Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 16
16 FÓKUS 21. febrúar 2020 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Nærmynd: Brynhildur Guðjónsdóttir: „Hún sannar þetta með smár og knár“ n Einkabarn og kölluð „Brynka“ n „Hún nær árangri í öllu sem hún ætlar sér“ n Með pínulitla fætur og hefur gaman af fötum n Hjartahlý en ákveðin B rynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, var á dögunum ráðin leikhús- stjóri Borgarleikhússins. Eftir útskrift úr leiklistarskóla fyrir rúmlega tveimur áratugum hefur hún farið með fjölda burðarhlut- verka í leikhúsi, leikið í sjónvarpi og kvikmyndum og haslað sér völl sem leikskáld. En hver er þessi smágerða kjarnakona sem virðist vera bæði þrjósk og hlýleg á sama tíma? Vinir og samstarfsfélagar segja hana þrjóska og ákveðna en jafnframt hlýja, fyndna og glað- lega. Hér verður stiklað löng- um og afkastamiklum ferli þessarar hæfileikakonu. Skemmtilegt og málglatt barn Brynhildur Guðjónsdótt- ir er fædd í Svíþjóð þann 26. september 1972. Hún er einkabarn foreldra sinna, Guðjóns Magnús- sonar og Margrétar Páls- dóttur. Guðjón er mennt- aður kennari sem síðar varð starfsmannastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Margrét er menntuð fóstra en faðir hennar, afi Brynhildar, rak lengi vel versl- unina Liverpool á Lauga- vegi. Margrét tók seinna meir við rekstrinum. Brynhildur flutti ávarp á sjö- tíu ára afmæli Alþjóðlega leik- listardagsins í mars 2018 og rifj- aði þá upp þegar hún komst fyrst í kynni við töfra leikhússins. Árið var 1978, hún var sex ára gömul og fór ásamt foreldrum sínum að sjá Kardemommubæinn í Þjóð- leikhúsinu. „Fyrir rúmum fjörtíu árum fór lítil stúlka í leikhús með for- eldrum sínum. Hún sat eins og ljós alla sýninguna, söng með og fylgdist grannt með öllu sem fyrir augu bar. Hún tók inn allt sem fyrir skilningarvitin var borið: Ræningjar og ljón, elds- voði og asnakerra og einn og tveir og þrír og einn og tveir og þrír. Tjaldið féll að lokinni sýn- ingu, þykkt og djúprautt. Áhorf- endur klöppuðu. Heimurinn sem barnið hafði fengið að búa í um stund var horfinn sjónum en að eilífu greyptur í minnið. Frammi í fatahengi trompaðist svo stillt og prúð stúlka. Foreldrarnir, kennari með alskegg í brún- um flauelsbuxum og fóstra með stór gleraugu í fjólubláu pilsi og háum leðurstígvélum, vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið. Þau hálfskömmuðust sín fyrir ham- hleypuna sem, löðrandi sveitt um hausinn, æddi um alla ganga og henti sér æpandi á Þjóðleikhús- teppið með allar taugar þand- ar og ný-uppgötvaðan heim í brjóstinu. Allt fór vel að lok- um, við komumst klakklaust út í rauða Taunusinn og heim í Kópavog. Þetta var umbreytandi upplifun, upplifun sem breytti DNA-i barnsins, vakti áhuga, bjó til orku og víkkaði sjóndeildar- hringinn.“ Foreldrar Brynhildar giftu sig ungir. Í samtali við Lifðu núna árið 2018 kom fram að Brynhildur hefði notið handleiðslu „fram- sýnna foreldra með sterkar klass- ískar rætur“ og að fjölskyldan hefði ætíð verið afar samheldin. Þá sagði Brynhildur í viðtalinu að foreldrar hennar hefðu flakk- að töluvert þegar hún var ung stelpa en litla fjölskyldan bjó í Svíþjóð í eitt ár, þegar Brynhild- ur var sjö ára gömul. „Mamma og pabbi voru alltaf virk í félagsstörf- um af ýmsum toga og sem dæmi var pabbi í alþjóðlegum félags- skap sem kallast Round table. Á vegum þess félagsskapar ferðuð- ust þau gífurlega mikið og hing- að komu auk þess erlendir félagar í heimsókn,“ sagði Brynhildur og bætti við að foreldrar hennar hefðu alltaf unnið „geysilega mik- ið.“ Hún hefði því orðið svokallað lyklabarn snemma, og frá tíu ári var hún í sveit öll sumur. „Af því að ég er einbirni þurfti ég mjög fljótt að hafa ofan af fyrir mér þegar þau voru í vinnu. Ég var sífellt að búa til og skapa og það kom fljótt í ljós að ég ætlaði einhverjar ákveðnar leiðir. Þau hafa leiðbeint mér í lífinu en ég geri ekki eins og þau. Það kom til dæmis aldrei til greina að ég færi í verslun og viðskipti og tæki við Liverpool. Ég var bara unglingur þegar ég gaf út þá yfirlýsingu að ég ætlaði ekki að vinna í búðinni næsta sumar heldur væri ég búin að fá mér vinnu á kaffihúsi neðar í götunni.“ Brynhildur var stundum köll- uð Brynka. Árið 2005 lýsti móðir Brynhildar dóttur sinni þannig í samtali við DV: „Hún var afskaplega skemmti- legt barn, málglöð og dugleg stúlka. Hún var mjög ljúf og góð og kunni að leika sér. Hún söng mikið en okkur datt aldrei í hug að hún myndi verða leikari.“ Annáluð tungumálakona Að loknum grunnskóla fór Bryn- hildur í Menntaskólann í Reykja- vík. Hún var þar á náttúrufræði- braut en hún lét eitt sinn hafa eftir sér í viðtali að hún hefði kos- ið að fara á þá braut þó svo að hún hefði aldrei verið sterk í stærð- fræði. „Það kom ekki annað til greina en að ögra sér svolítið með það.“ Á menntaskólaárunum fór hún meðal annars til Frakk- lands í málaskóla. Að loknu stúd- entsprófi lá leiðin í Háskóla Ís- lands þar sem hún lauk BA-námi í frönskum bókmenntum og mál- vísindum, ítölsku og rúmensku við með viðkomu í háskóla í Suður- Frakklandi. „Í Frakklandi komst ég á bragðið með að vera erlendis og velti því fyrir mér um tíma að fara í skóla þar. En ég ákvað að fara til Bretlands frekar vegna þess að leikhúsið þar er frekar líkt ís- lensku leikhúsi,“ sagði Brynhildur í samtali við Morgunblaðið árið 1999. Á sínum tíma birtist viðtal við Brynhildi á vef Þjóðleikhússins þar sem hún sagði að eftir stúd- entspróf hefði henni ekki fundist hún vera tilbúin í leiklistarnám. Hún ákvað því að fara í BA-nám fyrst. Þá hefði hún ákveðið að fara frekar í leiklistarskóla erlendis heldur en að reyna við Leiklistar- skólann hér heima þar sem að hún leit svo á að leiklistarnámið þyrfti að vera framandi og „pínu hættulegt.“ Árið 1995 útskrifaðist Bryn- hildur með BA-gráðu frá Háskóla Íslands og fór einnig með lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Nei er ekkert svar. Um haustið hóf hún nám við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum, virtan leiklistarskóla sem meðal annars hefur útskrifað Orlando Bloom, Daniel Craig, Ewan McGregor og Joseph Fiennes. Það var ekki alltaf auðvelt að vera blankur leiklistarnemi í stór- borginni en í samtali við Nýtt Líf árið 2004 rifjaði Brynhildur með- al annars upp að hún hefði „lif- að á ristuðu brauði og hummus í þrjú ár.“ Þegar foreldrar hennar Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.