Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 11
Fjarfundartímar í samkomubanni Yama er lítil og persónuleg stöð á annarri hæð við Ár- múla. Gurrý býður þar upp á alhliða þjálfun enda var hug- myndin að önnum kafið fólk gæti í einum og sama tím- anum fengið styrktaræfingar, þolþjálfun og slökun. „Þetta hefur gengið vonum framar og ég held að ég hafi hitt naglann á höfuðið með þessari uppsetningu. Litlir hópar mæta ýmist tvisvar eða þrisvar í viku í fjölbreytta tíma, sem nánast aldrei eru eins. Þetta er dýrara en á stóru stöðvunum en þjónust- an meiri. Stærsti hluti þeirra sem byrjuðu hjá mér í haust er enn að æfa á stöðinni og alltaf einhver á biðlista,“ segir hún. Þetta ár hefur þó verið áskor- un fyrir þá sem reka líkams- ræktarstöðvar, enda þurfti að loka þeim öllum fyrir um tveimur mánuðum vegna CO- VID-19. „Ég var mjög stressuð yfir því hvernig þessar lokanir færu með fyrirtækið. Margir sem ég hef verið að þjálfa fylktu sér þá á bak við mig og eiginlega kröfðust þess að borga áfram til að fyrirtækið gæti lifað. Þetta sleppur fyrir horn þeirra vegna og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Í staðinn fengu þau aðgang að heimaæfingaáætlunum í fjarþjálfun og svo sendi ég út fjartíma þrisvar á dag í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þetta mæltist vel fyrir og margir drógu bara alla fjöl- skylduna með á æfingar. Eftir páska varð þó ljóst að fólk var hratt að missa áhugann, enda ekki kjörað- stæður að æfa á stofugólfinu með krakkana í kös rekandi hausinn í sófaborðið. Ég reikn- aði með að mega opna 4. maí eins og hárgreiðslustofur, nuddarar og fleiri, en þurfti enn og aftur að hugsa stand- andi og hannaði þá æfingar sem framkvæmdar voru úti í sjö manna hópum. Fólk var eins og beljur að vori, í gleðikasti yfir því að komast út að æfa, og er ég mjög stolt af því hversu dug- leg þau voru að hreyfa sig meðan allt var lokað.“ Væri til í eina seríu til viðbótar Meðal þeirra sem eru að æfa hjá Gurrý eru Agla Steinunn Bjarnþórudóttir, sem stóð uppi sem sigurvegari í seríu 3 af Biggest Loser Ísland, og Arna Vilhjálmsdóttir, sem sigraði í seríu 4. „Arna leysti mig meira að segja af einu sinni þegar ég var lasin,“ segir Gurrý. „Þær eru vinir mínir og hafa kennt mér mjög mikið. Ég er búin að þjálfa þær svo lengi að þær eru hluti af lífi mínu. Þátttaka í stóru verk- efni eins og Biggest Loser hef- ur auðvitað stóra kosti. Ég hef eignast trausta vini, stækkað tengslanetið og öðlast dýr- mæta reynslu. Biggest Los er var skemmtileg áskorun. Ég er með gríðarlegt keppnisskap og hefði stundum mátt slaka aðeins á – en þetta var nátt- úrulega keppni.“ Gurrý segist meira en til í að þjálfa í einni seríu til við- bótar, ef boðið kæmi. „Já, og í dag hefði ég vit á að taka gagnrýnina ekki jafnmikið inn á mig. Ég er orðin stærri og betri manneskja, og örugg- lega betri þjálfari.“ Venjuleg kona með falleg ör Þeir sem ekki þekkja Gurrý hafa af henni ákveðna ímynd sem hún vill gjarnan hrista af sér. „Fólk er spurt: „Guð, hvernig þorir þú að æfa hjá henni?“ Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur. Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún og hlær. „Ég læt fólk alveg gera erfiðar æfingar, en það er því ég geri ráð fyrir að fólk sé að borga mér fyrir að hjálpa sér að ná árangri. En ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum.“ Spurð um hverjar hún telji ástæður þess segir Gurrý af sinni alkunnu hreinskilni: „Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp ein- hverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auð- vitað er það stundum óþægi- legt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er, og legg mig stöðugt fram við það sem ég geri best. Ég veit að skoðanir annarra skil- greina mig ekki og ég þarf ekki að hafa skoðanir á skoð- unum annarra. Ég hef verið að æfa mig í því.“ Samstæð nærföt í sundi Hún segir það hafa verið ákveðið þroskaferli að verða opinber persóna. „Ég er mjög prívat manneskja og mér fannst óþægilegt þegar ég upplifði að fólk væri að horfa á mig úti á götu og fór í mikla vörn. Þegar ég fór út í búð passaði ég að versla bara sjúk- lega hollt, því ég vildi ekki að fólk sæi mig með óhollan mat í körfunni, hvað þá sæi mig í ósamstæðum nærfötum í sundi. Sem betur fer er ég ekki lengur á þessum stað. Ég er bara venjuleg mann- eskja; stundum pínu skrýtin, stundum pínu ofvirk, stund- um ofsalega þreytt. Stundum nenni ég ekki á æfingu en fer samt. Ég er mjög þakklát fyrir það tækifæri sem ég fékk í Biggest Loser og held að ég hafi líka verið búin að vinna fyrir því. Ég var búin að þjálfa í mörg ár og fólk vissi að það væri hægt að treysta á mig, þó ég rífi stundum kjaft og segi eitthvað sem aðrir þora ekki að segja,“ segir hún og kímir. Þættirnir Biggest Loser voru sagðir ala á fitufordóm- um og Gurrý hefur sjálf feng- ið harkalega gagnrýni í þá veru. „Mér fannst þetta pínu fyndið því þetta er svo langt frá sannleikanum. Þetta er raunar eitt af því sem snerti mig ekki neitt. Ég stend á gólf- inu allan daginn að vinna með fólki sem er í ofþyngd. Ef ég væri með fitufordóma þá væri ég líklega að vinna við eitt- hvað annað. Það var lítið vægi í þessum orðum, að mínu mati, því þetta var bara rangt.“ Hún segist í raun þakklát fyrir þá reynslu sem hún fékk við að takast á við opinbert mótlæti. „Allir erfiðleikar herða mann, ef fólk kemst í gegnum þá. Ég myndi samt ekki vilja hafa skrifað um einhvern á netinu eins og fólk skrifaði um mig. Ég myndi ekki vilja hafa slík skrif eftir mig á Inter- netinu,“ segir hún og vísar til þess að orð hafa afleiðingar. Óttaðist að mistakast Gurrý hafði lengi stefnt að því að opna eigin stöð, en óttaðist lengi vel að mistakast. „Ég var hrædd við þetta. Annars hefði ég verið búin að opna eigin stöð fyrir löngu. Ætli þetta undirstriki ekki að ég sé bara venjuleg kona. Við viljum alltaf hugsa allt í þaula, plana og skipuleggja og reyna að sjá allt fyrir fram. En í fyrrahaust var auðvitað ekki gert ráð fyrir alheims- faraldri í mínum plönum. Við þurfum að treysta á þekkingu okkar og reynslu. Bara leggja af stað og láta reyna á hlutina, ef við brennum sterkt fyrir einhverju. Það kostar blóð, svita og tár að vinna að eigin hugmyndum, en er svo mikils virði. Pabbi á og rekur Gítarskóla Reykjavíkur og hann var bú- inn að segja við mig að það jafnaðist ekkert á við að vera sinn eigin herra. Mamma og pabbi hafa alltaf verið rosa- lega hvetjandi og sagt mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég fékk að gaurast áfram eins og ég vildi og þau reyndu aldrei að setja mig í neitt box. Ég var ofvirkur krakki og of- virk stelpa í þokkabót, en þau leyfðu mér alltaf að fá mína útrás. Núna fæ ég þessa útrás í þjálfuninni.“ Hún er mikil fjölskyldu- manneskja og hittist öll stór- fjölskyldan vikulega, yfir- leitt í lambalæri, heima hjá foreldrum hennar á sunnu- dögum. „Við hittumst mikið og mér þykir vænt um það. Síðan ég flutti að heiman höf- um við alltaf borðað saman í hverri viku. Núna á tímum sam komu banns áttar maður sig betur á því hvað skiptir mestu máli.“ Gurrý á þrjá stráka, en þann elsta sem er 22 ára eignaðist hún aðeins 18 ára. Miðdreng- urinn er að verða 18 ára og sá yngsti að verða 12. „Ég held að okkur pabba þeirra hafi bara tekist vel til. Þeir eru ólíkar persónur en hver og einn að standa sig vel í sínu. Þeir eldri eru mjög sjálfstæðir og á fullu að sinna sínu en við eigum okkar gæða- stundir. Það er fátt betra en að taka kósíkvöld, horfa á mynd og borða nammi. Sjálf er ég svo alltaf að reyna að ein- falda lífið. Æfa mig í að hafa færri bolta á lofti, og fæ rými til þess aðra hverja viku þegar strákarnir eru ekki hjá mér. Við fjölskyldan erum annars mjög dugleg að ferðast saman Sumir eru bara fífl. FRÉTTIR 11DV 15. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.