Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 21. febrúar 2020 „Ég er fyrir löngu búinn að meika það“ Ólst upp á átakasvæði - Man vel eftir látunum og lyktinni - Hlédrægi unglingurinn aldrei langt undan S tefán Jakobsson á glæstan feril að baki sem tónlistar­ maður en hann steig sín fyrstu skref í átt að stóra sviðinu þegar hann keppti fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akur­ eyri í Söngkeppni framhaldsskól­ anna árið 2003. Hann segist finna fyrir frægðinni á jákvæðan hátt þótt hann hætti aldrei að moka skurðinn. Stefán, ásamt hljóm­ sveitinni Dimma, mun spila í úr­ slitum Söngvakeppni sjónvarps­ ins sem fram fer næstkomandi helgi. Stefán ólst upp á miklu átaka­ svæði en hann fæddist á sjúkra­ húsinu á Húsavík árið 1980 í miðjum Kröflueldum sem stóðu frá árinu 1975 til 1984. Hann er hins vegar Mývetningur í húð og hár, hefur enda búið þar stærstan hluta ævi sinnar. „Ég tengi vel við það sem Grindvíkingar eru að upplifa núna. Ég man eftir þessu öllu, bæði látunum, gosbjarmanum og lyktinni. Þegar ég var fjögurra ára ókum við pabbi, systir mín og Hinrik afabróðir á gulri Lödu Sport sem afi minn átti og fylgd­ umst með gosinu í nokkurra kíló­ metra fjarlægð, sem var mögnuð upplifun. Á þessum tíma voru leiðbeiningar í öllum húsum um hvernig best væri að yfir gefa híbýlin og hvað maður átti að gera ef til kastanna kæmi. Mér fannst tilhugsunin um flótta mjög spennandi og hafði áætlað að grípa með mér bangsann minn og Súperman­sængina, en með hana yrðu mér eðlilega allir vegir færir. Síðar meir spurði ég föður minn hvernig hann hefði upp­ lifað þessa tíma og hann viður­ kenndi þá að stöðug óvissa hefði sannarlega sett sitt mark á líf fólksins í kring, sérstaklega í fyrstu þegar fólk vissi ekki hvort umbrotin myndu færast nær eða fjær byggðinni.“ Á þessum tíma sótti ungt fólk mikið á landsbyggðina enda at­ vinnutækifærin þar að finna. Stef­ án segir meðalaldur í sveitinni hafa verið tiltölulega lágan í hans uppvexti og í minningunni hafi ríkt mikið frjálsræði, en gott innra eftirlit. „Þarna er meirihluti ábúenda að dansa í kringum þrítugt enda kísilverksmiðjan að gefa góð störf. Fólk sá tækifæri í því að flytja út á land enda heillavæn­ legt að hafa ungt fólk til staðar ef þú vilt byggja upp samfélag. Það var mikið djamm á þessu fólki og við krakkarnir gengum meira og minna sjálfala þarna, sérstaklega á sumrin. Maður var bara klippt­ ur að vori, klæddur í föt og svo sagt: „sjáumst í haust“ – liggur við. Sveitin byggðist upp á sam­ stöðu, þetta fólk reisti plássið upp og lagði mikið á sig við að gera allt sem best. Íþróttafélagið stóð og féll með þjálfun foreldranna Íris Hauksdóttir iris@dv.is M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.