Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 2
2 27. mars 2020FRÉTTIR dæmi um furðuleg lög Lög eru mis- munandi í hverju landi fyrir sig og oft hefur það komið ferðamönnum í vandræði. Hér eru fimm dæmi um furðuleg lög víðs vegar um heiminn. Í Singapúr er ólöglegt selja tyggjó Innflutningur og sala á tyggjói var alfarið bönnuð í Singapúr árið 1992 en það kom meðal annars til vegna mikils óþrifnaðar sem leiddi af sér mikinn viðhalds- og hreinsunarkostnað í háhýsum, á götum úti og í almenningsvögnum. Árið 2004 voru gerðar breytingar á lögunum sem heimiluðu sölu á nikótín- og tann- hreinsityggjói gegn lyfseðli. Það er ekki ólöglegt að nota tyggjó en þeir sem henda því ekki í ruslið geta átt von á háum sektum. Í Danmörku má ekki vera með grímu á almannafæri Þessi umdeildu lög hafa verið í gildi í Danmörku frá því í ágúst 2018. Ástæðan er sú að yfirvöld vilja geta borið kennsl á fólk ef til dæmis slys eða glæpir eiga sér stað á stórum atburðum. Í Póllandi er Bangsímon ekki velkominn Í skólum og á leikvöllum í Póllandi er óheimilt að klæðast fatnaði með mynd af Bangsímon. Bangsinn vinalegi er talinn óviðeigandi og óæskilegur fyrir ung börn því hann klæðist allajafna ekki buxum. Í Rússlandi er ólög- legt að klæðast blúndunærfötum Lög í Rússlandi, Hvíta-Rúss- landi og Kasakstan kveða á um að undirföt eigi að vera lágmark sex prósent bómull. Þetta mun vera af heilbrigð- is- og öryggisástæðum. Í Nebraska máttu ekki gifta þig ef þú ert með kynsjúkdóm Lög í Nebraska-fylki í Bandaríkjunum kveða á um að ekki megi ganga í hjónaband með annarri manneskju ef maður er með einhvers konar kynsjúkdóm. Þrátt fyrir að þessi lög séu í fullu gildi þá er ekki krafist læknisvottorðs þegar sótt er um giftingarleyfi. Á þessum degi, 27. mars 1625 – Karl 1. var krýndur konungur Englands og Skotlands. 1884 – Fyrsta langlínusímtal sögunn- ar átti sér stað þegar hringt var á milli New York og Boston. 1963 – Quentin Tarantino, kvik- myndaleikstjóri og rithöfundur, fæddist. 1993 – Jiang Zemin tók við embætti sem forseti Kína. 1998 – Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) samþykkti lyfið viagra. Fleyg orð „Líf okkar byrjar að enda daginn sem við þegjum um hluti sem skipta máli.“ – Martin Luther King „Þetta er hundleiðin- legt til lengdar“ n COVID-19 í paradís n Útgöngubann og strangt eftirlit á Tenerife„Öryggisvörðurinn horfði á mig stórum augum og benti mér á að sækja mér nýja latexhanska A nna Kristjánsdóttir vélstjóri er orðin lesendum DV vel kunn. Hún flutti til Tenerife síðasta haust og hefur haldið úti vinsæl- um pistlum á Facebook um dvöl sína í „Paradís“. COVID-19 faraldurinn hefur nú varpað skugga á lífið í paradís og ríkir út- göngubann á eyjunni fögru til að hefta útbreiðslu veirunnar. Pistlaskrif í útgöngubanni Anna hefur haldið fylgjendum sínum upplýstum um lífið í útgöngu- banni af mikilli orðfimi. „Dagur 222 og dagur 10 í einangrun. Ég fór í búð í gær, hafði heyrt af nýjum kröfum um andlitsgrímur fyrir vitunum og því bjó ég mig eins og sögur sögðu að ég ætti að búa mig, klippti skálm af gömlum buxum og setti fyrir vitin. Svo mætti ég í búðina. Öryggisvörðurinn horfði á mig stórum aug- um og benti mér á að sækja mér nýja latexhanska, litur dags- ins var víst blár og hleypti mér síðan inn í búðina. Mér leið eins og ég get ímyndað mér einmana bankaræningja, var ein í búðinni með grímu fyrir and- litinu.“ Hún kveðst í pistlum sínum ekki endilega vera ósátt við einangrunina, enda séu aðgerðirnar skilj- anlegar í ljósi þess fordæmalausa faraldurs sem Evrópa stendur frammi fyrir. „Ég reyni að láta ástandið ekkert fara of mik- ið í taugarnar á mér. Þetta er kannski ekkert öðruvísi en stuttur túr á frystitogara, þá miðað við að einangrunin verði fram- lengd einu sinni og verði fjórar vikur. Það er allavega enginn veltingur hérna og ég kemst að auki í búðina og get fyllt á birgðirnar af klósettpappír og bjór. Að vísu sá ég danska hryllingsmynd um krónuveiruna á RÚV í gærkvöldi. Þetta var svona álíka uppbyggjandi eins og að hlusta á ónefnda útvarps- stýru tala um sömu hluti á annarri útvarpsstöð. Má ég þá heldur biðja um spænska útgáfu af Latabæ með Stefáni Karli heitnum. Svo er ég viss um að það sé ekk- ert verra að vera í sóttkví í Paradís en á Íslandi. Ég hefi allavega sól allan daginn og inn á svalirnar í fjóra tíma á dag þótt sundlaugarbakkinn sé lokaður með lögregluvaldi. Ef allt færi til fjand- ans og ég hrykki upp af hvort heldur af áfengiseitrun eða krónuvírus er örugg- lega betra að henda öskunni af mér í sjó- inn nærri Paradís. En ég viðurkenni alveg að ég sakna þess að sjá ekki lengur fallega fólkið streyma niður að ströndinni á morgn- anna á sama tíma og ég drekk morgunkaffið á svölunum.“ Mun harðari aðgerðir en á Íslandi DV hafði samband við Önnu og spurði um stöðuna. Hún segir reglurnar og eftirfylgnina með þeim vera töluvert harðari á Tenerife en á Íslandi. „Reglurnar eru mun harðari en á Íslandi. Það ríkir út- göngubann. Her og lögregla gæta þess að enginn sé á ferli að óþörfu. Búið að loka öllum hótelum og veitingastöðum sem ekki senda mat heim. Fólk má fara í búðina, í apótek- ið og til læknis sem og fara í hraðbanka,“ segir Anna. Utan þessa fær fólk lítið að fara út úr húsi. „Ég má ekki heimsækja fólk í næsta húsi en fólk má mæta til vinnu.“ Hún segir ástandið þó vissulega þreytandi. „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar. Það er þegar búið að framlengja bannið fram yfir páska. Það einasta sem fólk getur gert sér og öðrum til skemmtunar er að klukkan 19.00 fara margir út á svalir og klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki.“ Spurð hvernig andinn sé í Íslendingasamfélaginu þarna úti segir Anna að það sé erfitt að meta. „Þar sem engin bein samskipti eru á milli fólks öðruvísi en í gegnum síma eða á netinu get ég ekki svarað miklu um það enda flestir farnir heim sem ekki búa hér.“ Verður þetta ekkert einmanalegt? „Það fer að verða það, en samt, það er til sími og netið er notað á fullu. Það eru mjög margir stað- ir lokaðir á þessu svæði. Þar sem allt gengur út á túrismann er allt steindautt. Ég hef ekki farið út á Amerísku ströndina síðan allt lokaðist en get ekki ímyndað mér að þar sjáist lifandi sála. Hér er þó slatti af íbúum. Það verður gaman þegar allt opn- ast aftur.“ Pistlaskrif Önnu hafa sannarlega vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar gripið gullgæsina og deilt þeim með lesendum sínum. Anna hef- ur nú hafið formlegt samstarf við Mannlíf sem mun framvegis birta pistla hennar, þar sem hún mun án efa halda áfram að greina listilega frá dvöl sinni og, um þessar mundir, einangrun í Paradís. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.