Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV Í dag skiptir álit annarra mig ekki máli því ég veit hver ég er. Ég hef gert flotta hluti og hjálpað fjölda fólks að ná árangri. Ég tók þátt í að byggja upp næststærstu líkamsræktarkeðju á Íslandi þegar ég starfaði hjá Reebok Fitness og ég gerði það mjög vel. Ég hef tekist á við mótlæti og er orðin sterkari persóna. Ég er stolt af því sem ég hef áorkað,“ segir Guðríður Torfa­ dóttir, betur þekkt sem Gurrý. Hún hefur um tuttugu ára reynslu sem líkamsræktar­ þjálfari og varð þjóðþekkt sem þjálfari í íslensku raun­ veruleikaþáttunum Biggest Loser. Þar var máluð upp mynd af Gurrý sem algjörum nagla en mörgum þótti hún heldur hörð og beinskeytt við þátttakendur og varð hún fyrir mjög óvægnum árásum á netinu. Gurrý var framkvæmda­ stjóri líkamsræktarstöðva Reebok Fitness frá opnun og til ársloka 2017, þegar hún var komin í algjört kulnunar­ ástand, bæði út af vinnuálagi og hömlulausri persónulegri gagnrýni á opinberum vett­ vangi. Í haust lét hún gamlan draum rætast og opnaði eigin stöð, Yama heilsurækt. Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er alltaf kölluð, segist hafa þroskast mikið síðustu ár og vera nú orðin bæði sterkari per- sóna og örugglega betri þjálfari. Ég er passlega næs Gurrý segir að sé hún þreytt, þá noti hún það trikk að fara fyrst í sturtu og klæða sig síðan í æf- ingagallann. MYNDIR/ SIGTRYGGUR ARI Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.