Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 14
15. MAÍ 2020 DV14 FRÉTTIR
NÝIR OG SPENNANDI VEITINGA-
STAÐIR OPNAÐIR UM BORG OG BÆ
Þrátt fyrir að flest veitingahús
landsins hafi verið lokuð um
þó nokkurt skeið eru fjölmargir
veitingamenn landsins brattir.
Með hækkandi sól er tekið úr
lás og ný veitingahús líta jafnvel
dagsins ljós. Það stefnir því allt í
gómsætt sumar.
DUCK & ROSE VIÐ AUSTURVÖLL
Ari Thorlacius, framkvæmdastjóri Duck & Rose,
vinnur nú hörðum höndum, ásamt góðum hópi fólks,
að því að berja saman síðustu breytingarnar á gamla
Café París við Austurvöll. Stefnt er á að nýi staðurinn
verði opnaður í lok maí en matargerðin er undir
frönskum og ítölskum áhrifum.
„Við verðum með andarétti í aðalhlutverki. Bæði
sem forrétti, aðalrétti og smárétti. Á seðlinum
verða líka gourmet-pitsur með spennandi áleggi og
skemmtilegum ostum.“ Matargerðin verður því mjög
fjölbreytt en matseðillinn samanstendur einnig af
bláskel, humri, ostum og steikaúrvali, svo fátt eitt sé
nefnt. „Milli tíu og tólf verðum við með happy hour á
kokkteilum og rósakampavíni. Þá hækkar tónlistin og
það verður stemning.“
Rósahlutinn sem vísað er í í nafni staðarins,
skapast svo með rósakampavíni og rósavíni. „Við
stefnum á að skapa rósavínsstemningu hérlendis
með góðu rósavíni, en það er oft vanmetið,“ segir
Ari. Rósavín er ákaflega vinsælt víða erlendis og er
til dæmis mjög vinsælt í Frakklandi og þá sérstaklega
yfir sumartímann.
Ari segir hönnun staðarins verða gífurlega flotta og
grípandi. „Hanna Stína innanhússarkitekt hefur verið
okkur innan handar. Það er erfitt að sameina margar
hugmyndir og Hanna Stína kom þar sterk inn með
alla sína reynslu. Hennar innlegg hefur verið okkur
dýrmætt.“ Hanna Stína Ólafsdóttir er einn vinsælasti
innanhússarkitekt landsins og þekkt fyrir skemmti-
legar litasamsetningar og speglanotkun.
„Við erum að sérpanta rósamosavegg frá Ítalíu
sem verður mjög flottur. Þetta verður mjög mynd-
vænn staður,“
segir Ari, en staðurinn verður opinn frá hádegi alla
virka daga og mun útisvæðið án efa verða vin-
sælt, enda ófáir Íslendingar sem venja komur sína á
Austurvöll á sumrin. Á kvöldin breytist staðurinn svo
að öllum líkindum í Instagram-væna kokkteilparadís.
SJÁLAND – GARÐABÆ
Sjáland er þriðji veitingastaðurinn í Garðabæ ef mötuneyti landsins,
Ikea, og Mathús Garðabæjar, sem bæði eru mjög vinsæl, eru talin með.
Nú geta Garðbæingar glaðst enn fremur því þriðji staðurinn skartar
stórkostlegu útisvæði sem allar líkur eru á að verði smekkfullt af
hressum Garðbæingum í sumar. Staðurinn var upprunalega opnaður
sem veislusalur en er nú kominn á fullt skrið sem veitingahús líka og
lofa staðarhaldarar góðu sumri á pallinum en þaðan geta gestir notið
stórbrotins útsýnis yfir Arnarnesvoginn. Matargerð staðarins sam-
einar nútíma norræna matargerð og ítalska flatbökuhefð. Þar er einnig
að finna eitt stærsta ginsafn landsins. Hönnun staðarins var meðal
annars í höndum Inga Más Helgasonar í Lumex en ljós og lýsing skipa
þar stóran sess.
BEYGLUR OG BUBBLUR – LISTASAFNI ÍSLANDS
Beyglur og bubblur er nýtt kaffihús í Listasafni
Íslands. Að verkefninu standa tvö pör og miklir
fagurkerar sem eiga það sameiginlegt að elska
góðan og fallega fram settan mat – en það eru
þau Jón Haukur Baldvinsson, Kolbrún Pálína
Helgadóttir, Jóel Salómon Hjálmarsson og
María Fortescue.
Tvö ár eru síðan kaffihús var síðast starfrækt
í húsinu og ætla fjórmenningarnir sér því að
láta hjartað slá á ný með bæði góðum mat og
ýmsum uppákomum. Einnig verður stefnt að því
að opna útisvæði með veitingasölu á góðviðris-
dögum í sumar.
„Við erum einstaklega spennt að takast á
við þetta verkefni en við höfum sett saman
skemmtilegan matseðil undir nafninu
bubbl ur og beyglur sem okkur fannst passa
þessu listræna umhverfi mjög vel. Um er að
ræða nýbakaðar beyglur með fjölbreyttu
áleggi og mikið úrval freyði- og kampa-
víns. Einnig verður hægt að fá kökur, kaffi
og ýmislegt fleira,“
segir Kolbrún Pálína um stefnu staðarins.
MYND/SIGTRYGGUR ARI
MYND/SIGTRYGGUR ARI
MYND/ERNIRMYND/ERNIR