Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 2
2 21. febrúar 2020FRÉTTIR A tli Viðar Engilbertsson, fjöllistamaður sem sérhæfir sig í út- skurðarlist, skrifum og tónlist, hefur ekki átt sjö dag- ana sæla meirihluta ævi sinnar sökum eineltis og þunglyndis. Á bernskuárum lenti hann títt í hópárásum og hefur orðið reglulega fyrir aðkasti og minn- ingarnar erfiðu fylgt honum langa tíð og gera enn að hans sögn. „Ég fann út frá þessu fyrir sterkri þörf fyrir tjáningu. Ég hvarf úr vinnu sem ég var í á þeim tíma og hentist í sköpun, sem þá var útskurður úr mörgu. Ástarsorg átti jafnframt stóran þátt í þeirri þörf sem ég fékk til að skapa og átti sinn sess í þung- lyndinu að hluta til,“ segir Atli, en þess má geta að verk hans hafa verið sýnd meðal annars í Safnasafninu, Handverkshátíð- inni á Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit og alþjóðlegri textílsýningu á Kjarvalsstöðum. Atli lifir á örorkubótum og hef- ur aldrei ferðast út fyrir landstein- ana. Hann segir þó tilveruna hafa tekið vænan fjörkipp eftir að hann kynntist 49 ára konu að nafni Nelma Varona. Þau Atli, sem er sjálfur 58 ára, kynntust fyrir þremur árum í gegnum veraldarvefinn og hafa haldið stöðugum samskiptum síðan og náð góðri tengingu gegnum sameiginlegan áhuga á listsköpun. Nelma býr í San Antonio á Filipps- eyjum og hefur sjálf aldrei ferðast út fyrir þá eyju. Stóri draumur Atla er að safna peningum til þess að geta flutt út til Nelmu, veitt henni aðstoð og verið með konunni sem hann telur sig vita að sé hin eina rétta. Segir hann þetta samband hafa reynst gífur- legur aflgjafi í listsköpun hans enda hefur hann spreytt sig mikið að undanförnu í tónsmíðum þar sem Barry White hefur verið mikill inn- blástur, svo dæmi sé nefnt. Fyrrverandi engin fyrirstaða Þegar Atli er spurður hvort um ósvikna ást sé að ræða svarar hann því játandi umhugsunarlaust, þrátt fyrir að hann geri sér grein fyrir að sambandið eða kringumstæður þess gætu gefið til kynna að um ein- hvers konar svindl væri að ræða. Atli segist oft heyra sögur um fjar- sambönd þar sem annar aðilinn reynir að kúga peninga út úr hinum, en bætir við að raunin sé ómögulega sú í ljósi þess að Nelma biðlar til hans um að flytja til hennar. „Margar konur þarna fyrir austan leita til íslenskra karla til þess að komast til landsins og flýja eigin aðstæður, en ég neita að gefast upp,“ segir Atli. Þá hafði DV samband við Nelmu, sem segist lengi hafa beðið eftir að fá Atla til sín og kveðst vera spennt fyrir því að hitta hann. Þó er þolin- mæði hennar á þrotum sökum þess hversu langur tími hefur liðið frá því að þau kynntust. „Ef honum er alvara með að koma til Filippseyja, þá bíð ég að sjálfsögðu eftir honum,“ segir Nelma. „Biðin hefur verið löng og erfið.“ Blaðamaður vekur þá athygli á Facebook-reikningi Nelmu, þar sem birtar eru myndir af henni með öðrum karlmanni. Atli segist vera með- vitaður um þetta og hann kippir sér ekki upp við það. Þegar Nelma er spurð út í þessar myndir fullyrðir hún að ljósmyndirnar séu af henni og fyrrverandi maka hennar. Þá bætir hún við: „Þessar myndir verða fjar- lægðar um leið og Atli kemur.“ n sem ættu að kynna stigin fyrir Ísland á Eurovision Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sem hefur verið á vörum margra víða um heiminn gæti gert ýmislegt verra en að prýða skjáinn enn á ný fyrir hönd Íslands og þá með nýjum vinkli. Fengi Hildur að kynna stigin myndi það undirstrika sig- urgöngu hennar að undanförnu enn fremur og að auki hve landið okkar er lítið og krúttlegt. Sigga Beinteins Það myndi koma sér vel að láta Siggu Beinteins sviðs- ljósið eftir á ný þegar líður að úrslitum næstkomandi Eurovision-keppni. Sigga hef- ur, eins og flestir vita, húrrandi flotta nærveru, bæði í mynd og hljóði og myndi nostalgía margra fara á milljón ef hún færi á stjá sem kynnir til að tilkynna hvað í keppninni væri af eða á. Vilhelm Neto Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto hefur lengi átt þann draum að kynna stig Íslendinga í Eurovision- -keppninni. Hann hefur ekki farið leynt með það að keppn- in er hans hjartans mál og var meira að segja stofnaður undirskriftalisti árið 2018 til að hjálpa Vilhelm að láta þann draum rætast að kynna stigin. Herbert Guðmundsson Íslendingar myndu taka vel í það að sjá eilífðartöffara á borð við Hebba Guðmunds kynna stigin fyrir Ísland. Hvers vegna? Jú, því hér er maður sem kemur til dyranna eins og hann klæddur. Sólgleraugu, svört jakkaföt og enska með góðum hreim myndi að sjálfsögðu fylgja með þessum kynni. Will Ferrell Í ljósi þess að grínarinn góðkunni leikur Íslending í væntanlegri kvikmynd um bjartsýni Ís- lendinga í Eurovision-keppninni yrði ákaflega sterkur leikur að koma sjálfum Will Ferrell í gervi Lars Erikssonar, persónu hans úr myndinni, í stöðu kynnis. Á þessum degi, 21. febrúar 1431 – Réttarhöld hófust yfir Jóhönnu af Örk. 1933 – Bandaríska söngkonan Nina Simone fæddist. 1945 – Þýskur kafbátur grandaði skipinu Dettifossi. Fimmtán manns fórust. 1965 – Bandaríski baráttumaðurinn Malcolm X var myrtur eftir ræðuhöld á Manhattan. 2013 – Bandarískir vísindamenn prentuðu eyra með þrívíddarprent- ara, kollageni og dýrafrumum. Fleyg orð „Ekki eyða dýrmætum tíma í útskýringar. Fólk heyrir aðeins það sem það vill heyra.“ – Paulo Cohelo Hafnar grunsemdum um svindl „Ég neita að gefast upp“ Atli safnar fyrir stóru ástina:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.