Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 11
27. mars 2020 FRÉTTIR 11 AÐALFUNDUR BÍ 2020 Fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2020 verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Lagabreytingar • Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Ath.: Athygli er vakin á að vegna veirunnar, covid-19, og röskunar af hennar völdum, gæti komið til frestunar fundarins. SAMFÉLAG Í SÓTTKVÍ n Allir íbúar Húnaþings vestra í úrvinnslusóttkví n Allir tilbúnir að berjast gegn mótlætinu En hefur eitthvað komið á óvart við það að vera í sóttkví? „Það er þá helst það hvað það er rosalega erfitt að þurfa að vera kyrr heima. Mig hef- ur aldrei langað jafn mikið í heimsóknir og núna, er vana- lega að tuða yfir því að geta aldrei verið BARA heima, en nú langar mig bara allt annað en að vera heima.“ Áfall þegar hún greindist Þórey Edda Elísdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í stangarstökki, hefur fundið fyrir gífurlegri þreytu og fékk smá áfall þegar hún greindist með COVID-19. Þórey segir í samtali við DV að hún reyni að láta tím- ann líða með reglulegri hvíld, en bæði hún og eiginmaður hennar eru smituð og finna fyrir smávægilegum einkenn- um. Þegar Þórey er spurð hvort hún verði vör við marga íbúa á Hvammstanga sem stunda göngutúra svarar hún játandi. „Við reynum auðvitað bara öll að gera það sem við meg- um,“ segir Þórey. „Sem bet- ur fer finnum við ekki fyrir þessum verri einkennum sem leggjast yfir suma. VIð hjónin finnum aðallega fyrir orkuleysi og höfuðverk.“ Hjón í sóttkví „Við erum auðvitað bara að reyna að halda viti. Það þýðir ekkert annað,“ segir Ingibjörg Pálsdóttir, en hún og eiginmað- ur hennar, Sigurður H. Eiríks- son, – bæði á níræðisaldri – eru í einangrun en einkennalaus. „Þetta er eiginlega skondið samfélag, því ef einhver fer út að ganga, þá er hann bara einn og vinkar þeim sem hann sér og talar ekki við einn eða neinn.“ Þá segir Ingibjörg að þau hjónin séu dugleg að þiggja hjálp frá syni sínum, hvað búðarferðir varðar og annað slíkt. Ingibjörg segist ekki mikið fara út fyrir dyr nema til að moka snjó. „Ég held að þetta sé verst hjá heilsugæslufólkinu okkar, því þar er svo fámennt. Annar læknirinn var á skíðum úti í Svíþjóð og hinn var svo óheppinn að lenda í sóttkví. Þá komu afleysingalæknar, en kona annars þeirra lenti líka í sóttkví og svipað átti sér stað hjá tveimur hjúkrunarfræðingum. Þá er dálítið mikið að gera hjá því fólki sem eftir stendur.“ Starfsmenn vinna heima Samheldni og baráttuandi Íbúar Hvammstanga láta COVID-19 ekki brjóta sig niður. Opinber þjónusta sleppur ekki við áhrif COVID-19 faraldursins. Fæðingarorlofssjóður er með þjónustuskrifstofu á Hvammstanga. Henni hefur verið lokað tímabundið og eru flestir starfsmenn sjóðsins vinnandi heima. Í tilkynningu á vefsíðu sjóðsins segir: „Í þeirri viðleitni að tryggja sem best starfsemi Fæðingarorlofssjóðs, s.s. símsvörun, vinnslu umsókna og greiðslur til foreldra, meðan COVID-19 faraldurinn varir hefur verið ákveðið að meginþorri starfsmanna sjóðsins vinni að heiman. Með þessum hætti er vonast til þess að velferð starfsmanna sjóðsins verði betur tryggð sem er forsenda þess að hægt verði að halda uppi góðri þjónustu við verðandi foreldra og foreldra í fæðingarorlofi. Þó mega foreldrar búast við örlítið lengri afgreiðslutíma en vanalega og jafnvel óvæntum hljóðum frá börnum eða gæludýrum starfsmanna í bakgrunni símtala. Við færum foreldrum kærar þakkir fyrir þolinmæði og skilning.“ n Ólafur E Rúnarsson, söngvari, kennari og kórstjóri. Eydís ásamt dóttur sinni. Ingibjörg og Sigurður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.