Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV
og erum mjög samrýnd,“ segir
hún.
Þó að framtíð Yama væri
stefnt í voða tók Gurrý lok
unum líkamsræktarstöðva
í mars með stóískri ró, en
viðurkennir að hún sé nú orð
in heldur óþolinmóð eftir að
mega opna.
„Það er lýðheilsumál að lík
amsræktarstöðvar og sund
laugar séu opnar. Eins tel ég
að það ættu að gilda töluvert
aðrar reglur um okkur minni
stöðvarnar. Samt má benda á
að mjög auðvelt er að útfæra
smitvarnir á þessum stóru
stöðvum. Þar er öflug að
gangsstýring og hægt að bóka
á netinu. Hægt að stýra fjölda
og tíma, skipta í svæði og þar
fram eftir götunum. Ég hefði
líka viljað sjá að eldra fólk
fengi að fara í sund á sama
tíma og opnað var fyrir skóla
sund barna.
Hreyfing skiptir gríðar
legu máli, bæði fyrir líkam
lega og andlega heilsu. Ég
vona að þegar allt opnar aftur
þá verði fólk duglegt að nýta
sér það. Ég vona að mætingin
verði eins og í hefðbundnum
janúarmánuði þegar allir taka
heilsuna í gegn.“
Mest óþolandi frasinn
Hún segist alls ekki þola fras
ann: „Ég missti mig aðeins í
sumar,“ enda sé sumarið heilir
þrír mánuðir, fjórðungur af
árinu.
„Það er klassískt að fólk ætli
að taka sig á eftir sukk um
sumarið, þar sem fólk var að
drekka meira áfengi, drekka
meira gos, borða meiri ís og
pylsur og alls konar drasl.
Síðan ætlar fólk að leysa það
í september með því að fara
á einhverja kúra. Það versta
sem gerist er þegar konur fá á
heilann hvað þær eru að borða
og berja sig niður fyrir öll
hliðarspor. Allt þetta tal um
ketó og föstur og alls konar
kúra er orðið svo þreytandi.
Það er miklu betra að borða
bara hollt svona almennt, en
leyfa sér smá.
Að mínu mati er besta leiðin
svo sjúklega einföld. Fólk þarf
bara að borða venjulegan mat,
slaka á og hreyfa sig daglega.
Langflestir geta alveg forðast
sukkið, en það er auðvitað ein
staka fólk sem getur það ekki,
en þá erum við farin að tala
um alvöru fíknivandamál. Al
mennt þarf fólk bara að borða
fisk og kjúkling, þeir sem eru
vegan borða baunir, og hafa
nógu mikið af grænmeti og
ávöxtum.“
Gurrý bendir á hversu mik
ilvægt það er að hafa aðgang
að þjálfara, fá leiðbeiningar,
hvatningu og góð ráð. Hún
finnur það sterkt hjá sínum
viðskiptavinum í Yama og líka
meðal þeirra sem fjárfesta í
fjarþjálfunaráætlun í gegnum
gurry.is, en þar rauk hún til
og hannaði og gerði áætlanir
sem hægt var að framkvæma
heima þegar enginn komst í
ræktina. Ekki síst finnur hún
það svo hjá sjálfri sér en þótt
hún sé þjálfari þá æfir hún
hjá öðrum þjálfara og það hafi
vissulega verið erfitt að hitta
hann ekki vikum saman.
„Ég æfi með honum þrisvar
til fimm sinnum í viku, klukku
tíma í senn. Það er alveg nóg
og ég veit að það væri ekki
gott fyrir mig að æfa meira.
Venjulegt fólk þarf ekkert að
æfa meira en þetta. Ég er hins
vegar í fantaformi því ég hef
gert þetta í tuttugu ár og það
detta aldrei út tímabil hjá mér.
Ef ég er þreytt þá nota ég það
trikk að fara í sturtu og klæði
mig svo í æfingagallann. Þá er
ég mjög fersk, tek 45 mínútna
æfingu og er góð.
Ég mæli líka með þessu
fyrir fólk sem er þreytt þegar
það kemur heim úr vinnunni,
í staðinn fyrir að fara beint í
kósígallann að fara í sturtu,
greiða sér og vera pínu smart.
Þá er maður til í allt.“
Ný viðskiptahugmynd
Síðustu ár hefur Gurrý fengið
fjölmargar beiðnir frá fólki
um að halda nokkurra daga
námskeið á töfrandi stað þar
sem hægt er að leggja áherslu
á hreyfingu, slökun og matar
æði. Þetta hefur ekki verið
raunhæfur möguleiki því það
er svo dýrt að leigja hótel, en í
dag er staðan önnur.
„Ég er því að skoða skemmti
leg hótel með góðri heilsulind
og vonast til að geta gert þetta
bráðlega. Fólk kemur þá í þrjá
til fjóra daga og fylgir dagskrá
bróðurpart dagsins, hreyfir
sig, borðar hreint fæði, hvílist
og stundar jóga. Þannig getur
fólk losað sig við þessu bless
uðu kóvidkíló sem allir eru að
tala um, tekið gott tilhlaup inn
í sumarið og út úr þessu leiðin
lega ástandi sem hefur ríkt.
Það hefur enginn lengur af
sökun fyrir að hreyfa sig ekki.
Þeir sem eru hraustir koma
betur út úr veikindum. Hér
gildir sama einfalda formúl
an: Fólk þarf að borða hollan
mat, hreyfa sig og hvíla sig.
Við erum núna búin að upplifa
árás þessarar veiru og þurfum
að vera við öllu búin. Heilsan
er það mikilvægasta sem við
eigum.“ n
Fólk er spurt: „Guð, hvernig
þorir þú að æfa hjá henni?“
Gurrý segist almennt vera mjög prívat persóna og að sér hafi oft fundist opinbera athyglin sem fylgdi Biggest Loser óþægileg.