Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 26
26 MATUR 27. mars 2020 Prófaðu Pretzel n Þýska góðgætið bjargar deginum n Hræódýrt hráefni og einfaldara en það sýnist Þ ýska góðgætið Brezel, það sem við köll- um Pretzel, er tilvalið til að spreyta sig á þegar lítið annað er að gera. Ekki skemmir fyrir að hráefnin eru hræó- dýr og alls ekki eins flókið að gera Pretzel og maður heldur. Hægt er að leika sér með grunndeigið og búa til alls kyns skemmti- lega brauðrétti sem nánast bráðna í munni. Þá er vert að taka fram að grunndeigið er algjör- lega vegan. n 1 1/2 bolli volgt vatn n 1 msk. sykur n 2 tsk. sjávarsalt n 1 pakki þurrger (12 g) n 2 msk. ólífuolía n 4 1/2 bolli hveiti n smá bragðdauf olía n 10 bollar vatn n 2/3 bolli matarsódi n meira sjávarsalt Blandið vatni, sykri og sjávarsalti saman í stórri skál og stráið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um 5 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið ólífuolíu og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1 til 2 mínútur í skálinni, skellið deiginu svo á borð sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2 til 3 mínútur í við- bót. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og dembið deigkúlunni ofan í hana. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55 til 60 mínútur á volgum stað. Stillið ofninn á 230°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til lengjur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og mótið pretzel úr lengjunum. Þið getið einnig búið til bollur og skorið grunnt x í þær með borðhníf. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið saltkringlun- um/bollunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sek- úndur. Takið saltkringlurnar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti yfir kringlurnar og bakið í 14 til 16 mínútur, eða þar til kringlurnar eru orðnar dásamlega dökkar og djúsí. n 1/4 bolli púðursykur n 1 bolli volgt vatn n 1 bréf þurrger (12 g) n 2 msk. ólífuolía n 3 bollar hveiti n 8 bollar vatn n 1/2 bolli matarsódi n sjávarsalt n ostur að eigin vali Blandið sykri, vatni og þurrgeri saman í skál og látið bíða í nokkrar mínútur þar til blandan freyðir. Blandið ólífuolíu saman við og síðan hveiti, einum bolla í einu. Hnoðið vel, fyrst í skál og síðan á borði. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og setjið deigið ofan í. Setj- ið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund. Hitið ofninn í 225°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Skiptið deiginu í 10 til 12 jafn- stóra hluta og búið til lengjur úr hverjum hluta sem þið fletjið ögn út með höndunum. Setjið vænan bút af osti í miðja lengjuna og klípið deigið saman frá hverri hlið þannig að deig hylji ostinn frá öllum hliðum. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið lengjunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær sjóða í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Raðið lengjunum á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti yfir þær og bakið í 10 til 12 mínútur. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Pretzel-saltkringlur/ Pretzel-brauðbollur Ostafylltar Pretzel-stangir n 1 1/2 bolli volgt vatn n 3 msk. púðursykur n 2 tsk. salt n 1 bréf þurrger (12 g) n 2 1/2 bolli hvítt hveiti n 2 bollar heilhveiti n 4 msk. ólífuolía n 10 bollar vatn n 2/3 bolli matarsódi n 1 eggjarauða blönduð við 1 msk. af vatni n sjávarsalt n sesamfræ Blandið vatni, sykri og salti saman í stórri skál og stráið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um 5 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið ólífuolíu og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1 til 2 mínútur í skálinni, skellið deiginu svo á borð sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2 til 3 mínútur í viðbót. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og leyf- ið deiginu að liggja þar. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55 til 60 mínútur á volgum stað. Stillið ofninn á 225°C og setjið smjörpappír á ofn- plötu. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til kúlur úr deiginu og búið til þokka- lega stórt gat í þeim miðjum með fingri. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið beyglunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Takið beyglurn- ar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti og/eða sesamfræjum yfir beyglurnar og bakið í 10 til 12 mínútur. Heilhveiti Pretzel-beyglur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.