Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 19. JÚNÍ 2020 DV
Áslaug Arna
varð ung mjög
ábyrg og
sjálfbjarga.
MYND/VALLI
Óhrædd við
að hrista upp
í hlutunum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
verður þrítug í nóvember. Þrátt fyrir ungan aldur
eru afrek hennar mörg og mikil.
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Á slaug er uppalin að mestu í Ártúnsholtinu og er dóttir Kristínar
Steinarsdóttur kennara og
Sigurbjörns Magnússonar
hæstaréttarlögmanns. Móðir
Áslaugar Örnu lést fyrir átta
árum úr krabbameini og er
fjölskyldan mjög samrýnd.
Áslaug er miðjubarn. Bróðir
hennar Magnús er fæddur
1987 og yngri systirin Nína
Kristín er fædd 1993.
Áslaug varð snemma mjög
ábyrg og sjálfbjarga. „Ég var
alin upp til að vera mjög sjálf-
stæð. Systir mín þurfti mikla
athygli vegna fötlunar sinnar
og ég þurfti því að vera sjálf-
stæðari fyrir vikið og stóð
eftir sterkari. Foreldrar mín-
ir pössuðu alltaf upp á mig og
veittu mér athygli, en ég fékk
að hafa fyrir hlutum og það
er ekki neikvætt.“
Áslaug er lögfræðingur
að mennt, en vann hin ýmsu
störf meðfram námi. Hún fór
fljótlega að starfa í kringum
hesta en foreldrar Áslaugar
voru mikið hestafólk og
heldur hún enn mikið upp á
hestamennsku og fer á bak
með föður sínum þegar tæki-
færi gefst. Hún starfaði sem
blaðamaður á Morgunblaðinu
í tvö ár með skóla og sem lög-
reglumaður á Suðurlandi,
sem er krefjandi starf fyrir
unga manneskju, en ekkert
getur sagt til um hvernig spi-
last úr deginum á vakt.
„Lífsreynsla mín fram
að þeim tíma hjálpaði mér í
starfinu, til dæmis að vera
skilningsrík í erfiðum að-
stæðum og geta sett mig í
spor fólks. Maður þarf að
leyfa sér að vera mannlegur
í þessu starfi þegar það á við.
Ég spurði til dæmis einu sinni
hvort ég mætti knúsa börnin,
ef mér fyndist það við hæfi í
erfiðum heimilisaðstæðum.
Svarið var já og mér sagt
að treysta dómgreind minni.
Lögreglumenn eru fyrst og
fremst í þjónustustarfi við
fólk.“
Háskólaárin nýtt í
að safna reynslu
„Markmiðið var ekki endi-
lega að komast inn á þing
svona snemma. Fyrir mér
voru stjórnmál alltaf spenn-
andi en ég sá frekar fyrir mér
að það væri eitthvað sem ég
færi í seinna á lífsleiðinni. Ég
sá fyrir mér að nýta háskóla-
árin til þess að fá fjölbreytta
starfsreynslu,“ segir Áslaug
sem gerði það svo sannarlega.
Hún hefur ekki valið sér
þægilega innivinnu síðustu
ár og hlýtur ansi oft að hafa
verið mjög andlega þreytt og
jafnvel hrygg eftir erfiðan
dag, þar sem tekið er á flókn-
um og viðkvæmum málum,
bæði sem lögreglukona og
nú sem dómsmálaráðherra.
„Maður lærir að takast á við
tilfinningar sínar og leyfa sér
að líða illa í stutta stund og
halda síðan áfram.“
Vopnleysið skapar traust
Sem dómsmálaráðherra er Ás-
laug æðsti yfirmaður lögregl-
unnar á Íslandi. Vopnaburður
lögreglumanna er reglulega
til umræðu, en lögreglan á Ís-
landi er almennt óvopnuð að
frátalinni kylfu og piparúða.
„Það er hennar aðalsmerki
að vera óvopnuð og leysa
málin án vopnaskaks. Hluti af
ástæðunni fyrir því hve mikils
trausts og stuðnings lögreglan
nýtur, er hversu hófstillt hún
er almennt séð í aðgerðum og
viðbrögðum sínum.“
Umræða um vopn sem eiga
ekki að valda mannsláti (svo
sem rafbyssur) hefur fengið
hljómgrunn meðal lögreglu-
manna, sem sumir hverjir
kalla eftir millistigi milli
kylfu og byssu. „Ég held að
sú nálgun, að lögreglan sé án
vopna, hafi skapað það mikla
traust sem hún nýtur og það
er ekki sjálfgefið að hún haldi
því trausti. Ekki stendur til
að breyta því verklagi sem nú
er varðandi vopnaburð lög-
reglunnar.“
Áslaug segir það alls óvíst
að það myndi skapa lögreglu-
mönnum meira öryggi í starfi
að auka vopnaburð og bendir
á að sérsveitin sé kölluð út
þegar grunur leikur á um að
hættustigið sé þess eðlis að
nauðsynlegt geti reynst að
grípa til vopna.
Þegar Áslaug tók við dóms-
málaráðuneytinu var mikill
órói innan lögreglunnar og