Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 21. febrúar 2020
orðið þroskaheftur er hann ekki
að reyna að vera leiðinlegur held
ur að reyna tjá sig – umræðan
fer í kjölfarið til fjandans og fólk
leyfir sér að hrauna yfir hann á
enn verri hátt en fyrir það sem
hann er sakaður um. Eins er
ekki það sama að vinna fyrir fólk
sem er tiltölulega vel stætt eins
og ungmennin sem við sjáum í
sjónvarpsþáttunum Með okkar
augum, eða manneskju með
heilalömun. Þetta er ekki það
sama og markmið þeirra eru ger
ólík. Ég hef sjálfur unnið með fjöl
breyttum hópi fatlaðs fólks og til
að mynda með blindum einstak
lingum með þroskahömlun. Það
var mjög lærdómsríkt að setja sig í
þau spor og taka út svo mikilvægt
skilningarvit, maður þarf alveg
að hugsa leikinn upp á nýtt. Bara
það að brjóta saman þvottinn
sinn eða komast í rúllustiga, þetta
eru ekki hlutir sem við teljum al
mennt flókna, en að finna leið
ir til að ná þessum markmiðum
byggist númer eitt, tvö og þrjú á
trausti. Blindur einstaklingur get
ur getur ekki verið í liðveislu með
manneskju sem þjáist af miklum
athyglisbresti og týnir sér, því þá
er hann ansi mikið týndur.“
Gef allt af mér og þá aðallega
launin
Aðspurður hvort þolinmæði sé
hans sterkasta hlið segist Stefán
eflast með árunum.
„Það er auðvitað mjög gleðilegt
að sjá árangur og algengt að fólk
spyrji hvort þetta sé ekki gefandi
starf. Þá finnst mér alltaf gam
an að segja, jú, ég gef allt af mér,
og þá aðallega launin því þau eru
minnst gefandi við þessa vinnu.
En það að hjálpa einhverjum að
ná markmiði er alltaf mikill sig
ur. Ég vann með einstaklingi í tvö
ár og það að koma honum í rúllu
stiga tók sex mánuði, skref fyrir
skref. Hann hafði enga til finningu
fyrir því hvar hann var staddur og
hvað þá hvað rúllustigi væri, en
þegar þetta hafðist var tilfinningin
ómetanlegt. Markmiðið var ekki
endilega rúllustiginn út af fyrir sig
heldur það að öðlast sjálfstraust á
einhverju sviði sem hann gat svo
yfirfært á annað. Það þarf nefni
lega ekki alltaf að vera tiltekinn at
burður heldur markmiðið, því það
er fyrsta skrefið. Þegar ég byrjaði
fyrst hafði ég mikinn áhuga á ung
mennum sem voru staðsett á ein
hvers konar gráu svæði. Mig lang
aði að finna þeirra styrkleika og
móta þá, en í náminu vann ég líka
mikið með fíklum og útigangs
fólki í bata, sem er mikið verk sem
oft fylgja mikil vonbrigði, en þegar
maður svo sér manneskju bæta líf
sitt er það mikið vítamín fyrir sál
ina. Það þurfa nefnilega allir á
þroskaþjálfun að halda, enda er
enginn með ótakmarkað magn af
þroska og allir þurfa innlegg í líf
sitt til að ná settum markmiðum.“
Ef þú ert veikur þá vantar
bara þig
Sjálfur hefur Stefán mikið unnið
í markmiðasetningu og segir
óneitanlega hjálpa til að hafa
upplifað árangur á eigin skinni.
„Ég kem náttúrulega úr sveit
þar sem ekki er gengið að því vísu
að maður verði tónlistarmaður,
en til þess að láta draumana ræt
ast verður maður að færa miklar
fórnir. Ef barnið mitt myndi í
dag segjast vilja feta þessa braut
myndi ég ráðleggja því að leita
annað, því þetta er valtur bransi
og aldrei skynsamlegasti kostur
inn. Það er einfaldlega ekkert rök
rétt við að vera tónlistarmaður –
þetta er brekka og ekki allir sem
geta lifað af þessu. Þú getur verið
vinsæll í dag en ekki á morgun og
ef þú ert veikur vantar bara þig –
þá þýðir ekkert væl. En öll verk
efni eru á einhvern hátt brekka og
sjálfur áttaði ég mig á því tiltölu
lega ungur að það er bara einn
aðili sem getur staðið í vegi mín
um og það er ég sjálfur, allir hinir
eru aukaleikarar. Ef þú ert búinn
að setja þér einhver markmið
skiptir engu máli hvaða skoðan
ir aðrir hafa á þeim svo framar
lega sem þú veist sjálfur hvað þú
ert að gera. Markmiðið þarf samt
alltaf að vera mælanlegt og höf
um í huga að, að gera sitt besta er
ekki háleitt markmið. Þú verður
að skilgreina og mæla hvert þitt
markmið er en hafa það innan
þess ramma sem þú ræður við og
alltaf þannig að þú leggir þig allan
fram. Ég væri ekki að vinna sem
tónlistarmaður ef ég gæti ekki
alltaf gert aðeins betur.“
Fyrir löngu búinn að meika það
Spurður hvort það hafi aldrei ver
ið erfitt að standa með sjálfum sér
segist Stefán aðallega finna fyrir
pressu frá sínum nánustu.
„Mér hefur verið boðin þátt
taka í öllum þessum hæfileika
sjónvarpsþáttum hér heima en
hef aldrei viljað taka þátt. Mesta
pressan kemur frá vinum og ætt
ingjum sem vilja sjá mann standa
þarna og mögulega hefði ég
unnið eitthvað af þessu en í dag
get ég litið til baka og sýnt með
beinum hætti að ég þurfti ekki
að fara þá leið – ég komst hing
að sjálfur. Ég vil aldrei vera skil
greindur í músík fyrir eitthvað
sem ég vil ekki vera. Það var í
raun mitt eina markmið, að gera
þetta á mínum forsendum og ég
hef staðið við það. Ég vildi aldrei
komast á framfæri á forsendum
einhvers annars og vera síðan
stimplaður út frá því. Þetta hef
ur verið eitt allsherjar ævintýri og
ég man ekki eftir neinu sem ekki
gekk upp. Ég hitti sem dæmi einu
sinni gamla bekkjarsystur sem
spurði mig hvort ég væri búinn
að meika það, en ég var þá í bol
með mynd af minni eigin hljóm
sveit og ég bað hana í kjölfarið
að skilgreina hvað það þýddi að
meika það. Í mínum huga er það
rétt eins og með önnur markmið
í lífinu, að geta lifað á tónlistinni,
gert hana á mínum forsendum
og með fólki sem mig langar að
vinna með. Ég tikka í öll þessi
box og get því með sanni sagt að
ég sé búinn að meika það, fyrir
löngu. Það þýðir samt ekki að ég
sé kominn á einhvern endapunkt
því ég er ennþá á leiðinni upp og
er enn að stækka mengið og þróa
mig sem tónlistarmann. Þetta er
aldrei komið og maður er aldrei
bara mættur, mér dettur ekki til
hugar að ég sé hættur að moka
skurðinn, því það þurfa allir að
moka sinn skurð. Helgi Björns og
Bubbi eru enn að moka, kannski
ekki Raggi Bjarna en það er ekki
langt síðan hann hætti því.“
Lítið pláss fyrir ímyndunarafl
Þegar talið berst að bransasögum
segir Stefán þær stórlega ýktar
enda gefist lítill tími til skemmt
anahalds milli gigga.
„Ég fer ekki oft á barinn,
einfaldlega af því að ég nenni
hvorki að eyða tíma mínum í
að vera fullur né þunnur. En
það er nóg í boði þótt ég sé ekki
viss um að fólk geti leyft sér það.
Menn eru ekkert fullir að moka
skurðinn enda er ekki hægt að
verða metnaðarfullur tónlistar
maður eða nokkuð annað ef þú
ert fullur allan tímann. Eins og
starfsemin er í Dimmu er lítið
um djamm, enda erum við tveir
með meirapróf og keyrum allt
ásamt því að þurfa að róta og
tengja allt draslið. Margir halda
að þessu fylgi mikið rokklíferni,
en sú er ekki raunin. Sjálfur hef
ég aldrei prófað eiturlyf og ekki
fundið neina þörf fyrir það,
en vissulega er nóg af þeim og
menn skulu aldrei gerast svo
barnalegir að tengja eiturlyfja
neyslu við tónlistarmenn því ég
þori að fullyrða að eiturlyfja
neysla er mun meiri í við
skiptaheiminum en tónlistinni.
Auðvitað er mikið til af bransa
sögum og sumar segir maður
opinberlega en aðrar ekki. Ég
held þeim fari samt fækkandi
enda er allt svo opinbert í dag
og lítið pláss fyrir ímyndunar
afl þar sem allt er sett á samfé
lagsmiðla. Tækifærin til að haga
sér eins og bavíani eru einfald
lega ekki til staðar og enn síður
möguleikinn á að ýkja söguna,
því allir vita á rauntíma allt sem
sagt er, svo ef þú hagar þér eins
og fáviti er það komið inn á ein
hvern miðil um leið. Fólk þarf
því að læra að haga sér, sem
er gott og blessað nema fyrir
sögurnar, þær verða ekki eins
skemmtilegar.“ n