Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Qupperneq 14

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Qupperneq 14
6 IÞRÓTTABLAÐIÐ Hraðsveifla. Skíðin saman. Hnén vel fram. Handleggirnir út í jafnvægisstöðu. Athugið hve hann stendur létt á skíðunum. (Myndin er úr Skíðabókinni. Útg.: Mimir H.f. 1938). Þegar hraði skíðamannsins verður mjög mikill, og sérstak- lega ef snjór er einnig nokkuð djúpur, getur verið mjög hættu- legt að setja skíðin í plógstöðu. Ef skíðamanninum misheppnast sveigjan, er liætt við að hann snúi sig eða jafnvel brjóti sig. Verður þá að beygja, án þess að setja skíðin i plógstöðu, eða með mjög lítilli plógstöðu. Kemur þá ffam kristjaniu- sveifla með samiiliða skíðum eða hraðsveifla. 7. æfing. Hraðsveifla. Veldu vel troðna og' sæmilega bratta æfingabrekku. Brekkan verður að vera svo löng, að þú getir tekið a. m. k. þrjár beygjur samfelldar. Farðu niður brekk- una með töluverðum liraða og heygðu með stemmukristjaníu. Leggðu áherzlu á réttan þunga- flutning og bolvindu. Reyndu hins- vegar að hafa plógsetninguna sem minnsta. Við byrjun hverr- ar heygju er dalskíðið sett lítið eitt i plógstöðu jafnframt því, sem þunginn er fluttur yfir á það á- samt bolvindu upp að brekkunni. Plógstaðan er hinsvegar svo lítii, að glögga eftirtekt þarf til þess að verða hennar var, þegar hrað- inn er mikill. Munið: Góður framhalli, hnén vel fram, skíðin saman, stattu hálfuppréttur! All- ar hreyfingar léttar og liðugar. Gætið þess, að hafa beygjurnar ekki of krappar og staðnæmast ekki snögglega eftir síðustu heygju. Reyndu ekki að beygja í lautum eða slökkum, heldur á smáhryggjum! Um leið og þú ferð fram af brúninni á liryggn- um tekzt þú nærri þvi á loft af sjálfsdáðum, og er þá mjög auð- vellt að snúa skíðunum svo þau breyti um stefnu. Stemmukristjanían er undir- búningsæfing undir hraðsveifluna. Aðrar undirbúningsæfingar: 1. undirbúningsæfing (beygja til hægri): 1. Rendu þér beint niður hrekku. Skíðin vel saman; framhalli, Vinstra skiði lítið eitt á und- an. 2. Beygðu þig niður, aðallega með aukinni hnjábeygju; þungi á hægra skíði. Bolvinda lítið eitt til vinstri. 3. Réttu úr þér og kastaðu þér fram um leið og þú ætlar að stökkva jafnfætis yfir smá- stein. Þetta má ekki gera svo snöggt að þú raunverulega lyftist frá jörðunni, heldur að- eins svo, að þú greinilega létt- ir á þér. Hnén mega þó aldrei verða alveg bein. Um það bil, sem mest teygja er að koma á líkamann byrjar þú bol- vindu til hægri. 4. Þú beygir þig hægt niður jafn- framt því, að þú heldur bol- víndunni til hægri áfram og flytur þungann yfir á vinstra skíðið. Gættu þess að hafa stöð- ugt skíðin sem flötust á snjón- um. Þau beygja þá til hægri handar án þess að þú eigir að heita nokkrum kröftum með fótunum. Þú flytur hægra skiði (brekkuskíðið), sem enginn þungi hvílir á, lítið leitt fram fyrir liitt í síðari hluta bevgj- unnar. Sama æfing til vinstri handar. Veldu æfingabrekkuna þannig, að halli hrekkunnar sé lítið eitt að aukazt á þeim stað þar sem þú réttir úr þér. Yfirlit: Niður, upp, niður, Reygjan kemur fyrst á síðari liluta síðari niðurbeygjunnar. Bolvinda til þeirrar handar sem beygja bvrjar síðast á „upp“. Algengasta villa: Þú ætlast til þess að beygjan eigi að hyrja strax og þú ferð að beygja niður og ferð þá að reyna að rykkja til skíðunum. Of lítill framhalli. 2. Undirbúningsæfing: Runnið skáhallt niður brekku

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.