Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 24
24 27. mars 2020 SAKAMÁL Á rla morguns fimmtudaginn 14. júní, 2007, barst Neyðarlínunni í Bandaríkjunum símtal sem sam- kvæmt rakningu átti uppruna sinn í byggðarlaginu Channahon í Illinois. Lögregla var send á staðinn og mætti henni ófögur sjón. Inni í jeppabifreið voru fjögur lík og karlmaður með skotsár á læri. Gert var að sári hans og honum síðan kom- ið á sjúkrahús. Borin voru kennsl á þau sem látin voru; Kimberly Ellen Vaughn, 34 ára, og þrjú börn hennar; Abigayle Elizabeth, 12 ára, Cassandra Ellen, 11 ára, og Blake Philip, átta ára. Öll höfðu verið skotin til bana og börnin höfðu verið skotin oftar en einu sinni. „Fjölskylduharmleikur“ Karlmaðurinn fyrrnefndi var Christopher Vaughn, eiginmaður Kimberly og faðir barnanna. Hann var ekki alvarlega særð- ur, en þó var það ekki hann sem hringdi í Neyðarlínuna, heldur vegfarandi sem átti leið hjá. Á vettvangi höfðu lögreglumenn fund- ið skammbyssu en vildu ekki fjölyrða um hvort einhver væri grunaður um ódæðið. Lögreglustjórinn Carl Dobrich sagðist þó telja að ekki þyrfti að leita langt yfir skammt og bæjarstjórinn í Channahon, Joe Cook, var honum sammála. „Við teljum nokkuð víst að hér sé um fjölskylduharm- leik að ræða,“ var haft eftir bæjarstjóran- um. Eiginmaðurinn ekki grunaður Ekkert var þó fast í hendi og þótt Christopher væri yfirheyrður var hann ekki settur í varðhald eftir að hann var út- skrifaður af sjúkrahúsinu. Á það var enda bent að mögulega hefði Kimberly skotið af skammbyssunni, en yfirvöld vildu ekki, að svo stöddu, opinbera einhverjar vanga- veltur um það. Óstaðfestar fregnir hermdu að Christopher hefði upphaflega sagt að fjöl- skyldan hefði lent í svokallaðri „drive-by“ skothríð; skotárás úr bifreið sem ekið var framhjá. Hann hefði svo síðar reynt að skella skuldinni á Kimberly. Það eina sem virtist ljóst í málinu var að Vaughn-fjölskyldan lagði land undir fót snemma þennan fimmtudagsmorgun, að sögn Christophers, til að eiga góðan dag í vatnagarði í Springfield. Spurningar en fátt um svör Ekki leið á löngu áður en dró til tíðinda. Við rannsókn á jeppa Vaughn-hjónanna höfðu fundist farsímar og rannsóknarlögreglan velti eðlilega fyrir sér af hverju Christo pher hefði ekki hringt sjálfur í Neyðarlínuna. Auk þess var Christopher skráður fyrir skotvopni, en ekki Kimberly. Fleiri spurningar vöknuðu sem kröfðust svara og fjölskyldufaðirinn varð sífellt lík- legri sem gerandi en fórnarlamb. Tímabært var að kanna nánar hvaða mann Christopher Vaughn hafði að geyma. Frelsi í óbyggðum Eins og gengur og gerist í mörgum viðlíka málum, þá gerðist ekki margt næstu árin, þrátt fyrir að Christopher hefði verið hand- tekinn og lokaður inni, ákærður fyrir fjög- ur morð. Dómur féll í málinu 26. nóvember, 2012, í kjölfar réttarhalds sem tók tæpt ár, en leiddi margt í ljós. Christopher hafði dreymt um að búa við fullkomið frelsi í óbyggðum Kanada. Hann vildi segja skilið við innihaldslítið út- hverfalíf sitt og lifa af landsins gæðum í Yu- kon í norðvesturhluta Kanada. Því ákvað hann að losa sig við fjölskyldu sína með þeim hætti að hún flæktist ekki fyrir hon- um með nokkrum hætti í framtíðinni. Hékk á strippbúllum Áður en sá draumur átti að rætast vildi Christopher þó njóta lífsins og þess sem ekki var í boði fjarri mannabyggð. Á sama tíma og hann viðaði að sér útivistarútbún- aði af öllum toga, eyddi hann þúsundum Bandaríkjadala á strippbúllum. Við réttarhaldið báru vitni tvær fyrrver- andi nektardansmeyjar sem Christopher MYRTI FJÖLSKYLDU SÍNA FYRIR FRELSI n Fjölskylduföðurinn dreymdi um fullkomið frelsi n Áform hans reyndust dýrkeypt n Eiginkona og þrjú börn skyldu ekki standa í vegi hans „Við teljum nokkuð víst að hér sé um fjöl- skylduharmleik að ræða Christopher Vaughn Fannst hversdagslífið vera prísund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.