Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 24
SAKA MÁL S kylar var 16 ára gömul er hún kvaddi þennan heim árið 2012. Hún bjó í smáborginni Morgan- town í Vestur-Virginíu. Faðir hennar, David Neese, vann við vörusamsetningar fyrir Walmart, en móðirin, Mary Neese, var aðstoðarmaður á rannsóknarstofu í hjarta- sjúkdómum. Skylar var ein- birni og að sögn foreldranna var hún bráðgert barn og lærði til dæmis fyrr að lesa og reikna en almennt tíðk- ast. Henni gekk vel í skóla og var vinsæl meðal jafnaldra sinna. En á unglingsárunum varð Skylar dálítið óstýrilát. Hún átti til að skrópa í skólanum, reykja gras og drekka bjór. Ekkert sem bakaði foreldrum eða skólayfirvöldum stór- felldar áhyggjur. Námið gekk þrátt fyrir þetta alltaf mjög vel. Sumarið eftir annað ár í framhaldsskóla fékk Skylar vinnu á veitingastaðnum Wendy’s og líkaði það afskap- lega vel. Að kvöldi 5. júlí 2012 kom Skylar heim af kvöldvakt á Wendy’s og fór að sofa – eða svo virtist. Faðir hennar ætlaði að hitta hana heima í hádeginu daginn eftir og var hissa á því að hún væri ekki heima. Glugginn í herbergi Skylar var galopinn. David hringdi í Mary sem sagði að Skylar hefði örugglega bara farið út að hitta vinkonur sín- ar. Vaktin hennar á Wendy’s ætti að hefjast klukkan 16 og hún myndi áreiðanlega skila sér þangað. En upp úr klukkan fjögur var hringt frá Wendy’s heim til Skylar og spurt hvort hún myndi mæta til vinnu. Þá fyrst urðu David og Mary óttaslegin og höfðu samband við lögreglu. Fyrsta eftir- grennslan leiddi ekkert í ljós og angist foreldranna óx. Steig upp í bíl eftir miðnætti Foreldrar Skylar útbjuggu dreifimiða með mynd af henni og festu upp víðs vegar um borgina. Vinir og vanda- menn lögðu lið, gengu hús úr húsi með dreifimiðann og spurðust fyrir um hana, en enginn hafði séð hana. Æskuvinkona Skylar, Shelia Eddy, var meðal þeirra sem hjálpuðu til og gerði sitt besta til að hughreysta foreldrana. En nokkrum dögum eftir hvarf Skylar játaði hún dá- lítið fyrir föður Skylar: Hún sagði að Skylar hefði stolist út með sér og Rachel Shoaf, annarri vinkonu, og þær farið í bíltúr. Þetta var eftir klukk- an tíu, það er eftir leyfilegan útivistartíma 16 ára unglinga á svæðinu. Skömmu síðar komu niður- stöður úr athugun á mynda- eftirlitskerfi í götunni. Þar fannst nokkuð afar athyglis- vert: Klukkan hálf eitt var kornótt myndskeið af Skylar að troðast út um gluggann á herberginu sínu, hoppa niður á jörð, ganga niður eftir götunni og setjast upp í bíl við enda hennar. Hvorki var hægt að sjá bílnúmerið á óskýru myndskeiðinu, né bíl- tegundina. Ljóst var að Skylar hafði farið sjálfviljug upp í bílinn. Það vakti grunsemdir um að hún hefði einfaldlega strokið að heiman, skýring sem for- eldrar hennar gátu engan veginn kyngt enda hafði allt leikið í lyndi á heimilinu, að þeirra mati. Skylar hafði hins vegar skilið símann sinn eftir og nokkrum dögum eftir hvarf- ið var enn engin hreyfing á bankareikningum hennar. Þetta vitnaði sterkt gegn því að hún hefði strokið að heiman og hennar nánustu voru orðnir sannfærðir um að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Ekkert nýtt kom hins vegar fram í málinu fyrr en í mars árið 2013, heilum átta mán- uðum eftir hvarf Skylar. En þá leystist málið á skömmum tíma. Morðið undirbúið í marga mánuði Í marsmánuði árið 2013 hringdi Shelia Eddy grátandi í lögregluna í Morgantown og játaði á sig morðið á Skylar Neese. Samkvæmt hennar framburði hafði þriðja vin- konan, Rachel Shoaf, tekið fullan þátt í glæpnum. Sagan var ótrúleg en ýmis gögn áttu eftir að styðja hana og hún reyndist vera sannleikurinn. Þær Skylar, Shelia og Rachel voru mikl- ar vinkonur sem sífellt voru að bralla eitthvað saman. Shelia og Rachel voru þó taldar ganga dálítið lengra í uppátækjunum og stundum slettist upp á vinskapinn við Skylar. Þetta kvöld keyrðu stelp- urnar Skylar fyrst heim, eftir að þeim hafði orðið sundurorða við hana. En eftir miðnætti sendu þær henni skilaboð og buðu henni að koma á rúntinn. Skylar þáði boðið. Bílinn sem sást fremur ógreinilega í myndaeftirlits- upptökunni hafði Shelia til umráða þetta kvöld. Stúlkurnar óku með Skylar út úr bænum og stöðvuðu við vegarslóða í um 50 kílómetra fjarlægð frá heimili hennar. Þar dró Rachel, sem sat í aft- ursætinu, upp hníf og stakk Skylar í bakið. Þær stungu hana aftur og aftur. Skylar sagði bara eitt orð: „Why?“ – Hvers vegna? Það kom á daginn að stúlk- urnar tvær, Rachel og Shelia, höfðu lagt á ráðin um morðið í marga mánuði. Þær heyrð- ust tala um þetta í skólanum en flestir héldu að þær væru að grínast. Skýringarnar sem þær gáfu á morðinu voru þær að þeim hefði ekki líkað við Skylar. Þær ætluðu að grafa Skylar en jarðvegurinn þarna var of harður. Þær huldu því líkið með laufblöðum og trjágrein- um. Shelia vísaði síðan lög- reglu á illa farið lík Skylar rétt eftir játninguna. Ein skýring sem gefin hef- ur verið á morðinu er sú að Skylar hafi orðið vitni að því að Rachel og Shelia stunduðu kynlíf saman. Twitter-færslur eftir allar þrjár, sem fáir lögðu mikla merkingu í þegar þær voru birtar, virðast afar óhugnan- legar í dag. Þar má meðal annars sjá Sheliu og Rachel ræða morðið undir rós og fagna því meira að segja að hafa myrt Skylar. Þar má líka sjá Skylar gefa sterklega í skyn að hún viti leyndarmál vinkvenna sinna. Shelia var dæmd í 30 ára fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 10 ár. Rachel var dæmd í lífstíðar- fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 15 ár. Lík- lega skipti þarna máli að Shelia játaði fyrr og var sam- starfsfúsari við rannsóknina. Við réttarhöldin kváðust stúlkurnar iðrast og báðu ást- vini Skylar fyrirgefningar. Þeim skilaboðum var fálega tekið. n ENGINN GETUR SKILIÐ HVERS VEGNA HÚN ÞURFTI AÐ DEYJA Skylar Neese skreið út um gluggann á herbergi sínu og steig sjálfviljug upp í ókunnan bíl. Hún sneri aldrei aftur heim en ráðgátan leystist átta mánuðum síðar. Skylar Neese var aðeins 16 ára þegar hún var myrt. MYND/ FACEBOOK Eftir hvarf Skylar birti Shelia þessa myndasyrpu á Twitter og sagðist sakna vinkonu sinnar. MYND/TWITTER Dauði unglingsstúlkunnar Skylar Neese ratar lík- lega í flokk sérkenni- legustu sakamála seinni ára. Ástæðurnar fyrir morðinu voru óljósar, eða svo fráleitar að erfitt er að viðurkenna þær sem raun- verulegar ástæður fyrir kaldrifjuðu morði. 24 FÓKUS 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.