Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 39
SPORT 433 39DV 15. MAÍ 2020 Það stóð ekki til að fara þarna út og svo kom þetta upp, að ég var tæpur og stutt í leik, þá var alveg eins gott að gefa mér pásu. Hann vildi leysa þetta og sparkaði í rassinn á mér og sagði mér að fara. Það hefði vissulega verið fínt að því hefði verið haldið á lofti, Óli er stórkostlegur karakter og týpa.“ Stórmót væri heppilegur tímapunktur til að hætta Hannes hefur varið mark ís- lenska landsliðsins á meðan liðið hefur blómstrað og þjóðin hefur heillast. Hannes er 36 ára gamall og hefur velt því fyrir sér hvenær hann hættir að leika með landsliðinu. Tímapunkturinn gæti komið á næsta ári. „Það verður að viðurkenn- ast að stórmót er heppilegur tímapunktur að hætta, ef við komumst þangað. Ef við kom- umst á þriðja stórmótið er það stórkostlegur árangur fyrir Ísland, að vera partur af slíku væri algjört ævintýri. Maður skoðar það þá, það er pottþétt að allir eru að fara að gefa allt í þetta, til að komast inn á þetta mót. Hvort ég hefði hætt í sumar eða ekki, veit ég ekki. Ég er alltaf eitthvað að hugsa og plana framtíðina og það getur alveg verið að það hefði farið þannig. Það kemur alltaf tími á kynslóðaskipti, ég er með tvo frábæra mark- menn á eftir mér. Ég ætla að halda mér í þessu liði fram yfir Evrópumótið og svo tekur maður stöðuna.“ Til að Hannes haldi sæti sínu í landsliðinu þarf hann að blómstra með Val og hann er spenntur fyrir nýjum tím- um þar. Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari liðsins og bjartsýni ríkir á Hlíðarenda. „Það gengu allir út úr síð- asta tímabili með sært stolt og eru staðráðnir í að bæta upp fyrir það, allt sem gat farið úrskeiðis á síðustu leiktíð, fór úrskeiðis. Tímabil sem situr eftir með leiðindaminningar og það eru allir sammála um það. Það eru allir staðráðnir í að snúa við blaðinu.“ Kærkomið frí frá fótbolta Íslenski boltinn fer af stað 13. júní en Hannes og aðrir íþróttamenn voru settir í frí vegna kórónaveirunnar. Mikið álag og áreiti hefur verið á Hannesi síðustu ár og hann tók fríinu fagnandi. „Ég viðurkenni að þetta var öðruvísi frí en ég hef fengið, ég fékk að taka mér mánuð í frí eftir landsleikina í nóvem- ber. Ég fékk mikið að heyra það frá liðsfélögum mínum, af því að þeir voru byrjaðir að æfa. Það er ekki tekið mikið til- lit, ég er búinn að vera mjög mikið á keyrslu og með fótinn á bensíninu síðustu ár. Ég var að skipta um deildir sem stangast á, fara úr sumardeild í vetrardeild og öfugt. Þó að maður hafi fengið einhver frí hér og þar, þá er það öðruvísi. Þetta var í fyrsta skipti sem maður gat slakað alveg á, það var bannað að gera hluti. Maður gat verið afslappaður og virkilega hlaðið batteríin.“ Einn færasti leikstjóri þjóðarinnar Frá unga aldri hefur Hannes mundað myndavélina og gert það gott sem leikstjóri sjón- varpsþátta og auglýsinga. At- vinnumennirnir okkar, Manna- siðir Gillz og fleiri þættir hafa verið í umsjón Hannesar. Hann hefur svo framleitt auglýsing- ar fyrir stór fyrirtæki. „Ég er byrjaður að daðra við þann bransa aftur, ég hef verið að vinna töluvert frá því að ég kom heim, án þess að flagga því. Ég er kominn á gott skrið, síminn hringir og það er nóg að gera. Ég gæti farið á fullt í það en fótboltinn er í forgangi og maður má ekki gleyma því, það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér gengur oft vel þegar ég er að gera bæði, styður við hvort annað. Ég gerði aug- lýsingu rétt fyrir HM í Rúss- landi, það gekk vel. Mér finnst gaman að vera í báðu,“ sagði þessi geðþekki knattspyrnu- maður þegar við höfðum klár- að kaffibollann og fórum hvor í sína áttina af þessari fjölförnu bensínstöð. n Það er þórðargleði þegar hlutirnir ganga ekki upp, þó ég sé ekki sammála sleggju- dómum. Heimkoma Hannesar hefur ekki gengið eins og í sögu en fyrsta tímabil hans með Val var erfitt. MYND/SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.