Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 25
SAKAMÁL 2527. mars 2020 MYRTI FJÖLSKYLDU SÍNA FYRIR FRELSI n Fjölskylduföðurinn dreymdi um fullkomið frelsi n Áform hans reyndust dýrkeypt n Eiginkona og þrjú börn skyldu ekki standa í vegi hans „Svar hans var stutt og laggott: „Nei, þakka þér.“ hafði ausið fé. Einnig var kallað- ur til vitnis starfsmaður banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, sem hafði þýtt 140 blaðsíður sem Christopher hafði skrifað á með- an hann beið réttarhalda í fang- elsi. Textann hafði Christopher skrifað með rúnaletri, en hann hafði víst mikinn áhuga á drúíd- um og öllu sem þá snerti. Rúnapár Ekki fylgir sögunni hvað rúnaskrif Christophers innihéldu nákvæm- lega. Ekki minntist hann þó einu orði á eiginkonu sína og börn, en ein nektardansmeyjanna sem höfðu glatt augu hans áður en hann myrti fjölskyldu sína varð þess heiðurs aðnjótandi að fá til- vísun eða tvær í rúnapárinu. Hvað sem því líður þá kom í ljós að Christopher hafði þrýst hlaupi skammbyssunnar undir höku Kimberly og tekið í gikk- inn. Síðan hafði hann beint bys- sunni að börnum sínum, einu á fætur öðru, og skotið hvert og eitt tveimur skotum, einu í höfuðið og öðru í bringuna. Að minnsta kosti eitt barnanna hafði reynt að bera hönd fyrir sig. Hafði ekkert að segja Christopher Vaughn var sakfelld- ur fyrir morðin á eiginkonu sinni og þremur börnum og fékk fjóra lífstíðardóma sem hann á að af- plána hvern á fætur öðrum. Áður en dómurinn var kveðinn upp var Christopher boðið að ávarpa viðstadda. Svar hans var stutt og laggott: „Nei, þakka þér.“ Börnin þrjú Cassandra, Blake og Abigayle áttu sér einskis ills von. Móðirin Kimberly féll fyrst fyrir hendi Christophers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.