Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Blaðsíða 12
12 27. mars 2020FRÉTTIR F rá því í fyrrahaust hafa stöðvar Reebok Fitness verið án starfsmanna á ákveðnum tímum virka daga, snemma á morgnana og svo aftur yfir miðjan daginn. Þetta staðfestir Ólafur Geir Ott- ósson, fyrrverandi einkaþjálfari stöðvarinnar, og fullyrðir hann að starfsmannaleysið geti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir viðskiptavini með tilliti til öryggis og viðeigandi viðbragðsáætlana. Ólafur segist margoft hafa bent yfirmönnum líkamsræktarstöðv- arinnar á eftirfarandi atriði en talað fyrir daufum eyrum. „Það er gjörsamlega galin til- hugsun að vita til þess að ung- lingar allt niður í fjórtán ára aldur megi æfa í stöðvunum með sam- þykki forráðamanna. Á sama tíma er enga starfsmenn þar að finna, sem dæmi um þetta er hvorki eft- irlit né aðhald á staðnum milli klukkan 14 og 17 alla virka daga. Líkamsræktarstöð er æfinga- svæði þar sem geta verið stór og mikil tæki og búnaður sem auð- velt er að slasa sig á með rangri notkun. Börn undir átján ára ættu að vera undir eftirliti og aðhaldi einhvers fullorðins á staðnum sem getur gripið inn í og verið til staðar. Sívirkt myndavélaeftirlit er þó á stöðvunum en það er engan veginn það sama og að vera með starfsmann á staðnum.“ Kalla þurfti til sjúkrabíl og enginn starfsmaður á staðnum Komi upp veikindi eða slys seg- ir Ólafur að treysta þurfi á við- skiptavini til að bregðast við. „Í sumum tilfellum eru þjálfar- ar á staðnum, sem geta brugðist við, en þeir eru ekki starfsmenn Reebok Fitness. Samkvæmt leyfisskilyrðum þarf að vera til staðar viðbragðsáætlun fyrir stöðvarnar og hún er til staðar. Í öllum tilfellum byggir hún á því að starfsmaður á staðnum bregð- ist við aðstæðum með því að fara strax í að tryggja ákveðna hluti samkvæmt verkferlum. Þegar ekki er starfsmaður á staðnum er ekki hægt að bregðast strax við samkvæmt áætlun og þarf því starfsmaður Reebok Fitness að koma á staðinn, sem getur tek- ið einhvern tíma. Dæmi eru um að kalla hafi þurft til sjúkrabíl vegna bráðaveikinda viðskipta- vina þegar ekki var starfsmaður í húsinu, að brunaviðvörunar- kerfi hafi farið í gang og því sinnt seint og illa. Konur hafa stundum upplifað og orðið fyrir óþægilegri nærveru og athygli karlmanna og það hefur gerst að inn hafa komið einstaklingar sem við höfum talið mjög líklega undir áhrifum ein- hverra óæskilegra efna. Dæmi er um að karlmaður hafi með skýr- um ásetningi farið inn í bún- ingsklefa kvenna þegar ekki var starfsmaður á staðnum. Í þess- um tilfellum má deila um hvort starfsmaður á staðnum hefði get- að komið í veg fyrir eitthvað. Mín skoðun er sú að starfsmaður á staðnum gæti í öllum tilfellum brugðist við og verið viðskipta- vinum innan handar og gengið í málið.“ Ólafur nefnir jafnframt að á nokkrum stöðvum Reebok Fit- ness séu heitir pottar, sána og gufa sem hann telur þurfa eftirlit. Starfsmannaleysið hefur valdið Ólafi miklum áhyggjum og segir hann fleiri starfsmenn stöðvar- innar deila þeim áhyggjum. Við- skiptavinir hafi jafnframt komið með athugasemdir, en yfirmenn stöðvarinnar virt þá að vettugi, að sögn Ólafs. „Ég er fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni viðskiptavinanna hvað þessi öryggismál varðar, því þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin ger- ast. Slysin gera ekki boð á undan sér en það er vel hægt að byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Hér er það svo sannarlega ekki raunin.“ Að lokum nefnir Ólafur dæmi þar sem ekki hefur verið hægt að bregðast við skyndilegum óþrifn- aði, til dæmis á salernum þegar slíkt hefur gerst. „Það hefur skapast ákveðin hætta þegar bleyta hefur mynd- ast innanhúss í stigum og starfs- maður ekki getað farið í að þurrka hana strax, og inn hafa kom- ið einstaklingar sem við höfum stundum veitt sérstaka eftirtekt vegna hegðunar þeirra og jafn- vel ástands og hefðum helst vilj- að hafa afskipti af en það er ekki í okkar verkahring. Þetta er auðvit- að hið leiðinlegasta mál og virki- lega slæmt ef ekkert verður gert til að bæta stöðuna.“ Æfa á eigin ábyrgð Katrín Björk Eyvindardóttir gefur lítið út á ásakanir Ólafs en hún er einn forsvarsmanna Reebok Fit- ness. „Eftirlit á stöðvunum okkar er mjög gott, bæði frá starfs- fólki þegar það er í afgreiðslu og þeim fjölmörgu þjálfurum sem eru á staðnum hverju sinni, en annars með öflugu eftirlitskerfi sem sinnir okkar stöðvum á öll- um tímum sólarhringsins. Með- an líkamsræktarstöðin er opin fylgist starfsmaður með og bregst við um leið.“ Hún viðurkennir að enginn starfsmaður sé í afgreiðslu á milli klukkan 14 og 17. „Á þeim tíma beinum við við- skiptavinum á sjálfsafgreiðslu- stöðvarnar okkar í afgreiðslu en þar ná þeir beinu sambandi við starfsmann með myndsímtali sem getur brugðist við hverju sinni. Það á þá við ef kalla þarf til neyðaraðstoð, gefa leiðbeiningar frá þjálfara eða öðrum tengd- um aðillum sem vitað er að séu staðsettir í húsi. Aðgangsstýr- ingarkerfið okkar heldur utan um hverjir eru á staðnum hverju sinni. Vissulega getur fólk veikst eða slasast í líkamsræktarstöð líkt og annars staðar, þegar það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl hjá okk- ur þá hefur það undantekningar- laust verið leyst af mikilli prýði af okkar starfsfólki, þjálfurum og öðrum viðstöddum.“ Katrín segist ekki hafa heyrt á það minnst að karlmenn valsi óhindrað inn í kvennaklefa en ef til slíkra tilfella kæmi yrði að sjálf- sögðu tekið hart á því. Fátítt að fólk slasi sig á tækj- unum Telji þið forsvaranlegt að við- skiptavinir yngri en átján ára séu eftirlitslausir innan um stór og mikil æfingartæki sem auðvelt er að slasa sig á með rangri notkun? „Lágmarksaldur í stöðvar Ree- bok Fitness er 15 ár og skilmál- ar Reebok Fitness eru í takt við skilmála annarra líkamsræktar- stöðva þegar kemur að ábyrgð viðskiptavina þegar æft er í stöð- inni. Hér æfum við á eigin ábyrgð, förum varlega og sýnum lóð- um og tækjum virðingu. Það er mjög fátítt að fólk sé að slasa sig á tækjunum. Það er ekki reynsla okkar að þeir yngri séu líklegri til að slasa sig en aðrir. Þær lík- ur aukast heldur ekki né minnka þótt starfsmaður sé afgreiðslu,“ segir Katrín. Spurð hverjar kröfur fyrirtækisins séu hvað öryggismál varðar ítrekar Katrín að Reebok fylgi kröfum þeirra opinberu að- ila sem þau þurfi að svara til. En hafið þið fundið fyrir óá- nægju starfsfólks eða viðskipta- vina ykkar? „Í svona rekstri sem snert- ir á þúsundum viðskiptavina og hundruðum starfsmanna er nær ómögulegt að geðjast öllum. Við getum þó verið nokkuð viss um og vonað að meirihlutinn sé ánægður.“ nSmiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“ n Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum n Einkaþjálfarar láta af störfum n „Eftirlit á stöðvunum okkar er mjög gott,“ segir yfirmaður Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.