Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 30
30 27. mars 2020STJÖRNUSPÁ M ikið mæðir á Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, um þessar mundir. Því fannst DV tilvalið að lesa í tarotspil Páls á þessum COVID-tímum og athuga hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV. Litlu vandamálin Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Páli er 5 stafir. Bersýnilega er Páll að tak- ast á við gríðarlega stórt vandamál og áskorun ásamt sínu fólki á Landspítalanum. Hins vegar eru einnig smá- vægileg vandamál að angra hann, þó að honum sé bent á að þessi litlu vandamál skipti ekki máli í stóra samhenginu. Páll er hins vegar þannig maður að hann vill ekki láta neitt ósagt og gengur því í það að friða sam- viskuna, hvort sem vandamálin eru stór eða lítil. Hann er að nýta færni sína á sviði heil- brigðismála og rekstrar til hins ítrasta þessa dagana og mun breyta þessari reynslu í ávinning síðar meir. Kaldur en tilfinninganæmur Næst er það Bikarkonungur. Oft getur Páll virk- að kaldur og lokaður karakter á þá sem ekki þekkja hann. Sökum sérfræðimenntunar sinnar og stöðu hefur hann búið sér til þann persónuleika út á við og tekur þessi persónuleiki æ meira yfir. Páll er tilf- inninganæmur en á oft erfitt með að tjá tilfinningar sínar og á það til að skammast sín fyrir þær. Hann þarf að minna sig á skilin á milli vinnu og einkalífs og umlykja fólkið sitt heiðarleika og hlýju á þessum erfiðu tímum þar sem vinnan gleypir hann. Kveður spítalann Loks er það 4 sverð. Eftir að COVID-stormurinn er liðinn hjá kemur það Páli á óvart hve miklu hann hefur áorkað með skipulag, kraft og dugnað að vopni. Heimsfaraldurinn hefur tekið sinn toll og þarf Páll að hvíla sig vel og lengi eftir að stríðinu lýkur. Hann þarf að huga betur að áhugamálum sín- um, en ekki síst heilsunni. Þó að líf hans einkenn- ist af hraða þarf hann að gefa sér tíma til að staldra við og hlusta á líkamann og þarfir hans. Páll þarf að komast í snertingu við hina djúpu kyrrð en einnig velta fyrir sér hvort hann sé á þeim stað í lífinu sem hann vill vera. Hugsanlega er tíð hans á Landspítal- anum lokið og eitthvað nýtt tekur við. n stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 29. mars – 4. apríl Þú ert þekkt/ur fyrir að fá fullt af hugmyndum og sumar eru ansi brjálaðar. Núna hefurðu meiri tíma til að hugsa, eins og flestir, og allt í einu poppar upp í kollinn gömul hugmynd sem þér fannst alltof brjáluð hér einu sinni. Núna eru hins vegar breyttir tímar og hugsanlega er þessi hugmynd ekki það fráleit eftir allt saman. Þá er bara að hrinda henni í framkvæmd! Þú átt það til að þvinga fólk til að vera sammála þér eða til að fá þínu fram- gengt. Þú átt það til að æða áfram, líkt og þú værir stjórnlaus, sem þú ert samt í raun ekki. Í þessari viku hittir þú hins vegar fólk sem lætur ekki bjóða sér slíkt og þarft þú því að taka á honum stóra þínum og sannfæra það með traustri röksemdafærslu og samkennd. Þó að þú þurfir að halda þig í fjarlægð frá manneskju sem er þér kær þýðir það ekki að þú getir ekki tjáð tilfinningar þínar eða umhyggju. Nú er akkúrat tíminn til að finna nýjar leiðir til að gleðja og viðhalda ástarloganum, til dæmis með fallegum orðsendingum eða heimsendum pakka. Myndsímtöl eru líka til margs gagnleg, þá sérstaklega í svefnherberginu. Þú átt mjög erfitt með að viðurkenna þegar þú hefur rangt fyrir þér og átt oft erfitt með að víkja. En sá vægir sem vitið hefur meira og stundum er gott að játa vanmátt sinn. Það er hins vegar ýmislegt að angra þig þessa dagana og af- brýðisemi blossar upp í nánu sambandi. Afbrýðisemi er aldrei af hinu góða og þú skalt passa þig vel á þeim vegi sem þú fetar nú. Þín yndislega sál vill alltaf sjá það besta í öllum, elsku ljón. Nú er hins vegar tími til að vera á varðbergi. Það er einhver úlfur í sauðargæru nálægt þér og það reynist þér erfitt verk að bera kennsl á þann svikahrapp. Ekki saka neinn um neitt fyrr en þú ert 100 prósent viss í þinni sök. Láttu frekar lítið fyrir þér fara og safnaðu upplýsingum sem styðja mál þitt. Einhleypar meyjur hafa sjaldan eða aldrei fundið fyrir jafnmiklum neistum og fiðrildum í maganum og nýta þessa viku til að segja einhverjum sérstökum hvernig þeim líður. Lofaðar meyjur þurfa engar áhyggjur að hafa því um miðja vikuna fyllast þær af sjálfstrausti og metnaði til að gera vel við makann á alla mögulega og ómögulega vegu. Þessi vika verður ein, stór flugeldasýning. Þú hefur verið að sópa einhverjum litlum verkefnum undir mottu en nú er komi tími til að viðra mottuna rækilega og takast á við þessi verkefni, sem eru alls ekki eins flókin og þú hélst í byrjun. Síðan þarftu að gera upp viss mál við ákveðinn aðila og skalt passa þig á að vera ekki of fljót/ur til árekstra og rifrildis. Reyndu að takast á við þetta á yfirvegaðan hátt. Einhver sem stendur þér nærri heldur að sér stóru leyndarmáli, en það er sama hvað þú reynir að draga það upp úr þessum aðila – það tekst ekki. Því skaltu einbeita þér að öðru og leyfa þessari manneskju að ákveða sjálf hvenær og hvernig hún nálgast þig og léttir af sér leyndarmálinu. Það er nefnilega stórt og þú þarft að hafa þig alla/n við að sýna skilning. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur þú dregið saman seglin og ekki eytt jafnmiklu og þú gerir vanalega. Þú ert nefnilega soddan eyðslukló en núna horfir þú á peninga á allt annan hátt. Þú eyðir í nauðsynjar – ekki munað. Þetta er góður tími fyrir þig til að endurskipu- leggja fjármálin og athuga hvort þú getir jafnvel lagt aðeins fyrir, áður en harðindin banka upp á. Það er mikill kraftur sem býr innra með þér en undanfarið hefur þú þurft að eyða aðeins of miklum kröftum í ákveðna manneskju sem hefur sogað úr þér mikla orku. Í þessari viku ákveður þú að einbeita þér að því að endurstilla þig og fá alla þessa orku til baka með því að gera það sem þér finnst skemmtilegt, ganga um í guðsgrænni náttúrunni og lesa góðar bækur. Þú þarft að pústa, elsku vatnsberi. Hringdu í góðan vin eða annan sem þolir að hlusta tímunum saman á allt sem er að angra þig. Þú ert á barmi einhvers kon- ar áfalls og það virkar ekki lengur að gera eitthvað til að fá útrás fyrir gremjuna. Nú þarftu að finna nýjar leiðir og jafnvel leita þér faglegrar aðstoðar við þínum kvillum. Það er aldrei gaman að efast um fólk en þú þarft samt að hugsa þig tvisvar um áður en þú treystir manneskju sem er tiltölulega nýkomin inn í líf þitt. Þú ert móttækilegri nú en áður fyrir gylliboðum en þú þarft að gæta þess að hafa báðar fætur á jörðinni og vega og meta hvert einasta tækifæri sem verður á vegi þínum. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar Lesið í tarot Páls Ástfangin í sóttkví – Svona eiga þau saman Á hrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir og kærasti hennar, þúsundþjalasmiðurinn Egill Fannar Halldórsson, hafa verið saman í sóttkví í nokkra daga, allt frá því að Eg- ill kom til landsins eftir ferð til Balí. Tanja og Egill hafa verið saman um nokkurra ára skeið og ákvað DV að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman. Egill er fiskur en Tanja Ýr er vatnsberi. Þetta samband þrífst á gagnkvæmri virðingu fyrir hug- myndum og tilfinningum hvort annars. Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og eru þau bæði afar sveigjanleg þegar kemur að því að stökkva á ný tækifæri og ævintýri. Vatnsberinn er mjög hugmyndaríkur og er sífellt að skapa. Fiskurinn svífur áfram í draumaheimi og saman geta þessi tvö hrint alls kyns sniðugum hugmyndum í framkvæmd. Egill og Tanja Ýr eru bæði mjög lausnamiðuð og eru mjög góð í að líta inn á við þegar kemur að samskiptum við aðra, hvort sem það er makinn eða vinir. Vatnsberinn getur oft verið fljótur að dæma þá sem sjá heim- inn ekki eins og hann, á meðan fiskurinn sýnir oft of mikla góðmennsku, jafnvel þeim sem eiga hana ekki skilið. Vatnsberinn og fiskurinn eru ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur mjög góðir vinir. Vandamál eru sjaldséð í þessu sambandi en þegar þau koma upp eru bæði merki mjög fljót til að fyrir gefa og halda áfram með lífið. n Egill Fæddur: 12. mars 1993 Fiskur n listrænn n blíður n hjartagóður n tilfinninganæmur n treystir of mikið n vill flýja raunveruleikann Tanja Ýr Fædd: 9. febrúar 1992 Vatnsberi n frumleg n sjálfstæð n mannvinur n framsækin n fjarlæg n ósveigjanleg Breytir reynslu í ávinning n 29. mars Ívar Guðmundsson útvarpsmaður, 54 ára n 30. mars Auður Jónsdóttir rithöfundur, 47 ára n 31. mars Steinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaður, 36 ára n 1. apríl Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill, 49 ára n 1. apríl Gunnar Reynir Valþórsson fjölmiðlamaður, 45 ára n 4. apríl Jakob Bjarnar Grétarsson fjölmiðlamaður, 58 ára n 4. apríl Gyrðir Elíasson rithöfundur, 59 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.