Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 36
S porðdrekinn Emmsjé Gauti er bráð spá-konunnar að þessu sinni. Lúna Fírenza, spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin fyrir hann. Það er alltaf mikil orka sem fylgir Sporðdrekum. Þeir eru kröfuharðir og ákveðnir sem hjálpar þeim að vegna vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sporðdrekann má alltaf stóla á þegar eitthvað bjátar á, hann er tilfinningavera og miklu mýkri en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu kynni. Sporðdrekinn gleymir aldrei hrósi en heldur ekki lasti. Hamingjuhjólið Lykilorð: Velgengni, karma, lífsferill, örlög, vendi- punktur Hamingjuhjólið biður þig um að gefa þér stund til að endurspegla líf þitt og hugsa um þau augnablik sem virtust þýðingarlítil en höfðu eftir á að hyggja mikil áhrif á hvaða braut þú valdir þér og mótuðu hver þú ert í dag. Þegar maður áttar sig á afleiðingum gjörða sinna, bæði góðum og slæmum, þá fyrst skilur maður hvað maður hefur mikla stjórn. Þú skapar þitt líf. Ákveðinn kraftur fylgir því að átta sig á því. Nía í sverðum Lykilorð: Kvíði, áhyggjur, eftirsjá Ekki láta þér bregða of mikið við þetta spil því þetta er bara tækifæri til að vaxa innra með þér. Mögulega er einhver ótti, kvíði eða eftirsjá sem heldur aftur af þér. Maður á það til að staðna ef maður gerir ekki upp ákveðin mál. Það er gott að þetta spil komi upp til þess að hvetja þig að taka á þessum málum og huga að andlegri líðan og gera upp gömul særindi sem fylgja þér. Bæði það að biðjast fyrirgefningar og að fyrirgefa öðrum hefur ótrúlegar afleiðingar. Dómurinn eða Fönix Lykilorð: Endurfæðing, innri köllun, frelsun, uppgjör Ansi magnað lokaspil. Spilið sem ég sé er Fönix, fugl- inn sem rís úr eldinum. Þetta spil er táknrænt fyrir það sem koma skal og þann lærdóm sem mun frelsa þig og færa þig upp á nýja og hærri tíðni. Það er mikil orka í þessu spili og það segir okkur að þú munt uppskera fyrir þá vinnu sem þú hefur lagt inn. Góður tími til þess að setja sér nýjar áskoranir, skrifa niður markmið og óskir. Kosmósið er að hlusta. Andleg vakning bankar upp á á næstunni og þú færð tækifæri til að endur- skapa þig ekki fyrir neinn annan en sjálfan þig. Skilaboð frá spákonunni Út með þig – njóttu hækkandi sólar og skelltu þér í hvíta skó. Það er allt á uppleið. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Emmsjé Gauti Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Andaðu áður en þú æsir þig og teldu upp að 10, það borgar sig. Gefðu þér smá tíma til að kjarna þig og þá muntu ráða betur við aðstæður. Þú finnur það í vinnu og heima við að allt einhvern veginn gengur upp. Meira að segja börnin hlusta á þig, sem þér finnst örlítið grunsamlegt! Naut 20.04. – 20.05. Nú máttu bretta upp ermarnar því ný verkefni laðast að þér. Þú ert líka komin/n í skipulags- stuð þannig að þetta gæti verið góð vika til þess að skipuleggja ferðalagið innanlands í sumar, „glamping” gæti alveg bætt upp fyrir Tenerife-ferðina. Tvíburar 21.05. – 21.06. Eitthvað sem þú sást fyrir þér gengur ekki alveg upp, en ekki örvænta. Nýjar dyr munu opnast. Þú sérð það ekki núna en kos- mósið mun bæta þér þetta upp mjög fljótlega með jafnvel enn betri útkomu. Krabbi 22.06. – 22.07. Báchicka bábáw! Þú ert í sexí stuði þessa vikuna og nýtur þess að fá meiri athygli en venjulega. Nýttu orkuna til að krydda hlutina með núverandi eða fara á blinda stefnumótið sem félagi þinn var að tala um. Út fyrir þægindaram- mann – koma svo, haffa gaman! Ljón 23.07. – 22.08. Gefðu þér tíma til að tengjast aftur vinaböndum. Þú þarft á því að halda. Taktu upp símann, spjallaðu og planaðu vinahittinga. Ágætis tími til að sjá fyrir sér ný markmið og skrifa niður óskir og drauma. Þetta verður einstaklega skemmtilegt sumar fyrir Ljónið! Meyja 23.08. – 22.09. Elsku hógværa Meyjan okkar. Fólk á þessari plánetu les ekki hugsanir, því hvetjum við þig til að bæði hugsa upphátt og gera kröfur. Þetta litla mál í hausnum á þér hljómar miklu stærra en það er og þú munt sjá það strax á við- brögðum annarra. Vog 23.09. – 22.10. Það er nú ekki sjaldan sem þig dagdreymir og nú áttu næstum því erfitt með að sofna því hausinn er á flugi. Þú ert tilbúin/n fyrir þessa nýju orku sem flæðir til þín. Taktu henni opnum örmum og sjáðu öll tækifærin. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Það er styrkur að sýna veikleika og það er það sem þú þarft að æfa þig í. Þú ert ekki ein/n og þetta verður allt í lagi svo lengi sem þú lofar sjálfri/um þér að dvelja í þessari tilfinningu. Sjá hana og hlusta í stað þess að bæla hana niður. Þannig kemstu á rétta braut. Bogmaður 22.11. – 21.12. Ókei, rómansvikan búin og tími til að bretta upp ermarnar. Það er, þótt þú trúir því ekki, enn eitt verkefnið að detta til þín – nýtt atvinnutækifæri í eigin rekstri og spilin eru þér hliðholl þannig að nú er tíminn. Steingeit 22.12. – 19.01. Það er rótgróið hjá þér að þurfa aukna athygli til að bæta upp fyrir öll þau ár sem jólin stálu athyglinni frá þeim merkisdegi þegar þú fæddist! Og það er allt í lagi. Tilvalin vika til þess að gleðja sjálfa/n þig með vinamatarboði þar sem þú syngur afmælissöng- inn lágt fyrir sjálfa/n þig. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þú ert ólm/ur í að finna þér nýtt áhugamál og ert farin/n að leita þér að kajak í Facebook-hópum og spyrja vini þína hvort enginn spili tennis lengur. En hvað sem þú ákveður þá muntu finna þig knúna/inn til þess að kaupa ALLT sem tengist nýja áhugamálinu. Fiskur 19.02. – 20.03. Nú ferðu að vakna til lífsins. Hvatvísi og áhrifagirni munu ein- kenna þig þessa vikuna þannig að ég myndi vanda valið á þeim sem þú umgengst áður en þú klippir allt hárið eða rankar við þér í ein- hverri furðulegri en skemmtilegri lífsreynslu. Æ, láttu bara vaða, þetta verður góð saga eftir á! Vikan 15.05. – 21.05. Svífandi um á bleiku skýi Eignuðust sitt annað barn MYND/ANTON BRINK stjörnurnarSPÁÐ Í L eikarinn og skemmtikrafturinn Steindi Jr. og Sigrún Sigurðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, eignuðust sitt ann- að barn á dögunum. DV fannst því kjörið að líta í stjörnumerkin og sjá hvernig þau eiga saman. Sambönd milli eldmerkis og loftmerkis eru venjulega mjög kraftmikil og er samband Vog- arinnar og Bogmannsins engin undantekning. Bæði merkin þrífast á því að fullnægja hvort öðru í svefnherberginu og sjá hvort annað ná árangri utan veggja heimilisins. Þau elska stöðugleikann í langtímasambandi og öryggið sem það gefur þeim. Um leið og þau skuldbinda sig hvort öðru er ekki aftur snúið. Vogin og Bogmaðurinn eru bæði ævintýra- gjörn en Bogmaðurinn er hrifnari af ferða- lögum á meðan Vogin er heimakærari. Aðaláskorun þeirra er að byggja upp traust. Þó svo að Bogmaðurinn sé gerður fyrir lang- tímasamband á hann til að breyta skyndilega um stefnu ef eitthvað er ekki að ganga upp. Þetta getur gert Vogina stressaða og óörugga. Til að róa taugar Vogarinnar þarf Bogmaður- inn að beina athyglinni að henni. n Steinþór Hróar Steinþórsson 9. desember 1984 Bogmaður n Örlátur n Hugsjónamaður n Húmoristi n Óheflaður n Óþolinmóður n Ósamvinnuþýður Sigrún Sigurðardóttir 4. október 1989 Vog n Málamiðlari n Samstarfsfús n Örlát n Félagsvera n Óákveðin n Forðast deilur MYND/VALLI 36 STJÖRNUFRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.