Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 20
20 FÓKUS 27. mars 2020 E r heimsfaraldur COVID-19 ríður yfir heimsbyggðina þá býr um þriðj- ungur mannkyns við einhvers kon- ar samkomu- eða samgöngubann. Fólk sem er í sóttkví eða einangrun hefur þurft að grafa djúpt til að láta sér ekki leið- ast. Einhverjir foreldrar hafa látið til leið- ast og byrjað á samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er afar vinsæll á meðal krakka og ungs fólks. Eins og flestir foreldrar barna sem elska Tik Tok ættu að vita er einkenn- ismerki miðilsins örstutt dansmyndbönd. Börnin síðan læra þessa dansa, sem all- ir eru frekar keimlíkir, og dansa þá í gríð og erg, hvort sem það er í Kringlunni eða heima í stofu. Örlögin tóku í taumana Það má í raun kenna einni manneskju um þessa dansa sem foreldrar eru fyrir löngu búnir að fá nóg af. Það er hin fimmtán ára gamla Charli D‘Amelio frá Norwalk í Conn- ecticut-fylki í Bandaríkjunum. Charli þessi er vinsælasti unglingurinn á gjörvöllu internetinu og státar af rúmlega fjörutíu milljón fylgjendum á Tik Tok. En hver er þessi Charli og hvernig varð hún það vinsæl að meirihluti íslenskra barna á aldrinum átta til fimmtán ára kann dansana hennar utan að? Charli er fædd þann 1. maí árið 2004 og fagnar því sextán ára afmæli sínu inn- an tíðar. Eins og áður segir ólst Charli upp í borginni Norwalk í suðvesturhluta Conn- ecticut. Foreldrar hennar eru Marc og Heidi D‘Amelio og á hún eina systur, Dixie D‘Amelio, sem er átján ára. Áður en Charli varð heimsfræg á Tik Tok æfði hún og keppti í dansi. Þá notaði hún annan sam- félagsmiðil, Instagram, til að birta mynd- bönd og myndir úr danskeppnum. Hún er enn virk á Instagram en aðeins með tæp- lega tólf milljónir fylgjenda. Það var svo síðasta sumar að örlögin tóku í taumana. Fyrsta myndbandið henn- ar var dansdúett með Tik Tok-notandan- um move_with-joy, eins konar kennslu- myndband þar sem Charli apar eftir afar einföld dansskref með góðum árangri. Þá var ekki aftur snúið. Charli var búin að finna sína hillu í samfélagsmiðlaheimin- um og næstu fimm mánuðina náði hún að krækja í rúmlega fimm milljónir fylgjenda með dansmyndböndum sínum. Renegade-dansinn Charli er þjálfuð í dansi og því býr hún til dansspor sín sjálf og birtir fjölmörg Tik Tok- -myndbönd á degi hverjum. Flest eru þau vinsæl en hennar langfrægasti dans er án efa við lagið Lottery (Renegade), sem oft- ast er bara kallað Renegade. Þetta lag ættu flestir foreldrar landsins að kannast við og fá jafnvel hroll við að heyra á það minnst. Í raun er Renegade-dans Charli svo vin- sæll að það er meira að segja búið að búa til meme tengt dansinum, svokallað jarm á íslensku. Þá hafa margir notendur á Tik Tok búið til sína eigin útgáfu af Renegade- dansinum sem er innblásin af Charli. Á YouTube er einnig að finna aragrúa af vin- sælum kennslumyndböndum um hvernig er hægt að fullkomna Renegade-dansinn úr smiðju unglingastjörnunnar. Það kom hins vegar á daginn snemma á þessu ári að Charli var í raun ekki sú sem samdi þenn- an fræga dans heldur hin fjórtán ára Jalai- ah Harmon. Þegar það kom í ljós dönsuðu stöllurnar saman í myndbandi sem var birt á Tik Tok-síðu Charli. Eins og áður segir hófst frægðarför Charli D‘Amelio sumarið 2019. Hlutirnir gerðust hratt og strax í nóvember í fyrra seldi Charli miða á svokallaðan „meet- and-greet“ viðburð þar sem almúginn get- ur keypt miða til að hitta átrúnaðargoð sín. Charli var harðlega gagnrýnd fyrir að rukka óharðnaða unglinga og smákrakka um hundrað dollara, tæplega fimmtán þúsund krónur, fyrir það eitt að berja hana augum. Hún sneri vörn í sókn og sagði að hátt verð væri til að tryggja öryggisgæslu á svæðinu. Það sem yrði afgangs myndi renna beint til góðgerðarmála. Charli setti myndband af viðburðinum á YouTube-síðu sína og er það eina myndbandið sem hún hefur hlað- ið upp á YouTube. Horft hefur verið á það rúmlega sex milljón sinnum og þótt Charli státi bara af einu YouTube-myndbandi á rás sinni er hún með rúmlega átta hundruð þúsund fylgjendur á miðlinum. Í mynd- bandinu hvetur hún fylgjendur sína til að gefa til góðgerðasamtakanna Carnival for a Cause og Breathe for ALS. Charli fékk einnig einstakt tækifæri í nóvember í fyrra þegar hún kom fram í Barclays Center í Brooklyn í New York með Bebe Rexha, gríðarvinsælli söngkonu sem hefur hitað upp fyrir listamenn á borð við Katy Perry og Bruno Mars. Jörm og mynd- bönd af Charli að dansa með Bebe Rexha fóru á flug á internetinu. Í kjölfarið sagði Charli í samtali við tímaritið MEL að hún hygði á frekari frama í dansi í framtíðinni fremur en að treysta á hverfula frægð á samfélagsmiðlum. Ástin bankar upp á Í desember í fyrra urðu enn á ný mikil tíma- mót í lífi hinnar ungu Charli þegar hún gekk til liðs við Hype House, samfélag Tik Tok-notenda þar sem frægustu nöfnin á samfélagsmiðlinum koma saman, sem og Renegade, renegade, renegade … Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar Dansar fyrir seðla Óvíst er hve mikið Charli hefur þénað á Tik Tok-frægðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.