Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 27
Brjálað brokkólísalat
Þetta salat hefur mamma mín oft
gert í gegnum tíðina fyrir veislur.
Það er alltaf jafn vinsælt og svaka-
lega bragðgott. Best er að gera
salatið daginn áður en það er borið
fram. Það er fullkomið sem með-
læti með hverju sem er eða hrein-
lega ofan á brauð.
1 brokkolíhaus
1 rauðlaukur
1 bréf beikonstrimlar
1 pakki furuhnetur
3 msk. majónes
3-4 dropar balsamedik
Byrjið á að saxa brokkólíið smátt.
Ristið furuhneturnar á pönnu.
Saxið rauðlaukinn og steikið á
pönnu með beikonstrimlunum.
Hrærið öllu saman í skál ásamt
majónesinu og balsamedikinu.
Geymið í nokkrar klukkustundir
í kæli og berið fram með snittu-
brauði eða góðu kexi.
Una í eldhúsinu
Djöfulleg súkkulaðibomba
200 ml heitt vatn
6 msk. kakó, passið að sigta
kakóið
100 g púðursykur
130 g smjör, mjúkt
100 g sykur
3 egg
220 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
3 tsk. vanilludropar
Ofn hitaður í 180 gráður og 20-25
cm bökunarform húðað vel að
innan með annað hvort PAM-úða
eða smjörlíki.
Kakói og púðursykri blandað
saman við heita vatnið. Smjör og
sykur hrært saman þar til blandan
verður ljós og létt í sér.
Þá er eggjunum bætt saman við
blönduna og öllu hrært vel saman.
Því næst er restinni af þurrefn-
unum bætt út í.
Að lokum er vatninu sem búið var
að blanda með sykri og kakói bætt
út í og deiginu blandað vel saman.
Deiginu er svo hellt í bökunarform
og botninn bakaður við 200 gráður
í um 30-35 mínútur.
Passið að botninn kólni alveg áður
en rjóminn er settur ofan á.
Vanillurjómi
1 peli rjómi, þeyttur
1 vanillustöng, skafið kornin úr
og blandið saman við rjómann.
Smyrjið rjómanum á kökubotninn
og skreytið með fallegum og góð-
um ávöxtum.
Grillsumarið mikla er byrjað. Þótt
grillkjötið sé oft einfalt og keypt
tilbúið þá er talsvert sóknarfæri í
því að henda í djúsí meðlæti sem
tryllir gesti og kætir kroppinn.
MATUR 27DV 15. MAÍ 2020