Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2020, Síða 45
FÓKUS 4521. febrúar 2020 annar en hann hafi stofnað að- ganginn enda hefur ítrekað verið greint frá því að slíkir aðgangar hafi verið stofnaðir í óþökk við- komandi. „Gríðarlega erfitt“ að skima alla Tinder-forritið hefur umbylt stefnumótamenningunni frá því það kom á markað árið 2012. Skráðir notendur á heimsvísu er rúmlega 50 milljónir. Undanfar- in ár hefur Tinder verið gagnrýnt fyrir skima ekki þá sem skrá sig inn á forritið, eða kanna fyllilega hvort viðkomandi notandi hafi hlotið dóma fyrir ofbeldis- eða kynferðisbrot. Það er því ekkert sem hindrar dæmda einstaklinga í því að skrá sig á forritið og setja sig í samband við aðra notendur. Á seinasta ári birti banda- ríski fréttamiðilinn ProPublica niðurstöður rannsókn- ar sem framkvæmd var af blaðamönnum mið- ilsins og Columbia Jo- urnalism Investigations. Blaðamennirnir tóku saman 150 tilkynnt kynferðisbrot en öll brotin áttu það sam- eiginlegt að aðilarnir höfðu kynnst í gegnum stefnumótaforrit. Lang- flest fórnarlömbin voru konur. Í 10 prósentum tilvika hafði fórnarlamb brotsins „matchað“ við einstakling sem áður hafði verið sakaður um eða dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot. Ekkert skimunar- kerfi er til staðar þegar nýir notendur skrá sig á Tinder-for- ritið. Til samanburð- ar má nefna öryggisráðstafanir á heimasíðu Airbnb sem fjölmargir Íslendingar notast við. Þar segir í skilmálum: Skimunarkerfi geta aldrei verið fullkomin en við ber- um gestgjafa og gesti saman við eftirlitsskrár vegna reglu- fylgni, hryðjuverka og annarra viðurlaga. Við skoðun einnig bakgrunn gestgjafa og gesta í Bandaríkjunum. Tinder er í eigu bandaríska fyrirtækisins Match. Fyrirtækið á fleiri stefnumótaforrit og síð- ur sem eru með frían aðgang, líkt og Plenty of Fish og OkCupid. Stefnumótasíðan Match.com er einnig í eigu fyrirtækisins en munurinn á þeirri síðu og for- ritunum fyrrnefndu er sú að á Match.com er greitt fyrir áskrift- ina. Þar er framkvæmd bak- grunnsathugun á notendum. Í tengslum við rannsókn ProPublica var meðal annars rætt við Markham Erickson lögfræðing sem sérhæfir sig í internetlögum og hefur unnið náið með Matchgroup. Sagði hann það vera gríðarlega erfitt að skima alla þá sem skrá sig inn á stefnumótaforrit. „Við getum ekki tekið niður fingraförin hjá öllum,“ sagði hann og bætti við að dæmdir kynferðis- brotamenn gætu auðveldlega gefið upp rangar persónuupp- lýsingar. Segja nýjar öryggis­ ráðstafanir væntanlegar Í notendaskilmálum Tinder kemur fram að sá sem skrá- ir sig inn á forritið þurfi að vera orðinn 18 ára gamall og megi ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað eða kyn- ferðisglæp. Í yfirlýsingu sem talskona Matchgroup sendi blaðamanni Business Insider í desember síðastliðnum kom meðal annars fram að þar sem Tinder væri forrit sem byði upp á fría áskrift og væri þar að auki með tugi milljóna notenda þá væri hreinlega ekki mögulegt að safna sama nægilegum og áreið- anlegum upplýsingum til að framkvæma bakgrunnsskoðun á hverjum og einum. Talskonan tók fram það væri „ekki liðið“ að dæmdir brota- menn væru skráðir inn á forrit á vegum fyrirtækisins og bætti við að forsvarsmenn fyrirtækisins tækju málið mjög alvarlega. Bætti hún við að í takt við tækniþróun myndi Matchgroup halda áfram að kynna til sögunnar nýjar ráð- stafanir til að auka öryggi þeirra sem nota stefnumótaforrit á veg- um fyrirtækisins. Á eðal nýrra öryggisráðstaf- ana sem hafa verið kynntar og eru væntanlegar á Tinder-forritið á árinu er svokallaður neyðar- hnappur sem mun gera viðkom- andi notanda kleift að gera yfir- völdum viðvart ef hann eða hún telur sig vera í hættulegum að- stæðum. Þá er í bígerð sannpróf- un myndefnis notenda sem mun fel ast í því að gervi greind met ur ljós mynd ir sem not end ur hlaða inn í for ritið og ber sam an við ljós mynd sem tek in er af not and- an um í raun tíma. Þeir not end ur sem stand ast prófið fá svo eins kon ar skjöld (badge) og geta aðrir notendur því verið öruggir um að ekki sé um falsaðgang að ræða. n KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA DÆMDIR NAUÐGARAR Á TINDER n Fjölmörg dæmi eru um að dæmdir kynferðis- og ofbeldisglæpamenn séu skráðir á forritið n „Ómögulegt að skima alla“ „Mér fannst hann skemmti- legur og fínn gaur en samt eitthvað pínulítið „off“ við hann áður en við hittumst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.