Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 2
Smábörnin á Alþingi S varthöfði átti ekki orð, ekki eitt aukatekið orð, eftir þingfund á þriðju­ dag þar sem alþingismenn beruðu, fyrir allra augum, þann sandkassaleik sem fer fram á „hæstvirtu“ Alþingi. Svo virðist sem einhugur hafi ríkt í velferðarnefnd um að kippa hlutabótaleiðinni í liðinn svo ekki væri lengur hægt að misnota hana með þeim hætti sem frá hefur verið greint undanfarnar vikur. Hins vegar ríkti ekki ein­ hugur um með hvaða hætti lagfæringarnar færu fram. Stjórnarmeirihlutinn í nefnd­ inni reyndi að dulbúa þetta ósætti í það form að vel þyrfti að vanda til verka með þessar lagfæringar og því væri rétt að láta ráðherra um að leggja fram breytingarnar sem gætu þá ekki komið til fram­ kvæmda fyrr en eftir þrjár vikur. Minnihlutinn, þeirra á með­ al formaður velferðarnefndar, vildi hins vegar ráðast í breyt­ ingarnar strax, enda væru miklir hagsmunir í húfi. Fyrir þessar breytinga var tilbúið frumvarp, búið að bera það undir sérfræðinga og því taldi minnihlutinn ekki til setunnar boðið og best að leggja þetta umsvifalaust fram fyrir þing­ ið, enda fordæmi fyrir því að nefndir þingsins komi slíkum breytingum í gegn. Þarna sá minnihlutinn að sjálfsögðu tækifæri til að fá nafn sitt við þessar breyting­ ar, sem væri væn fjöður í hatt­ inn, og meirihlutinn að sjálf­ sögðu ekki tilbúinn að gefa þá fjöður eftir, þegjandi og hljóðalaust. Svarthöfði skal setja þetta fram á einfaldari hátt. Allir sammála um að breytingarn­ ar þurfi að gera og gera þær nokkuð hratt. Hins vegar vilja allir fá heiðurinn af því. Forseti Alþingis, Steingrím­ ur J. Sigfússon, tók svo á sig hlutverk leikskólakennarans (eða reyndi það) í þessum að­ stæðum og skammaði með­ limi velferðarnefndar fyrir að opinbera meint trúnaðarmál frá lokuðum nefndarfundi á Alþingi með þessum hætti. „Skamm, skamm, svona ger­ ir mað ur ekki. Maður ræðir svona sín á milli en ekki á Al þingi,“ sagði hann, nánast orð rétt, þó að Svarthöfði leyfi sér smá umorðun. En að sjálf­ sögðu beindi Steingrímur orð­ um sínum helst til minnihlut­ ans. Enda honum ekki stætt á að gagnrýna eigin liðsmenn. Djöfull getur þessi sand­ kassa leikur verið þreytandi fyrir fólk eins og Svarthöfða. Til hvers yfir höfuð að leyfa minnihluta á þingi ef það er ekki séns í helvíti að hann komi nokkrum málum í gegn, hversu góð sem þau eru? Virðist þarna engu skipta að minnihlutinn er kominn á þing með viss at kvæði að baki sér. Nei, það virðist vera óskrifuð regla að minni hlutann skuli í öllum tilvikum skilja út und­ an, eða að minnsta kosti leyfa honum ekki að ver’ann. Alþingi er bara uppfullt af jakkafataklæddum leikskóla­ börnum, sem rífast um hver fær að vera fyrstur og hver fær að vaka lengst. Öllu máli skiptir hver fær að skrifa nafnið sitt fyrstur á eitthvert jakkafataklætt blað. Á meðan er hlutabótaleiðin enn gölluð, með allri þeirri áhættu sem því fylgir. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Tíkin í teygjubuxunum A f hverju er svona stutt í gagnrýnina hjá manni? Nú tala ég bara fyrir sjálfa mig og tel ég mig ágætis manneskju svona almennt. Eftir að hafa lesið viðtalið við Gurrý og rifjað upp þá óvægnu gagn­ rýni sem hún varð fyrir fór ég að hugsa til lokaritgerðarinnar minnar í verkefnastjórnun sem bar heitið Kynbundinn samskiptastíll á vinnustað, hvað er í gangi? Þar tók ég fyrir vinnustaðamenningu og mis­ munandi samskiptastíl karla og kvenna. Í ljós kom samkvæmt mínum rannsóknum að konur eru gjarnan fljótari að grípa til munnlegra árása. Ástæður þess kunna að vera margar og ef litið er til þróunarsögunn­ ar þurftu konur að gera hvað þær gátu til að halda sér á lífi og hugsa um börnin sín og gátu því síður rokið út með sverð og höggvið mann og annan. Karlarnir voru meira í því og skiluðu sér seint og illa og því lá það á herðum konunnar að halda sér heima og – á lífi. Þessi lenska að leyfa sér að tala aðra niður, mun oftar með því móti sem viðkomandi myndi aldrei gera beint við manneskjuna og meinar þar af leiðandi ekki fyllilega – nær einnig inn á vinnustaðinn og hefur áhrif á framgöngu okkar kvenna þar. Kyn­ bundinn samskiptastíll mótast frá fyrsta degi barns. Konur læra að fá útrás fyrir óánægju sína með öðrum hætti en karlmenn sem til lengdar skilar þeim ef til vill hljóðlátari leiðum til að útrýma keppinautum. Stóra vandamálið virðist þó vera, samkvæmt mínum fyrri athugunum, að konur eyða of mikilli orku í að keppa sín á milli og senda ósýnilegar sprengjur. Þær gefa því eftir fjölda tækifæra með því að ein­ blína um of á kynsystur sínar þegar verið er að keppa um störf. Tökum dæmi. Það eru fimm sæti í framkvæmdastjórn. Í öllum sætum nema einu eru konur. Af hverju eru konur líklegri til að keppa um „konusætið“ og gefa eftir hin fjögur? Staðreyndin er nefnilega sú að öll störfin eru í boði, ekki síst nú þegar fyrir­ tækjaheimurinn kallar eftir meiri tilfinningagreind og kvenlægum kostum í rekstri fyrirtækja. Því er að mínu mati mikilvægt að stækka samkeppnismengið og að konur líti til kynsystra sinna sem samherja. Það hefur gagnast körlunum vel. Nú er komið að okkur. Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Facebook, orðar þetta vel þegar hún segir að það verði allir að venjast kvenkyns stjórnendum, ekki síst þeir sjálfir! Og til þess þurfa samskipti milli kynjanna á vinnustað að breytast en ekki síður milli kvenna. n UPPÁHALDS Eva Einarsdóttir kynningar­ stjóri hefur verið grænkeri til margra ára. Þetta eru fimm uppáhaldsveitinga­ staðir hennar á Íslandi. „Það er svo gaman að sjá hvernig flóran í matar- menningu hefur dafnað síð- ustu ár. Og sem grænkeri til margra ára sé ég að úrvalið hefur aukist til muna, ekki bara hnetusteik og salat- blað í boði. Það er erfitt að velja en hér eru uppáhalds. Verð líka að hrósa þeim fyrir flotta þjónustu og að- lögun á Covid-tímum.“ 1 Coocoo’s Nest Coocoo’s Nest er í miklu uppáhaldi, hvort sem það er hádegisdeit með vinkonu, bröns um helgar með fjöl­ skyldu eða drykkur og pitsa á virkum degi með eigin­ manninum. Og þau eru með besta súrdeigsbrauðið, það er bara þannig. Og svo kaupi ég líka gjafir og blóm þar. 2 Sumac Sumac er svona meira spari í mínum huga. Hentar bæði fyrir rómantískt deit og til að fara með góðum vinum. Frábær þjónusta og dásam­ legur grænkeramatur. 3 Mathallirnar Ég elska mathallirnar á Granda og á Hlemmi og verð þá sérstaklega að nefna staðinn Skál sem er með frá­ bæra rétti fyrir grænkera. Get ekki beðið eftir að þar verði opnað aftur. 4 Vínstúkan Fyrir vinkonuhitting elska ég Vínstúkuna, æðisleg nátt­ úruvín, fáir en góðir réttir og stemningin skemmtileg en um leið heimilisleg. 5 Matbar Ég hef oftar en einu sinni farið á Matbar og þá farið í svona „ferð“, fengið nokkra ólíka rétti og þá hefur verið lítið mál að fá alla réttina vegan og svo er hverjum rétti fylgt úr hlaði, oft frá sjálfum kokkinum sem kemur og spjallar. Á undan eða á eftir er nauðsynlegt að fá sér drykk á Röntgen, klikkaðir kokteilar og besta stemningin. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Þetta er stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem tók sæti á Alþingi. Hún eyddi líklega ekki miklum tíma í að baknaga samferðakonur sínar. MYND/STEFÁN VEITINGASTAÐIR 2 EYJAN 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.