Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 21
MAGMA HÓTEL KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Magma hótel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Hótelið var byggt 2017 og hefur verið nánast uppbókað síðan og þá einna helst af erlendum ferðamönnum. Hótelið er staðsett í stórbrotinni náttúru og eru herbergin í formi nútímalegra smáhýsa með verönd. n Tilboð: Nú sjást verð frá 19.900 krónum fyrir nóttina, sem var áður 35.900 krónur. Ef bókaðar eru fleiri en 2 nætur á hótelinu fá viðskiptavinir 5.000 kr. inneign á veitingastað hótelsins fyrir hverja aukanótt. n Tripadvisor: 5 af 5 /215 umsagnir. B59 Í BORGARFIRÐI Hótelið er mjög smekklega innréttað og frábærlega staðsett við aðalgötuna í Borgarnesi, svo stutt er að ganga í Landnámssetrið, í sund eða Leikfanga­ safn Soffíu í Englendingavík svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er ísbúð á hótelinu. Veitingastaðurinn þykir góður en einnig er spa á staðnum og bistró. Hægt er að bóka fallega svítu með frístandandi baðkeri sem bræðir hjörtu, séstaklega ef það er konfekt og kampavín á kantinum. n Tilboð: Gisting, þriggja rétta kvöldverður, freyðandi fordrykkur og aðgangur að Lóu heilsu­ lind á 24.900 kr. Gildir fyrir tvo. n Tripadvisor: 4.5 af 5 /111 umsagnir. SIGLÓ HÓTEL Þetta hótel er sannkallaður gim­ steinn. Hótelið er jafn vinsælt vetur og sumar, en Siglufjörður er vinsæll áningarstaður fyrir skíðagöngufólk. Gluggar hótels­ ins eru sérstaklega skemmti­ legir, en í betri herbergjunum eru bekkir í gluggunum svo hægt er að sitja í þeim og njóta útsýnisins. Í setustofunni er kamína og hönnun hótelsins er mjög vel heppnuð. n Tilboð: Tveggja manna her­ bergi frá 17.900 krónum. n Tripadvisor: 5 af 5 / 415 umsagnir. 360 HÓTEL Hótelið er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og var opnað í ágúst 2018. 360 hótel þykir eitt það fallegasta á landinu, en mikið er gert út á útsýni og náttúrulegar innréttingar. Hótelið er lokað til 1. júní vegna breytinga á spa­ aðstöðunni, en þar er bæði að finna heitan pott og sundlaug. n Tilboð: 27.000 kr. nóttin, en almennt verð hefur verið 55.000 kr. á nótt. Afsláttur verður einnig á veitingastað hótelsins í sumar. n Tripadvisor: 5 af 5 / 159 umsagnir. UMI HÓTEL UMI hótel var opnað í lok sumars 2017 og er stað­ sett við rætur Eyjafjallajökuls. Dóttir eiganda hótelsins, Sandra Dís Sigurðardóttir innanhúss­ arkitekt og lýsingarhönnuður, sá um alla hönnun á hótelinu sem er ákaflega falleg, en arkitekt hússins er Gunnar Páll Kristinsson. Hótelið er 28 herbergja, 4 stjörnu Boutique­hótel, sem hefur hlotið bæði World Luxury Hotel Awards og Travel and Hospit­ ality Awards. n Tilboð: Fyrir helgar í maí og júní ásamt öðrum frídögum: Gisting í eina nótt í standard herbergi ásamt morgunverði fyrir tvo: 17.900 kr. Gisting í eina nótt í standard herbergi ásamt þriggja rétta kvöldverði að hætti kokksins og morgunverði fyrir tvo: 30.000 kr. n Tripadvisor 4.5 af 5 / 202 umsagnir. HÓTEL RANGÁ Rangá er ein vinsælasta veiðiá landsins, en við ána stendur hið fagra Hótel Rangá. Hótelið hefur verið vinsælt meðal Íslendinga, en þar hafa einnig stór­ stjörnur á borð við Kardashian­klanið hvílt lúin og ofmynduð bein sín. Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, þar á meðal eru í boði glæsilegar svítur en hönn­ unin á þeim tekur mið af heimsálfunum og eru þær nefndar eftir þeim. n Tilboð: Rangá býður um þessar mundir 10 ára gamalt verð. Gisting í standard tveggja manna herbergi, þriggja rétta sælkerakvöldverður að eigin vali af matseðli, eldfjallakokkteill og morgunverður með kampavínsívafi, 43.900 kr. fyrir tvo. n Tripadvisor 4.5 af 5 / 2.351 umsögn. ION ADVENTURE Við Nesjavelli stendur hið gullfallega hótel ION Adventure. Hótelið er byggt ævintýralega inn í landslagið og skartar vinsælum veitingastað. Á staðnum starfa meðlimir kokkalandsliðsins, en maturinn þykir sér­ staklega góður. Hótelið var opnað í ársbyrjun 2013 og hefur unnið til fjölda verðlauna og skartar glæsilegri sundlaug. n Tilboð: Helgartilboð í allt sumar frá 29.900 kr. á nótt/ 49.900 fyrir tvær nætur – innifalið: Miðað við tvo í herbergi, gisting, 2 rétta kvöldverður og morgunverður. Jóga og gönguferðir með leiðsögn. Einnig er boðið upp á börger og bjór á 2.990 kr. alla föstudaga og laugardaga í sumar – innifalið: Hamborgari, franskar og bjór + ókeypis aðgangur að Lava Spa, ganga um Hengilssvæðið og jóga. n Tripadvisor 3.5 af 5 / 1191 umsagnir. DÝRUSTU HÓTEL Á ÍSLANDI ENN LOKUÐ Deplar, frá 270.000 kr. Hótelparadísin Deplar býður upp á 13 lúxusherbergi og er stærðin á byggingunum yfir 2.600 fer­ metrar. Nóttin á hótelinu kostar frá 270.000 kr. upp í milljón, en alls kyns lúxus er innifalinn. Hótelið er lokað sem stendur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr þjónustustigi og lækka verð til að opna fyrir innlendan markað að svo stöddu. Hingað til hafa nánast eingöngu erlendir ferðamenn sótt hótelið. The Retreat Hotel við Bláa Lónið, frá 180.000 kr. Hótelin tvö við Bláa lónið, Silica og The Retreat Hotel, eru lokuð í það minnsta út maí. Nóttin á Silica kostar almennt á þessum tíma, miða við heimasíðu þess, frá 78.900 krónur. Svítan á The Re­ treat Hotel, sem er eitt fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, kostar frá 180.000 krónum. Deplar í Fljótshlíð. The Retreat Hotel við Bláa lónið í Grindavík. FÓKUS 21DV 15. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.