Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 17
27. mars 2020 FRÉTTIR 17 FÖST Í ÓTTAPRÍSUND Hvernig upplifa kvíða- og OCD-sjúklingar hræðsluna og umræðuna um COVID-19? „Mér finnst fólk vera farið að skilja kvíða og andleg veik- indi mikið betur. En mér hefur reynst erfitt að opna mig um minn kvíða fyrir vinnuveitendum. Það er vissulega heftandi að vera með kvíða en ég er og hef alltaf verið dugleg að ögra kvíðanum mínum og leyfa honum ekki að hafa yfirhöndina – svo hann hefur ekki haft mikil áhrif á mig í vinnu,“ segir Katrín Helga Daðadóttir sem greind er með heilsukvíða. Hún segir ástandið í þjóð- félaginu og umræðuna um COVID-19 vissulega erfiða. Heilsukvíði hennar snýr ekki beinlínis að henni sjálfri heldur að hennar nánustu. „Þetta hefur mikil áhrif á kvíðann, en ég er þó í góðu jafnvægi eins og er, eftir djúpa niðursveiflu fyrr í vetur. En þetta hefur vissulega áhrif á það að batinn upp á við eftir niðursveifluna er fremur hægur, en þó á uppleið. Ég er ekki í áhættuhópi sjálf en kærastinn minn er það, systir mín og foreldrar – svo ég hræðist mjög að þau smitist. Það tekur svona mest á.“ Katrín segir að versti tíminn sé á kvöldin. Einkennin eru þungur hjartsláttur, grunn öndun, svimi, skjálfti og ógleði eða lystarleysi. „Á tímabili var það á hverju kvöldi en mér tekst að halda kvíðanum niðri með HAM eða þá með því að „rökræða kvíðann burt.“ Eftir svefnlausar nætur getur auðvitað verið erfitt að taka þátt í deginum á eftir, sér- staklega þegar maður verður extra þreyttur eftir svona kvíðaköst.“ Katrín vill koma því á framfæri við aðra sem þjást af kvíða að kvíðinn kemur og fer. „Hann líður hjá – svo ef að þú þekkir einhvern eða veist um einhvern sem er að kljást við kvíða – gefðu viðkomandi tíma og svigrúm til þess að ná aftur jafnvægi og svo gæti verið gott að bjóða fram aðstoð eða hugmyndir að því sem hægt er að gera til að ná aftur jafnvægi.“ „Fyrir mig, hefur COVID-19 ekki ýtt mikið undir mín einkenni, þar sem ég er gagngert að reyna á hverjum einasta degi að koma í veg fyrir það og að nýta mér þau tól sem ég hef unnið með síðan í æsku. Aftur á móti get ég ímyndað mér að fólk með þennan kvilla á mjög erfitt í dag, og það fær minn andlega stuðning á þessum erfiðu tímum. Þetta er mikil vinna fyrir okkur, en við og samfélagið komumst í gegnum þetta,“ seg- ir 25 ára íslenskur karlmaður sem greindur er með áráttu- og þráhyggjuröskun sem birtist meðal annars í hræðslu við sýkla. Hann segir röskunina hjá sér einkennast af þrálát- um og handahófskenndum hugsunum. Á yngri árum var hann ítrekað að þvo sér um hendurnar, en það hefur þó minnkað. „Mitt OCD er mjög huglægt, það er að segja, ég hef að mestu losnað við líkamlegu hlið OCD í gegnum árin. Þetta lýsir sér að mestu í miklum ofhugsunum og endurtekningum í hugsunarferlinu. OCD er í raun þrálátar hugsanir sem herja á einstakling, og í flest- um tilfellum finnur viðkomandi einhverja athöfn eða ávana sem hjálpar til við að bæla hugsanirnar niður, en bara tímabundið, þess vegna er þetta reglulegt og áberandi. Til dæmis kanna aftur og aftur hvort dyrnar séu læstar eða ótti við að skaða aðra, eða særa án þess að vilja það, sem dæmi.“ Hann segist ekki verða mikið var við fordóma í samfélaginu gagnvart OCD. „Aftur á móti mætti vera meira um upplýsinga- gjöf gagnvart okkar kvilla. Margir telja OCD vera full- komnunaráráttu og svona persónuleikaeinkenni sem einkennir mann. En þetta er raunverulegur, andlegur sjúkdómur sem herjar á marga, og setur jafnvel mikl- ar hömlur á líf þessara einstaklinga, eins og það gerði fyrir mig, og gerir í raun enn, en í minna mæli. En ég tel samt upplýsingaflæðið varðandi þennan kvilla hafa skánað í gegnum tíðina, það má svo sannarlega hrósa fyrir það.“ Meira en bara full- komnunar- árátta Kvíðinn kemur og fer „Þessi óvissa sem við erum öll að upplifa þessa dag- ana hefur auðvitað talsverð áhrif á þá sem eru haldn- ir kvíða. Sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki fengið greiningu og meðferð og hafa ekki tól í höndunum til að takast á við þetta,“ segir Ólafía Sigurjónsdóttir, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og stjórnar- meðlimur OCD samtakanna. Hún hefur starfað mik- ið með einstaklingum sem haldnir eru áráttu- og þrá- hyggjuröskun (OCD). Hún tekur fram að áráttu- og þráhyggjuröskun geti í raun snúist um hvað sem er, og sé ekki eingöngu bundin við sýkla, smit og óhreinindi þrátt fyrir að það sé algengt „þema.“ Hún bendir á flestallir hafi áhyggjur af heilsunni öðru hverju en þessháttar áhyggjur eigi ekki skylt við áráttu- og þráhyggjuröskun. „Þeir sem eru með áráttu- og þráhyggjuröskun festast í hugsunum sínum. Hugsanirnar stoppa þá af og hafa algjört vald. Það er mismunandi hversu alvar- legur vandinn er en í mörgum tilvikum getur þetta tekið mikinn tíma frá fólki, nokkrar klukkustundir á dag. Þetta getur haft virkilega hamlandi áhrif og hind- rað fólk í að sinna daglegu lífi. Á þessum tímum þá gefst okkur ákveðið tækifæri til að skilja betur þá sem eru að glíma við þennan vanda. Þetta gefur okkur smá innsýn. Við fáum nasaþefinn af því að vera í þessu óttafangelsi. Það að upplifa eins og heimurinn sé fullur af hættum, ef við fylgjum ekki þessum ákveðnu reglum sé voðinn vís.“ Óvissa hefur áhrif

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.