Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Page 20
KYNNING GUNNAR ÞÓRÐARSON 75 ÁRA: Dægurlagaperlurnar óma á tónleikum 7. mars Gunnar Þórðarson fagnaði 75 ára afmæli í janúar 2020 og af því tilefni verður blásið til glæsilegra tónleika í Eldborg í Hörpu þann 7. mars. Gunnar hefur átt einkar glæsilegan og farsælan feril sem laga- og textahöfundur. Eftir hann liggja 830 lög og ein ópera. Mörg af lögum Gunnars hafa fyrir löngu fest sig í sessi í íslensku þjóðarsálinni og nægir þar að nefna lög eins og Bláu augun þín, Fyrsti kossinn, Við Reykjavíkurtjörn, Himinn og jörð og Þitt fyrsta bros. Þessi lög ásamt fleiri dægurperlum Gunnars munu hljóma í Eldborg þann 7. mars næstkomandi. Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Um er að ræða tvenna tónleika í Hörpu laugardaginn 7. mars. Fyrri tónleikar eru kl. 16–19, 7. mars 2020 Seinni tónleikar eru kl. 20–23, 7. mars 2020 Söngur: Eyþór Ingi Jóhanna Guðrún Stefanía Svavars Eiríkur Hauksson Gunnar Þórðarson Söngur og raddir: Alma Rut Íris Hólm Kristján Gíslason Hljómsveit: Haraldur V. Sveinbjörnsson: Hljómsveitarstjórn/hljómborð Ólafur Hólm: Trommur Friðrik Sturluson: Bassi Diddi Guðnason: Slagverk Friðrik Karlsson: Gítar Matthías Stefánsson: Gítar/fiðla Jón Ólafsson: Píanó/hljómborð Umsjón: Dægurflugan Nældu þér í miða á þessa glæsilegu tónleika á miðasöluvef Hörpu eða í gegnum miðasöluvef tix.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.