Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 22
22 PRESSAN 27. mars 2020 Virkar á 1 mínútu Zonnic pepparmint munnholsúði inniheldur nicotin, 1 mg/úða, og er lyfið notað til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. „Sjúklingur núll“ fyrirlitinn og útskúfaður n Mary Mallon n „Sjúklingar núll“ samtímans K ínverskir vísindamenn hafa að undanförnu leitað logandi ljósi að „sjúklingi núll“ í tengslum við COVID-19 faraldurinn. „ Sjúklingur núll“ er notað yfir þann einstakling sem fyrstur allra þróar smitandi sjúkdóm með sér og getur þar með smitað frá sér og hrundið faraldri af stað. Hugtakið „sjúk- lingur núll“ (sjúklingur O) er þó sjálft byggt á misskilningi. Það varð til 1984 í Banda- ríkjunum þegar vísindamenn í Kaliforníu sögðu Gaëtan Dugas, sem var lengi talinn vera fyrsta fórnarlamb AIDS, vera „sjúkling O“ þar sem O stóð fyrir „out-of-state“. Bók- stafnum var síðan ruglað saman við töluna 0 og síðan hefur almenn verið talað um „sjúkling núll“. Samkvæmt leyniskjölum sem South China Morning Post komst yfir er talið að COVID-19 faraldurinn hafi brotist út þann 17. nóvember á síðasta ári í Hubei-héraði í Kína. Vísindamenn hafa þrengt hringinn um 10 manns sem koma til greina sem „sjúklingur núll“, mestar líkur eru taldar á að það sé 55 ára karlmaður, úr þessum hópi, sem sé „sjúklingur núll“. Fyrsti „sjúklingur núll“ sögunnar Charles Henry Warren, eiginkona hans og þrjú börn þeirra bjuggu á horni McCouns Lane og East Main Street í Oyster Bay, á Long Island við New York, sumarið 1906 en þar hafði fjölskyldan leigt hús um sumarið. Fjölskyldan var vel efnuð en Warren starf- aði við ýmsa fjármálagjörninga. Hverfið var hverfi hinna ríku og húsin reisuleg eftir því. Skammt frá heimili fjölskyldunnar var Sagamore Hill sem var sumardvalarstaður Theodores Roosevelt forseta. Hjónin höfðu ráðið hina írsku Mary Mallon, sem var 36 ára, sem kokk á heim- ilið og óhætt er að segja að hún hafi stað- ið undir væntingum hvað eldamennsku áhrærði. Gómsætir eftirréttir hennar slógu sérstaklega í gegn hjá fjölskyldunni og þá sérstaklega heimagerður vanilluís með litl- um ferskjubitum í. Hann var svo vinsæll að hann var á borðum nánast hvert kvöld. Föstudaginn 27. ágúst 1906 hafði fjöl- skyldan þó enga lyst á vanilluís Mary Mallon, það var annað sem átti hug fjöl- skyldunnar. Yngsta dóttirin, Hazel War- ren, hafði verið með háan hita og höfuð- verk í nokkra daga en þennan dag fékk hún heiftar legan niðurgang. Síðdegis skar lækn- ir úr um að hún væri smituð af taugaveiki sem á rætur að rekja til salmonellubaktería. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Virtist meinlaus Mary Mallon var kokkur. „Hún notaði oft fölsk nöfn og ekki var hægt að kort- leggja allar ferðir hennar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.