðu upp hrottalegt morð á Travis Alexander í Bandaríkjunum 2008. 10 Guðmundur metinn hæfastur umsækjenda Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur rekið tjaldsvæðið á Borg síðan 2017. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Ástralía á Íslandi Ástralir hafa óskað eftir því að Eurovision-keppnin vinsæla verði haldin á Íslandi, fari svo að þeir vinni keppnina. Bæði mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri Reykja- víkur hafa tekið vel í hugmyndina. Ástralir myndu að sjálf- sögðu borga brúsann. England á Íslandi Til skoðunar hefur verið hvort ensk úrvalsdeildarlið í knatt- spyrnu komi hingað til lands til að stunda æfingar á næstu vikum. Helsta ástæða þessara viðræðna er árangurinn sem Ísland hefur náð í baráttunni við COVID-19. Engin formleg beiðni hefur borist þegar samantekt þessi er skrifuð. Enn fleiri sækjast eftir Bessastöðum Tveir forsetaframbjóðendur til viðbótar hafa bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir að steypa sitjandi forseta, Guðna Th. Jó- hannessyni, af stóli. Það eru þeir Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Fyrir höfðu Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, Axel Pétur Axelsson, Arngrímur Friðrik Pálmason og Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnt að þeir sæktust eftir embættinu. Icelandair Flugfélagið Icelandair stefnir í þrot. Félagið hefur greint frá því að það skipti sköpum að það takist að gera félagið sam- keppnishæft á alþjóðagrundvelli en slíkt náist ekki nema helstu þrjár starfsstéttir þess, flugliðar, flugmenn og flugþjónar, sam- þykki kjaraskerðingu. Flugliðar hafa skrifað undir samning sem verið er að bera undir félagsmenn, flugmenn telja skammt í land í samningaviðræðum en flugfreyjur hafa hafnað því að samþykkja skerðingar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, stendur nú í ströngu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta starfsmenn taka skellinn vegna stöðu félagsins. 2,2 milljarðar í 3.400 sumarstörf Ríkisstjórnin kynnti í vikunni aðgerðir í málefnum stúdenta. 2,2 milljörðum verður varið í að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn og er gert ráð fyrir 3.400 störfum. Til skoð- unar verður tekið að fjölga störfum eða tryggja aðrar leiðir til framfærslu ef í ljós kemur að fjöldi starfa dugi námsmönnum ekki. Eins verður fjármagni varið í sumarnám við háskóla og boðið upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum opin- berra háskóla. Opna má bari Þann 25. maí verður samkomubann rýmkað og mega allt að 200 koma saman í þessu næsta skrefi afléttinga takmarkana. Opna má líkamsræktar- stöðvar með ákveðnum skilyrðum og barir fá leyfi til að hafa opið til ellefu á kvöldin. Ferðatakmarkanir verða einn- ig rýmkaðar og verður ferðamönnum heimilt að velja um sóttkví eða skimun fyrir kórónaveirunni. Eins geta þeir framvísað nýlegu vottorði um sam- bærilega sýnatöku erlendis. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.