Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 6
6 27. mars 2020FRÉTTIR
Snákaolía á tímum
COVID-19
S
ífellt greinast fleiri með
COVID-19 sjúkdóminn
sem nýja kórónuveiran
veldur og eru margir ugg-
andi yfir stöðunni. Heilsugæslan
og DeCode, sem prófa fyrir
veirunni, hafa ekki undan við að
taka sýni og margir sem sitja eftir
í óvissu um heilbrigði sitt. Því þarf
ekki að undra að margar sögur
hafi komist á kreik um hvernig sé
hægt að fyrirbyggja smit eða kæfa
sjúkdóminn í fæðingu, án að-
komu heilbrigðisyfirvalda. Vöru-
mst sölumenn snákaolíu og tök-
um upplýsingum af netinu með
fyrirvara.
Lýsi
Lýsi læknar ekki COVID-19.
Nokkuð hefur verið rætt um það
hérlendis undanfarið að lýsi geti
dregið úr smithættu. Kynnt hef-
ur verið til sögunnar ný vara, nýtt
lýsi sem á að nýta fríar fitusýrur
sem eyðileggja hjúpaðar veirur
og mun varan koma á markað á
næstu dögum. Lýsi getur vissu-
lega verið hollt og gott, og það
vita margir Íslendingar vel. En
jafnvel þótt eitthvað geti verið til
í því að það dragi úr smithættu
þá mun það ekki lækna neinn að
þamba lýsi í óhófi umfram ráð-
leggingar frá læknum og fram-
leiðanda. Eins er ekki hægt að af-
saka það að yfirgefa sóttkví þvert
gegn læknisráði með þeirri stað-
hæfingu að viðkomandi taki lýsi.
Klór
Klór drepur ekki vírus sem hefur
þegar komist inn í líkama þinn.
Svo það þýðir ekkert að úða klór
yfir líkama þinn til að koma í veg
fyrir smit. Þetta getur gert meira
illt en gott þar sem klór getur
eyðilagt föt, slímhúð og valdið
skaða komist hann í augu eða
munn svo dæmi séu tekin. Klór
getur þó verið gagnlegur við að
sótthreinsa yfirborð, en notist þá
samkvæmt leiðbeiningum heil-
brigðisyfirvalda og/eða framleið-
anda.
Chloroquine
Trump Bandaríkjaforseti lýsti
því yfir um daginn að efnið
chloroquine gæti mögulega ver-
ið lausnin á kórónuveirufaraldr-
inum. Efnið hefur verið samþykkt
af bandarísku lyfjastofnuninni til
meðferðar á malaríu, liðagigt og
rauðum hundum, en ekki hefur
verið sýnt fram á með óyggj-
andi hætti að það virki gegn kór-
ónuveirunni. Hjón á sjötugsaldri
könnuðust við nafnið á efninu.
Þau áttu skylt efni, chloroquine
phosphate, á heimili sínu og
höfðu notað það við þrif og með-
ferð á fiskum og fiskabúri. Þau
innbyrtu efnið til að reyna að
verja sig fyrir smiti. Þau veiktust
bæði alvarlega eftir inntöku og lét
maðurinn lífið á sjúkrahúsi í kjöl-
farið.
Andlitsgrímur
Samkvæmt upplýsingum frá
landlækni þá nýtast grímur best
þegar veikir einstaklingar nota
þær til að hindra dreifingu dropa
og eins þegar náið samneyti er
óhjákvæmilegt. Einstaklingar
með flensueinkenni geta notað
grímu til að lágmarka líkur á að
smita aðra. Grímur koma ekki í
staðinn fyrir handhreinsun og
eða spritt og heilbrigðir hafa ekki
þörf til að nota slíkar nema þeir
séu að sinna umönnun fólks sem
er hugsanlega með COVID-19
sýkingu. Andlitsgrímur seljast nú
eins og heitar lummur og hafa
margir seljendur gripið tækifær-
ið og boðið slíkar grímur falar, þó
gegn töluverðu gjaldi.
Einnota hanskar
Einnota hanskar geta veitt okkur
falskt öryggi og komið í veg fyrir
að við hugum nægilega vel að
handþvotti. Líta ber á alla hanska
sem óhreina og ef þeir eru notað-
ir við störf þá þarf að skipta um
þá á milli verka. Til að mynda ef
afgreiðslumanneskja notar slíka
á kassa í matvöruverslun þá ætti
að skipta um þá fyrir hverja af-
greiðslu
og
henda þeim gömlu.
Latex-hanskar geta þar
að auki valdið ofnæmi hjá
viðskiptavinum. Hugsaðu
dæmið til enda. Þú set-
ur á þig hanska þegar
þú kemur inn í Bón-
us, þú snertir smit-
aðan hlut.
Skola nefið með
saltvatni
Þetta ráð hefur komist
á flug í faraldrinum en
Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin bendir á að engar
rannsóknir styðji slíkar full-
yrðingar. Rannsóknir hafa
sýnt fram á að slík nefskolun
geti þó í sumum tilvikum að-
stoðað fólk við að ná sér hrað-
ar eftir kvefpestir, en kemur ekki
í veg fyrir öndunarfærasjúkdóma
á borð við COVID-19. Svo skol-
aðu endilega á þér nefið ef það er
stíflað, en ekki halda að þar með
sértu búinn að ná þér af kórónu-
veirunni eða fyrirbyggja smit.
Sýklalyf
Sýklalyf virka gegn bakteríum,
ekki veirum. Kórónuveiran er
vírus og því gera sýklalyf ekkert
gagn gegn henni. Sjúklingar sem
leggjast inn á sjúkrahús vegna
COVID-19 fá þó gefin sýklalyf, en
aðeins til að koma í veg fyrir að
þeir smitist samhliða af bakteríu-
sýkingum.
Hvítlaukur
Hvítlaukur er hollur og er talinn
hafa vissa eiginleika sem gagn-
ast gegn örverum Hins vegar
eru engar sannanir fyrir því að
hvítlauksát verndi fólk gegn
COVID-19.
Heitt bað
Að fara í heitt bað er gott og af-
slappandi. Það kemur hins vegar
ekki í veg fyrir að þú smitist af
COVID-19.
Bólusetningar
Það er ekki til bólusetning við
COVID-19. Svo bólusetningar fyr-
ir sjúkdómum á borð við lungna-
bólgu, flensu og því um líku veitir
ekki vernd gegn COVID-19. Hins
vegar geta slíkar bólusetningar
verið gagnlegar heilsu þinni al-
mennt og því mælt með þeim.
En hvað er þá hægt að
gera?
Engin lyf eru til við kórónu-
veirunni og besta leiðin sem við
höfum til að lágmarka líkur á
smiti er að fylgja fyrirmælum heil-
brigðisyfirvalda. Handþvottur, að
spritta hendur, lágmarka sam-
neyti við aðra, hnerra og hósta í
olnbogabót eða klút, virða sótt-
kví og einangrun og gæta al-
mennt að hreinlæti. Það
er það eina sem við
getum gert í stöðunni.
Ekki láta selja ykkur
snákaolíu. Hlust-
um á sérfræðing-
ana og höldum
stillingu. n
Erla Dóra
erladora@dv.is