Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 22
Þorsteinn Guðmundsson varð landsþekktur sem hluti af Fóstbræðra- genginu á níunda áratugnum og það líður varla sá dagur að einhver minnist ekki á þætt- ina við hann. Hann hefur leik- ið í fjölda auglýsinga, skrifað handrit að bíómynd, skemmt fólki og unnið á auglýsinga- stofu. Í dag er hann kominn á allt annan stað sem verkefna- stjóri Bataskólans og á leiðinni að verða virðulegur sálfræð- ingur með húmorinn að vopni. Þorsteinn, eða Steini, er einn af þeim sem stofnuðu Bata- skólann árið 2017 og starfar þar sem verkefnastjóri í dag, samhliða sálfræðináminu. „Í Bataskólann kemur fólk sem hefur glímt við geð- ræna kvilla og áskoranir og vill bæta lífsgæði sín. Nám- skeiðin eru af ýmsum toga, kvíðastjórnun, þunglyndi, sjálfstraust, ADHD, sjálfsum- hyggja, núvitund og margt fleira.“ Og námskeiðin þurfa ekki að vera háalvarleg. Steini hefur til dæmis lagt upp með að hafa skemmtileg þung- lyndisnámskeið. Námskeið um geðrof var kallað: Geðrof: ekki eins klikkað og þú heldur. Á skólabekk 48 ára Steini hóf nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2015 og útskrifaðist með BS-gráðu á síðasta ári. Hann er núna í framhaldsnámi í klínískri sálfræði fullorðinna og mun útskrifast með gráðu eftir rúmt ár, ef allt gengur að óskum. „Ég upplifði ákveðið „burn- out“. Þetta var einhver svona blanda af því og „mid-life crisis“. Ég var orðinn þreytt- ur á því að vera alltaf að gera það sama. Ég hugsaði með mér: Ókei, ég er ekkert rosa- lega gamall en ég er heldur ekkert ungur, ef ég dreg það endalaust á langinn að fara í nám þá gæti það einn daginn verið orðið of seint. Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég var að fara út í. Hélt bara að ég væri að fara og læra að taka fólk í sálfræðitíma.“ Og það var ekki raunin, eða hvað? „Nei, ég fékk alveg smá áfall fyrst, að þurfa að læra um öll vísindin á bak við þetta, líffræði, aðferða- fræði og tölfræði og svona. Það fyrsta sem ég gerði var að fara og gúgla hvað væri y-ás og hvað væri x-ás, ég mundi auðvitað ekki neitt úr menntaskólastærðfræðinni.“ Of mikil lyfjaneysla Steini segir það ekki á dag- skránni að opna eigin stofu eftir útskrift. „En ég gæti alveg hugsað mér að vinna sem sálfræð- ingur á til dæmis heilsugæslu eða á Landspítalanum. Fólk sem hefur upplifað erfiða sjúkdóma eins og þunglyndi, geðrof og geðklofa, ég á auð- velt með að vinna með því. Ég veit reyndar ekkert af hverju það er. Ég tengi við þessa sjúkdóma. Steini segir geðheilbrigðis- málin vera sér hugleikin. „Mér finnst að við mættum alveg fara að hugsa okkar gang í þessum málaflokki, bæði varðandi fjárveitingar og áherslur. Það vantar rosa- lega að bæta aðgengi fólks að sálfræðiþjónustu í dag, af því að þá erum við um leið að létta á öðrum vanda, lyfja- vandanum. Það er allt of mik- il lyfjaneysla á Íslandi. Og þetta snýst líka um að koma fleirum út í atvinnulífið. Það eru rosalega margir kostir við það að auðvelda fólki að fara til sálfræðings.“ Þættirnir væru aðrir í dag Það er að sjálfsögðu ekki hægt að sleppa því að minn- ast á Fóstbræðraþættina goð- sagnakenndu. Tilvitnanir úr þáttunum heyrast enn í dag og augljóst að þeir lifa enn góðu lífi. „Fólk er alltaf að koma upp að mér og minnast á hinn eða þennan skets. Mér finnst það ekkert slæmt samt, bara gaman.“ Steini tekur undir að Fóst- bræður hafi að mörgu leyti rutt brautina hér á landi, kynnt öðruvísi og beittari húmor fyrir landanum. „Ég veit að margt sem við gerðum á sínum tíma væri alveg örugglega ekki vel séð í dag, við vorum að gera grín að blindum og fötluðum og múslimum. Þetta er auðvitað bara tíðarandinn sem var á þessum tíma. En Fóstbræður væru öðruvísi þættir ef þeir væru gerðir í dag, það er stað- reynd.“ Í einu atriði þáttanna fór Steini með hlutverk leikara sem er ráðinn til að skemmta á árshátíð og mætir þangað sem trúðurinn Snúlli snúður. Snúlli snúður reynir eins og hann getur að fá fólkið til að hlæja, en fær engin viðbrögð. Þorsteini þykir vænt um Snúlla, eins misheppnaður og hann er. „Ég og Sigurjón Kjartans skrifuðum þennan skets, þá hafði Sigurjón verið í brúð- kaupsveislu þar sem einhver maður var að skemmta gest- unum og hafði augljóslega ekkert undirbúið sig, vegna þess að það hló enginn. Ég þurfti reyndar að berjast fyrir því að fá að hafa þetta atriði með í þættinum. Það átti að klippa það út af því að það þótti ekkert fyndið, það þótti eiginlega bara sorglegt. Þessi karakter, þetta er svona maður sem hefur enga hæfi- leika, en er samt alveg rosa- lega ástríðufullur gagnvart listinni og tekur listina mjög alvarlega, er búinn að fara í trúðaskóla og langar svo mikið að fá viðurkenningu. Það er svo merkilegt að þú veist eiginlega aldrei fyrir fram hvað fólki á eftir að finnast fyndið og hvað ekki. Það er engin formúla, alla- vega ekki til að gera frábæra sketsa,“ segir Þorsteinn síðan og nefn ir dæmi um annað at- riði sem lifir góðu lífi enn í dag, 14 árum eftir að það birtist í Áramótaskaupinu. Jón Gnarr lék þar viðskipta- vin í heilsuvöruverslun sem spyr afgreiðslumanninn, sem Þorsteinn leikur, um ólífur. „Ólífur Ragnar Grímsson?“ spyr afgreiðslumaðurinn. Augljóst dæmi um skets sem er fyndinn af engri ástæðu. „Þetta er skets sem ég veit ekki enn þá hvað þýð- ir,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvað hann táknar og hvað er eiginlega svona fynd- ið við hann.“ Húmorinn er læknandi Talandi um húmor og hlátur. Steini hefur undanfarin misseri farið víða með fyrir- lesturinn Líf mitt er gaman- mynd. Þar kemur hann meðal annars inn á húmor: Hvernig húmorinn hefur áhrif á okkar daglega líf og hvernig hægt er að nota húmorinn á mis- munandi hátt, bæði til góðs og ills. „Húmor í samskiptum er mjög mikilvægur,“ segir Steini. „Húmor er félags- legt verkfæri. Þú sérð það til dæm is, við byrjum rosalega snemma að reyna að fá ung- börn til að hlæja. Fólki líður vel þegar það hlær saman og og andrúmsloftið verður létt- ara og þægilegra.“ Heiti fyrirlestrarins vísar í það hversu mikilvægt er að halda í gleðina. Það getur hjálpað okkur að takast á við erfiðleika ef við getum séð spaugilegu hliðina á hlut- unum. Það þarf ekki alltaf að taka lífið alvarlega. „Við getum notað húmor til að tengjast hvert öðru og til að létta á streitu og spennu. Það er svo mikilvægt að halda í húmorinn.“ n Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum Þorsteinn Guðmundsson leikari skráði sig í sálfræðinám árið 2015. Hann notar húm- orinn við vinnuna og hefur lagt upp með að hafa skemmtileg þunglyndisnámskeið. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Steini telur að það séu mörg bjargráð þegar kemur að geðrænum erfiðleikum. MYND/VALLI 22 FÓKUS 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.