Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 28
28 FÓKUS 27. mars 2020 Guy Fawkes – V for Vendetta Þessi gríma er ekki alslæm og ef við tökum allan búninginn úr V for Vendetta eins og hann legg­ ur sig er hér einn vel varinn maður. Það getur þó verið óþægilegt til lengdar að anda með þessa grímu á andlitinu og fer rakinn heldur betur að segja til sín. Þó myndi þessi gríma standast flestar kröfur, væri ekki fyrir litla loftgatið við munninn sem býður hættunni heim. 5/10 Kylo Ren – The Force Awakens the Last Jedi Skywalker Þessi sver sig í ætt við afa sinn, Svarthöfða, og af góðri ástæðu. Gríman hjá Kylo léttari, en því miður færðu ekki jafnflotta rödd og gamla fyrirmyndin. 9/10 Bane – The Dark Knight Rises Bane er í hörkugóðum mál­ um, svo framarlega sem hann snertir ekki andlitið með ber­ um höndum. Hann er tengdur við sérstakt lofthylki og ofar öllu er grímuhönnunin grjót­ hörð. Helsti ókostur mikillar notkunar er litamismunur­ inn á kollinum eft­ ir heitan dag í sól­ inni. 8/10 Svínstrýnið í Saw Jú, þessi steinliggur og ætti að verja höf­ uð og háls vel. Auk þess er nóg pláss undir grísatrýninu til að bæta við loftsíu. En svona í alvöru, er ekki í lagi? 8/10 Spider-Man Undir hefðbundnum kringumstæðum myndi fólk segja að á meðan þú nærð að anda gegnum spandexið, þá getur þú vissulega hóstað gegnum það. Nýjustu Spider­ Man grímurnar eru þó gædd­ ar einhverri undratækni frá Járnmanninum, annarri hetju sem væri í jafn sterkum, ef ekki betri, mál­ um í þessari samantekt. 7/10 Tom Cruise í Vanilla Sky Tom Cruise í Vanilla Sky yrði ekkert rosalega vel undir­ búinn. Gríma hans er meira hugsuð sem eins konar gervi­ húð til að fela áverka hans og afmyndun eftir slæmt slys. Hún er sennilega þægileg í notkun (en óhugguleg fyrir annað fólk þegar skotist er í ríkið eða matvörubúðina) en það þyrfti hiklaust einhverja viðbót við gúmmíið þegar of­ urflensa blasir við. Sama prinsipp gild­ ir um hina svonefndu Micha­ el Myers­ grímu. 5/10 Scarecrow – Batman Begins Í kvikmyndinni Batman Begins er fígúran Scarecrow með fátt annað en prýðilega skreyttan kartöflupoka. Gott á hrekkja­ vöku, en pass í heimsfar­ aldri. 4/10 Jason Vorhees – Fri- day the 13th o.fl. Jason Vorhees er ekki nógu vel varinn. Götin á blóð­ ugu hokkígrímunni eru of stór til að halda veirunni frá. En mikið óskaplega er hún flott samt. 4/10 Ghostface (Scream) Það er skárra að hafa þessa grímu en enga, en efnið er engu að síður þunnt og meira til skrauts. Það hjálpar heldur ekki að munurinn er al­ gjörlega óvarinn í hönnuninni. 4/10 Hannibal Lecter Það eina jákvæða við grímu Hannibals Lecter er að lítil hætta er á því að hann bíti næstu manneskju. Að vísu er mannætu venjulega haldið í strangri einangrun dag hvern, þannig að hann væri nokkuð öruggur. Gríman ein og sér gerir hins vegar ekki nokkurn skap­ aðan hlut, nema hræða yngstu hópana. 3/10 Batman (í gegnum árin) Þessi verndar þig fyrir um það bil öllu … nema því sem máli skiptir í veirufaraldri. Ben Af­ fleck fann að vísu lausn á þessu í sinni bíó­ mynd þegar hann hjólaði í Súpermann. 2/10 Zorro Það besta sem Zorro gæti gert í COVID­19 að­ stæðunum væri að halda sig í hesthúsinu. 2/10 Gríman í The Mask Þessi lýsir athyglissýki og stanslausri löngun til hreyf­ ingar. Ekki mælt með því í einangr­ un. 1/10. Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið l að kynna þína vöru. Bestu og verstu grímurnar á tímum COVID-19 Hvor er öruggari í miðri farsótt, Spider-Man eða Svarthöfði? Þ að er ekki óeðlilegt að fólk setji upp félags­ legar grímur við ýmsar aðstæður og nú stend­ ur mannkynið á tímamótum. Árið 2020 hefur, ásamt fjölda öðru, aukið vitundarvakningu fólks gagnvart áþreifanlegum grímum af ýmsu tagi. COVID­19 hefur sett veröldina á hliðina og skráð sig með ógnarhraða í sögubækurnar. Fólk víða um heim hefur gripið til hugmyndaríkra ráða með alls konar grímur, á almennum vettvangi eða í hlut­ verkaleik í einangrun. Á undanförnum vikum hefur neytandinn, sem aldrei fyrr, sankað að sér streymisveitum, línu­ legri dagskrá og afþreyingu, ekki síst ævintýrum. Þá sakar ekki að renna yfir þekktar grímur kvikmynda­ sögunnar og sjá hvernig sumar fígúrur myndu spjara sig í farsótt á við kórónuveiruna. Til að krydda þetta fylgir einkunn, sem metin er eftir því hvort eða hvernig grímurnar gagnast í núverandi faraldri. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Svarthöfði Svarthöfði er bú­ inn undir hvað sem er og lík­ ur á veirusmiti sama sem engar. Vel græjaður, innsiglaður og flottur. Gæti þó reynst minni­ háttar ókostur að grímunni undir Svarthöfðahjálm­ inum fylgja sól­ gleraugu. 10/10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.