Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 30
30 STJÖRNUFRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV ÞEGAR KEMUR AÐ ÞRIFUM STÍFLAÐAR PÍPULAGNIR Skelltu fjórum Alka-Seltzer töflum í niðurfallið ásamt einum bolla af ediki. Skolaðu með heitu vatni tíu mínútum síðar. BLAUTIR SKÓR Komstu hundblaut (ur) inn úr óvæntri rigningu og uppáhalds- skórnir þínir eru gegnsósa? Ekki örvænta. Ef þú fyllir þá af dag- blöðum draga þau bleytuna í sig og skórnir þorna mun fyrr en ella. BRUNABLETTIR Í POTTUM OG PÖNNUM Settu vatn í botninn á pottinum/ pönnunni og bættu við einum bolla af ediki. Lát tu blönduna malla á hellunni í nokkrar mínútur og bættu svo við tveimur matskeiðum af matarsóda. Láttu malla með í nokkrar mínútur til viðbótar. Að því loknu skaltu hella úr pottinum/pönnunni og nudda það sem eftir er með grófum svampi. FITUBLETTIR Eru fitublettir fastir á veggjunum? Eða kannski í uppáhaldsflíkinni þinni? Ef þú krítar yfir blettina með hvítri krít og bíður í nokkrar mínútur ættir þú að geta þurrkað fitublettinn auðveldlega af. Hreinol er einnig dúndurgóður bletta- eyðir á fitubletti. Hellið sápunni á blettinn og nuddið vel. Látið bíða í klukkutíma áður en þið þvoið það úr. EKKI GERA ÞETTA …GEYMA TÓMATSÓSU Í ÍSSKÁP Ef þú geymir tómatsósuna inni í ísskáp í von um að hún endist lengur ertu að taka óþarfa pláss í ísskápnum. Vegna sýrunnar í tóm- ötunum og edikinu helst tómat- sósan fersk við stofuhita. Sparaðu plássið og geymdu hana í e l d h ú s - skápnum. …ÞVO GALLABUXURNAR Forstjóri Levi Strauss fyrirtækis- ins, Chip Bergh, segir að það eigi ekki að þvo gallabuxur. Hann segir að það sé skelfileg hugmynd og notar sjálfur tannbursta til að hreinsa bletti af buxunum sínum. Samkvæmt honum þurfa góðar gallabuxur aðeins að fara ör- sjaldan í þvottavélina. Rökin fyrir þessu eru að þvottur í vél skemmi gallaefnið og sé þar að auki sóun á vatni. Hugguleg húsráð lekkera liðsins! Góð húsráð auðvelda fólki daglegt amstur. Þjóð- þekktir, lekkerir Íslendingar deila hér leyndarmálum sínum á bak við ilmandi og skínandi heimili. EVA RUZA MILJEVIC EKKI STÍFLA VASKINN MEÐ KERTAVAXI Áhrifavaldurinn og gleðisprengjan Eva Ruza Miljevic stefnir á að hætta að stífla vaskinn. „Ef þið hafið fengið kerti í fallegu kerta- glasi eða krús sem þið viljið endur- nýta, þá er hægt að losa restina af vaxinu (eftir brennslu) upp úr glas- inu ÁN þess að henda því í vaskinn og láta sjóðandi heitt vatn renna í kertaglasið. Það er gríðarlega óvinsæl athöfn á mínu heimili þegar eiginmaðurinn sér mig brasa með heitt vatn og kertavax í eldhús- vaskinum. Fæ iðulega að heyra að vaxið geti stíflað vaskinn og rörin. Ég hef samt ekki látið af þeirri iðju þangað til núna. Hún Martha vin- kona mín Stewart segir að maður eigi að setja kertaglösin í frysti í nokkra klukkutíma. Þá skreppur vaxið saman og lítið mál verður að poppa því út. Ég sel þetta ekki dýr- ara en Google kenndi mér. Þið getið þá sagt eiginmönnum sem fá kast yfir vaxstíflu í vöskum að þakka mér og Mörthu fyrir þetta ráð.“ ERPUR EYVINDARSON BARA LÚÐAR NOTA SÚPUTENINGA Eilífðarunglingurinn og rapphetjan Erpur Eyvindarson er algjörlega á móti sóun. „Sjóaravinir mínir kenndu mér að frysta undanrennu/ fjörmjólk áður en hún rennur út á dagsetningu,“ segir Erpur sem drekkur enga aðra mjólk en undan- rennu og fjörmjólk. Hann er einnig lunkinn við að gera gómsætt soð. „Ég sýð öll bein, humarskeljar og slíkt. Ég er því alltaf með besta soð í heimi í frystinum. Bara lúðar nota súputeninga.“ BJÖRN INGI HRAFNSSON RÉTT TÓNLIST OG KERTALJÓS Björn Ingi Hrafnsson, betur þekktur sem Björn Ingi hjá Viljanum, er stemningsmaður. Hann segir tón- list skipta sköpum og því sé gott ráð að nota hana þegar ráðist er í misspennandi verkefni. „Heim- ilisverk eru nú ekki í neinu sér- stöku uppáhaldi hjá mér fremur en mörgum öðrum, en ég hef þó fundið að mismunandi tónlist getur gert gæfumuninn þegar sinna þarf nauð- synlegum verkefnum á heimilinu. Klassísk tónlist, einkum píanóverk, eru þannig kjörin til að skapa rólega stemningu og róa börnin og mig eftir annasaman dag en að sama skapi virkar vel fyrir mig að setja á hressandi tónlist þegar ganga þarf frá í eldhúsinu, brjóta saman þvott eða fá börnin með í sameiginlega til- tekt. Þá verður stemning sem yfir- skyggir leiðindin yfir skylduverkum og allt verður einhvern veginn miklu auðveldara í framkvæmd. Þetta á líka við um matargerð. Þegar ég vil gera vel við mitt fólk í eldhúsinu vel ég að sinna elda- mennskunni undir tónlist sem hæfir matseðlinum. Ítalskar aríur með pasta, latínó-tónlist með mexí- kóskum mat og svo framvegis. Þetta virkar vel og framkallar rétta stemn- ingu og kemur öllum í gott skap. Í skammdeginu er nauðsynlegt að kveikja á kertum til að fullkomna dæmið og draga úr lýsingu eins og kostur er. Það er fátt betra en kerta- ljós og lampar; ég er ekki maðurinn sem kveikir á öllum nálægum flúor- ljósum. Slíkt er gott á sjúkrahúsum, en passar síður á heimilum þar sem hlýja og notalegheit eiga að vera aðalsmerkið,“ segir Björn Ingi. STEINEY SKÚLADÓTTIR BÝÐUR FÓLKI Í MAT TIL AÐ TAKA TIL Spunaleikarinn og dagskrárgerð- arkonan Steiney Skúladóttir er aldrei leiðinleg eða fyrirsjáanleg. Þegar henni finnst nóg um ruslið heima hjá sér býður hún fólki í mat. „Þegar það er mikið drasl heima finnst mér best að bjóða fólki í mat því þá neyðist ég til að taka til.“ SVAVAR ÖRN BURT MEÐ FITUNA Svavar Örn, hárgreiðslumaður og útvarpsstjarna í Bakaríinu á Bylgjunni, er einn sá allra lekker- asti. Hann þolir ekki fitubletti og hefur fundið besta blettaeyðinn. „Hreinol er einnig dúndurgóður blet taeyðir á fitublet ti. Hellið sápunni á blettinn og nuddið vel. Látið bíða í klukkustund áður en þið þvoið það af.“ JÓHANNES ÁSBJÖRNSSON MEGAGOTT SNAKK Jóhannes Ásbjörnsson athafna- maður er enginn aumingi þegar kemur að góðum ráðum. „Ekki spara þegar þú kaupir ryksugu. Keypti þráðlausa Dyson-ryksugu um daginn. Nú er allt að því gaman að ryksuga. Engin snúra að drösl- ast fyrir. Annað: ekki henda harð- fiskroði. Hentu því á efri grindina á grillinu næst þegar þú grillar.“ BÁRA HÓLMGEIRSDÓTTIR ILMANDI HEIMILI Fatahönnuðurinn og smekkkonan Bára Hólmgeirsdóttir er ákaf- lega lekker, bæði í heimilishaldi og hönnun. Bára rekur eina vin- sælustu hönnunarverslun lands- ins, Aftur. Bára er mikill ilmolíu- unnandi en hún segist setja 2-3 dropa í ryksugupokann og þá ilmi heimilið eftir að hafa verið ryk- sugað. Steinliggur. MYND/ERNIR MYND/EYÞÓR MYND/ANTON BRINK MYND/ANTON BRINK MYND/SIGTRYGG U R A R I MYND/DANÍEL RÚNARSSO N MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.