Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 38
36 SPORT 433 15. MAÍ 2020 DV
Á bensínstöð í Kópavogi hafði blaðamaður mælt sér mót við einn merki-
legasta íþróttamann Íslands
á síðustu árum. Hannes Þór
Halldórsson, markvörður
íslenska landsliðsins, hefur
mikið verið í sviðsljósinu síð-
ustu ár fyrir afrek sín innan
sem utan vallar.
Við byrjum á að spjalla um
daginn og veginn, en Hannes
og eiginkona hans Halla Jóns-
dóttir eignuðust sitt þriðja
barn á dögunum. Fyrir ári
fluttist fjölskyldan heim eftir
að hafa flakkað um Evrópu,
en þau höfðu stoppað stutt við
í Aserbaídsjan áður en þau
komu heim.
„Það hefur verið mjög ljúft
að vera aftur á Íslandi, það
var komin heimþrá í okkur.
Það var tilhlökkun að spila
heima, en tímabilið í fyrra
var ekki auðvelt fyrir neinn
á Hlíðarenda,“ sagði Hannes
þegar við ræddum um heim-
komuna.
Það þóttu stórtíðindi þegar
besti markvörður í sögu Ís-
lands ákvað að koma heim,
maðurinn sem varði víta-
spyrnu frá Lionel Messi gekk
í raðir Vals og væntingarnar
voru miklar. Valur olli hins
vegar gríðarlegum vonbrigð-
um síðasta sumar, en allir
töldu það formsatriði að liðið
yrði Íslandsmeistari.
„Það er ekkert ólíklegt að
umræðan um að þetta væri
formsatriði fyrir Val hafi haft
áhrif á leikmenn. Það er aldrei
hollt að fara inn í tímabil og
halda að þú labbir yfir hlutina.
Sérstaklega í þessari deild,
þrátt fyrir að lið hafi kannski
meira bolmagn en önnur.
Það dugar ekkert, bestu liðin
hérna eru svo jöfn. Þó svo að
einhver sé með forskot, það
kemur ekkert af sjálfu sér.
Allir leikir eru erfiðir og
það þarf allt að smella til að
vinna þessa deild. Þú þarft
augnablikið með þér og sam-
heldni, því náði KR. Þú færð
sjálfstraust og menn verða
meiri vinir í kjölfarið, það
er bolti sem fer að rúlla. Það
virkar alveg eins í hina átt-
ina.“
Öll spjótin stóðu
á Hannesi
Sökum þess hversu stórt nafn
Hannes er í íslenskri fótbolta-
sögu þá var athyglin á honum,
mistökin sem hann gerði urðu
að stórfrétt og þegar hann átti
frábæra leiki þótti það sjálf-
sagt í augum margra.
„Ég fékk mikinn hita fyrir
síðasta tímabil og ég get
alveg skilið það. Mér fannst
frammistaðan ekki hafa verið
nálægt því að vera eins léleg
og talað var um, mér fannst
hún fín. Ef ég hefði verið í liði
á góðu skriði, þá hefðu góðu
leikirnir talið og hlutirnir
þróast öðruvísi. Ég var hluti
Kaffistofuspjall orðið
að fyrirsögnum í dag
Umfjöllun um íþróttir á Íslandi hefur breyst eins og annað á síðustu
árum, það sem áður var rætt á kaffistofum eru fyrirsagnir í dag. Því
fylgja bæði kostir og gallar, eins og Hannes Þór Halldórsson kynnt-
ist þegar hann flutti heim á síðasta ári.
af liði Vals sem var upp og
niður, það kom augnablik þar
sem ef ég hefði átt frábæran
leik og við unnið og endað
hátt, þá hefði allt orðið öðru-
vísi. Í staðinn þá átti ég minn
versta leik, mín tvö verstu
augnablik gegn ÍBV á útivelli.
Bæði mörkin eru ljót og þetta
er rétt fyrir landsleiki, svona
augnablik verða eftirminni-
leg og þau setjast í minnið á
mönnum.
Ég var ánægður með
frammistöðuna að mörgu
leyti, ég skil það alveg að það
er sviðsljós á mér. Ég kem
heim með pressu á mér og
Valur átti að gera góða hluti,
auðvitað er kjamsað á því. Það
er þórðargleði þegar hlutirnir
ganga ekki upp, þó ég sé ekki
sammála sleggjudómum, en
ég skil þetta.“
Hannes segist skilja það
að umræðan sé mikil og að
spjótin beinist að honum.
Hann er þó á þeirri skoðun að
umræðan á Íslandi hafi breyst
mikið á síðustu árum.
„Það er þannig að það er
verið að búa til skemmtun
og maður verður að sýna því
skilning. Það hefur breyst í
umfjöllun hér heima, umræð-
unni núna er stjórnað af hlað-
varpi. Þar sitja menn í einn
og hálfan tíma og alls konar
hlutum hent fram, menn
passa sig minna. Svo er það
sem er mest djúsí þar tekið
og sett fram í fyrirsagnir, og
fréttir verða til út frá því. Þar
með verður umræðan miklu
meiri um hluti sem hefðu
bara fjarað út á kaffistofum
í gamla daga, það eru fyrir-
sagnir í dag.
Hitinn á mönnum verður
miklu meiri, ég fann þetta og
þetta var augljós munur. Þeg-
ar ég er að byrja þá eru þetta
bara Pepsi mörkin og það er
mjög auðvelt að sleppa því að
horfa á þau, eins og þetta er í
dag þá er þetta alls staðar. Þú
tekur ekki upp símann nema
að fá þetta í andlitið, þetta er
að mörgu leyti jákvætt. Um-
fjöllunin er meiri og maður
getur ekki kvartað undan því
að áhuginn sé til staðar þegar
maður er í þessu.
Það er samt í góðu lagi að
bölva þessu í hljóði þegar
manni finnst einhverjir vit-
leysingar vera að segja eitt-
hvert bull.“
Hörður Snævar
Jónsson
hoddi@433.is
Allt fór á hliðina þegar
hann mætti í brúðkaup
Allt fór á annan endann þegar
Hannes skellti sér í brúðkaup
Gylfa Þórs Sigurðssonar og
Alexöndru Helgu Ívarsdóttur
á síðasta ári. Hannes var að
glíma við meiðsli hjá Val og
þáverandi þjálfari liðsins
sagði honum að skella sér út
og fagna með góðum vini.
„Mér fannst breytingin á
umfjöllun hér heima krist-
allast þar, þetta magnast upp.
Það eru nokkrir hlaðvarps-
þættir og þeir taka úr hvor
öðrum, svo koma fréttamiðlar
og taka það sem er mest djúsi.
Það er alveg skiljanlegt að
umræðan um þetta hafi átti
sér stað,“ sagði Hannes þegar
hann rifjaði upp atvikið. At-
vikið varð enn stærra þegar
Ólafur Jóhannesson, þá þjálf-
ari Vals, sagðist ekki hafa
hugmynd um það hvernig
Hannes hefði meiðst.
„Óli er bara ólíkindatól í við-
tölum og var ekkert að meina
með þessu, það fauk í hann
þegar hann fékk þessa spurn-
ingu. Það hefði verið hægt
að afgreiða þetta eins og fór
okkar á milli, hann vildi ekki
taka neinn séns.