Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 27. mars 2020 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík Hegðun hálfvitanna Þ að fauk í Víði Reynisson á daglegum upplýsinga- fundi Almannavarna, Sótt- varnarlæknis og Land- læknis í vikunni. Ástæðan? Jú, Víði blöskraði hvernig Íslendingar höguðu sér í hertu samkomu- banni. Sagði hann marga ekki taka þetta alvarlega. Líklegast í fyrsta sinn sem almenningur hef- ur séð þennan nýjasta hálfguð landsins virkilega pirraðan. Þótt ég sé ekki hlynnt því að láta embættismenn lesa mér pistil- inn þá fannst mér nokkuð gott hjá Víði að skipta svo greinilega skapi. Það er nefnilega algjörlega óþolandi hve litla virðingu sumir bera fyrir öðrum. Það er ekki að- eins óþolandi heldur getur það einnig verið hættulegt, þó ekki eingöngu vegna smithættu. Ég þekki allavega tvær mann- eskjur sem gortuðu sig af því við komu til landsins að hafa lagt lykkju á leið sína til að sleppa við sóttkví. Í ræktinni, áður en hert samkomubann skall á, heyrði ég hóp af konum tala fjálglega um að þær vissu ekki hvort þær ættu að mæta strax til vinnu þar sem þær væru nýkomnar frá hættusvæði. Svo eru það grasasnarnir sem anda ofan í hálsmálið á manni í matvöruverslunum, fábjánarnir sem maður mætir í göngutúrum sem víkja ekki til að virða tveggja metra regluna, þorskhausarn- ir sem fara ekki eftir einföldum reglum og halda mannmörg partí í heimahúsum. Við erum samt ekki öll Al- mannavarnir eins og þetta þreyt- andi slagorð, sem framleitt var á rándýrum hugarflugsfundi á aug- lýsingastofu, reynir að sannfæra okkur um. Almannavarnir eru Almannavarnir. Við erum bara við. Við eigum að nota heilbrigða skynsemi og fara eftir reglun- um, því eins og Víðir sagði rétti- lega þegar hann stökk upp á nef sér – þetta er ekkert grín. Þetta er dauðans alvara. Við eigum að virða persónurými hvers og eins og reyna, á þessum einkenni- legu tímum, að setja okkur í spor annarra. Fjölmargir glíma við heilsukvíða, hafa áhyggjur af ást- vinum með undirliggjandi sjúk- dóma eða vilja einfaldlega standa sig vel fyrir samfélagið. Þvo hend- ur vel og vandlega, spritta, þrífa heimilið hátt og lágt, leyfa bara einum úr fjölskyldunni að fara út í búð, halda sig í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá fólki og bjóða ekki fólki heim til sín. Þetta er hins vegar allt fyrir bí þegar þöngulhausarnir mæta á svæðið og nánast sleikja mann frá toppi til táar. Ég veit um nokkra nálægt mér sem hafa nánast misst þolinmæð- ina gagnvart fábjánunum. Næst- um því misst stjórn á skapi sínu. Næstum því slegið frá sér. Ekki furða, enda er þráðurinn ansi stuttur þegar allt er lokað og engir mega hittast. Þess vegna segi ég að þessi hegðun hálfvitanna er ekki aðeins hættuleg vegna smit- hættu heldur getur hún orðið til þess að til handalögmála kemur. Þegar sprengiþráðurinn er orðinn jafn stuttur og raun ber vitni hjá ansi mörgum í samfélaginu í dag þá getur farið illa. Ég vil því biðla til fábjánanna, hálfvitanna, þöngulhausanna og þorskhausanna að gyrða sig í brók og læra einfalda mannasiði, fyrir sig og hina. Þeir eru ekki Al- mannavarnir en þeir geta hætt að vera svona djöfulli óbærilegir. n Spurning vikunnar Hvers saknar þú mest þessa dagana? „Þar sem ég er sjálfstætt starfandi þykir mér ansi gott að byrja daginn á kaffihúsi og vinna aðeins. Þá verður Te og kaffi oftast fyrir valinu, er því í öngum mínum yfir lokun þess.“ Heiðar Sumarliðason Ég sakna þess mest að hitta fólk og sitja og spjalla við fjölskyldu og vini. Að tala saman gegnum netið eða símann er bara alls ekki það sama þótt það bjargi miklu. Ég get ekki beðið eftir að þetta gangi yfir. Ég held að maður horfi öðrum augum á lífið eftir þetta.“ Sigríður Sigurðardóttir „Þetta eru skrítnustu tímar sem flestir ef ekki allir eru að upplifa. Ég fagna öllum þeim aðgerðum sem eru í gangi til þess kæfa þessa veiru sem geisar á al- þjóðasamfélaginu. Ég mun sakna þess að geta ekki hitt fólkið mitt í Eyjum um næstkomandi helgi þar sem við ætluðum að eyða tíma saman, pabbi minn hefði orðið sjötugur 25. mars. Ég mun sakna þess að fara ekki á Blúshátíðina á Hilton um páskana. Að öðru leyti er ég bara góð og óska öllum góðs gengis á þessum erfiðu tímum.“ Ragnheiður Rut Georgsdóttir „Líf mitt hefur satt að segja tekið litlum breyting- um þrátt fyrir þessar reglur og það er ósköp svipað því sem það hefur verið sl. 20 ár því að á meðan ég er að skrifa bók þá er ég og vil vera ein heima að vinna, í friði fyrir öðrum. Ég kemst að vísu ekki í ræktina lengur en bæti það upp með daglegri kraftgöngu um miðbæinn með tónlist í eyrunum. Ég sakna þess helst að geta ekki hitt tæplega árs- gamla dótturdóttur en það er lítil fórn til þess að verja nána ættingja með undirliggjandi sjúkdóma fyrir mögulegu smiti.“ Vilborg Davíðsdóttir Viljið þið gjöra svo vel … Ekki er öll vitleysan eins, en Lögreglan á Suðurnesjum ákvað að slá á létta strengi í vikunni með beiðni til tilvonandi brotafólks. Í tilkynningunni eru einstaklingar, sem hyggjast brjóta af sér, beðnir um að láta af þeim áformum þangað til kórónuveirufaraldurinn væri yfirstaðinn. Því neyðast góðkunningjar lögreglunnar til að taka fordæmalaust tillit til samfélagsins, og helst fremja brot sín heima í huggulegheitunum, skyldi sjálfsstjórnin fara úr böndunum. Óvenjulegir tímar krefjast óhefðbundinna lausna og þar sem lögreglan hefur beðið svona fallega, þá er boltinn augljóslega hjá krimmunum. Kreppa hjá fíkniefnasölum Dópsalar sleppa ekki undan COVID-19 afleiðingum. Nú er samkomubann og skemmtanalífið á landinu hefur smækkað niður í öreindir og þar með eftirspurnin eftir fíkniefnum, sömuleiðis eru birgðir takmarkaðar þar sem innflutningur verður fyrir áhrifum samgönguhafta. Dópsalar geta líklega ekki nýtt sér þau úrræði sem ríkið hefur boðað til að styðja launþega og launagreiðendur á þessum tímum. Varla sækja þeir um atvinnuleysisbætur? Því þurfa neytendur fíkniefna líklega að sætta sig við að verð á fíkniefnum rjúki upp úr öllu valdi. Æ æ. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is MYND: EYÞÓR ÁRNASON Kyrrð á tímum COVID-19 Þetta par tyllti sér hjá Sólfarinu og naut þess að líða eins og það væri eitt í heiminum í skugga herts samkomubanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.