Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 10
10 27. mars 2020FRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI SAMFÉLAG Í SÓTTKVÍ n Allir íbúar Húnaþings vestra í úrvinnslusóttkví n Allir tilbúnir að berjast gegn mótlætinu A llir íbúar Húnaþings vestra sæta nú úr- vinnslusóttkví sökum COVID-19 faraldursins. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun á meðan unnið er að smitrakningu, en grunur leik- ur á víðtæku smiti í sveitarfé- laginu. Úrvinnslusóttkví felur í sér sömu reglur og gilda um hefðbundna sóttkví, nema með þeirri undantekningu að einn af hverju heimili má fara út og ná í nauðsynjar, sem er ekki heim- ilt í hefðbundinni sóttkví. Þó má fara út að ganga, viðra gæludýr og börn og þess háttar. Þó ber að gæta almennra sóttvarnar- reglan og halda tveggja metra fjarlægð við næsta mann. DV tók stöðuna á nokkrum íbúum Húnaþings og forvitnaðist um lífið í sóttkvínni. Skylda að fara eftir reglum Ólafur E. Rúnarsson tónlistar- kennari segir veruna í sótt- kví skrítna og hlakkar mest til að hitta aftur nemendur sína, kollega og kórfélaga. „Það er óneitanlega hálfskrítið að vera fastur heima og geta ekki sinnt störfum sínum, en það er skylda okkar að fara eftir reglum sem settar eru af stjórnendum sveitarfélagsins. Ég hef verið að dunda mér í eldhúsinu, bæði að elda úr frystinum og síðan að baka brauð og prófa eitthvað nýtt í eldhúsfræðunum. Andinn er ágætur, allir taka þessu með æðruleysi og sérstaklega þegar tölur yfir smitaða lækka dag frá degi, þá vonandi lyftist brún okkar. Eftir svakalegan vetur með óveðrum, rafmagnsleysi og snjóþyngslum er skrítið að vera fastur inni í birtu og sól, svona inni á milli.“ Hvers hlakkar þú til þegar sóttkvíin er yfirstaðin? „Mesta tilhlökkunin er að hitta nemendur sína, samkennara og kórana aftur.“ Einstök samheldni í samfé- laginu „Þetta er nú ekkert það skemmti- legasta sem ég hef gert, en maður skilur alveg ástæðurnar fyrir því og gott að þetta var tekið svona föst- um tökum strax. Þetta er allt samt frekar súrrealískt,“ segir Eydís Ósk Indriðadóttir. Hún segist hins vegar hafa nóg fyrir stafni heima fyrir. „Ég er í masternámi þannig að ég hef nóg að gera í náminu og eins dóttir mín, sem er í 8. bekk, hún hefur nóg að gera í lærdómi. Annars erum við duglegar að fara út að ganga, og lesa, horfa á þætti og spjalla saman, allt samt með um tvo metra á milli okkar. Maðurinn minn fer í fjárhúsin tvisvar á dag, en annars erum við öll hvert á sín- um staðnum í húsinu en köllum, hringjum eða sendum skilaboð á milli til að spjalla.“ Eydís segir að þrátt fyrir allt sé stemmingin í Húnaþingi góð. „Andinn er ótrúlega góður miðað við aðstæður. Það er alveg einstök samheldni í þessu sam- félagi og ef eitthvað bjátar á eru allir tilbúnir að aðstoða. Fólk er auðvitað orðið þreytt á þessum vetri sem er búinn að vera rosa- legur; hamfaraveður, langtíma- rafmagnsleysi og núna víðtækt kórónuveirusmit, en samt standa allir saman og eru tilbúnir að berjast við allt mótlæti.“ Og eftir að sóttkvínni er aflétt er ýmislegt að hlakka til. Það stendur ekki á svörunum þegar að Eydís er spurð hvers hún hlakki mest til. „Að geta knúsað fjölskylduna mína og vini og hitta krakkana mína í skólanum.“ Tómas Valgeirsson Erla Dóra tomas@dv.is / erladora@dv.is Þórey Edda Elísdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.