Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Side 38
38 FÓKUS 21. febrúar 2020 Höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, heill- ar milljarðamæringinn einnig en hann keypti gam- alt textílsafn í borginni árið 2016. Það kostaði hann 23 milljónir dollara, en um sögufrægan stað er að ræða í hverfinu Kalorama. Hverfið er vinsælt meðal ríka og fræga fólksins en Obama-hjónin búa rétt hjá, sem og turtildúfurnar Ivanka Trump og Jared Kushner. Hús Jeffs telur rúma 2.500 fermetra og er stærsta heimilið í Washington DC. Nú ku Jeff vera að endurbæta húsið fyrir tólf milljónir dollara. Svona eyðir ríkasti maður heims auðæfum sínum n Jeff Bezos er sá ríkasti n Einn af stærstu landeigendum Bandaríkjanna eftir fasteignakaup síðustu ára J eff Bezos, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Amazon, er ríkasti maður heims. Auðæfi hans eru metin á tæplega 130 milljarða dollara en hann hefur eytt gríðarmiklu fé í steinsteypu síðustu ár. Hann er talinn einn af stærstu landeigendum í gjörvöllum Bandaríkj- unum og keypti nýlega dýrasta húsið í Los Angeles. Viðskiptamógúllinn skildi við eiginkonu sína til 24 ára, MacKenzie Bezos, í fyrra og var því haldið fram að það væri meðal dýrustu skilnaða sögunnar. Óljóst er hve mikið af fast- eignabraski Jeffs skilaði sér til MacKenzie við skilnaðinn. Í dag eru auðæfi MacKenzie metin á tæplega fjörutíu milljarða dollara sem þýðir að hún er ein ríkasta kona heims. Kíkjum á í hvað peningur ríkasta fólks heims hefur farið í síðustu ár og áratugi. Jeff hefur gengið frá stórum kaupum eftir að skiln- aðurinn gekk í gegn. Hann keypti til að mynda þrjár samliggjandi íbúðir á 42. stræti í New York í júní í fyrra og greiddi fyrir þær áttatíu milljónir dollara, um tíu milljarða króna. Um er að ræða þakíbúð á þremur hæðum og tvær íbúðir fyrir neðan hana. Samtals er um að ræða tólf svefnherbergi og tæplega 1.600 fermetra. Jeff á tvö heimili í Medina í Washington. Hann greiddi tíu milljónir dollara fyrir aðra eignina árið 1998. Sú er rúmir 1.900 fermetrar og búin fimm svefnherbergjum og fimm baðherbergjum. Hin eignin er smærri í snið- um, litlir 770 fermetrar, en kostaði 53 milljónir dollara. Medina er í grennd vvið Washington-vatnið í Seattle og þar hafa fjölmargir stórlaxar búið sér heimili, til að mynda Bill Gates. Amazon-jöfurinn keypti glæsihýsi í spænskum stíl í einu af dýrustu hverfum Los Angeles, Beverly Hills, árið 2007. Það kostaði 24,45 milljónir dollara og er búið sjö svefnherbergjum og sjö baðherbergjum. Við húsið er tennisvöllur, stór sundlaug, fjórir gosbrunn- ar og bílskúr fyrir sex bifreiðar. Tíu árum síðar keypti Jeff minna hús við hliðina á glæsihýsinu. Það hús keypti hann á 12,9 milljónir dollara og er það aðeins búið fjórum svefnherbergjum. Nýjustu kaup Jeffs áttu sér stað fyrir stuttu þegar hann keypti Warner-óðalið sem var hannað fyrir Jack Warn- er, fyrrverandi forstjóra Warner Bros. Studios. Jeff keypti húsið af milljarðamæringnum David Geffen á 165 milljónir dollara. Er þetta dýrasta heimili sem hef- ur verið selt í Los Angeles. Mógúllinn á einnig bú- garð um fimmtíu kíló- metra fyrir utan bæinn Van Horn í Texas. Þar eru einnig höfuðstöðv- ar geimfyrirtækis Jeffs, Blue Origin, sem skráði sig í sögubækurnar árið 2015 þegar endur- nýtanlegu eldflauginni New Shepard var skot- ið á loft út í geim og henni síðan lent. Jeff á þrjár íbúðir í hinni sögufrægu Century- byggingu í New York með út- sýni yfir Central Park. Íbúðirn- ar keypti hann á 7,65 milljónir dollara árið 1999. Hann keypti síð- an fjórðu íbúð- ina í byggingunni á 5,3 milljónir dollara árið 2012. Tvær flugur Þau dýrustu Þakíbúð og tvær til Búgarðurinn 1, 2, 3, 4 Textílsafn tekið í gegn Stórlaxablús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.