Íþróttablaðið - 01.02.1944, Side 22
14
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
V
Matti Járvinen.
(Ljósm.: Ól Sveinsson).
sem bar sigur úr býtum á Olymp-
íuleikuuum 193(5, var það þrátt
fyrir allt Matti Járvinen, hin
særða hetja úr norðrinu, sem dró
fyrst og fremst að sér atliyglina,
cg það var hann, sem við íslend-
ingarnir hylltum og dáðum í
hjörtum okkar. Það var ekki ein-
ungis vegna þess, að Járvinen var
Norðurlandahúi eins og við, lield-
ur mun liitt liafa ráðið meiru um,
að liann var einstæðasti og hezti
spjótkastarinn, sem heimurinn
liafði nokkru sinni átt.
Það var ekki einungis, að Matti
Járvinen væri einn af frægustu
íþróttamönnum jarðarinnar, held-
ur voru faðir lians og hræður
þjóðkunnir og jafnvel heims-
kunnir íþróttagarpar. Fyrsti ól-
ympíusigur Finnlendinga var
unninn árið 1906 á 10 ára afmæl-
is- eða minningar Olympiuleikj-
unum, sem háðir voru í Grikk-
landi. Maðurinn sem færði Finn-
landi þessa fvrstu ólympisku gull-
orðu liét Werner Járvinen, og
ldaut hana íyrir kringlukast. Sú
saga gengur, að hann liafi ekki
kastað kringlu fyrr en liann kom
til Grikklands, og liafi honum ver-
ið ætlað að keppa í kúluvarpi, en
þegar séð varð hve fimlega lion-
um tókst að varpa kringlunni,
hafi liann í skvndi verið skráður
sem keppandi i kringlukast-
inu.
Hvað sem sannléiksgildi þess-
arar sögu líður, þá er liitt stað-
reynd, að |>essi fyrsti ólympíu-
sigur varð til þess að koma á
hyltingu á sviði iþróttanna þar í
landi, og það var Werner Járvin-
en, sem var hinn raunverulegi
upphafsmaður þeirrar hyltingar.
En Werner Járvinen er ekki að-
eins faðir frjálsra íþrótta í Finn-
landi, liann er líka faðir fjögurra
sona, sem orðið hafa hver öðrum
frægari íþróttamenn. Fór frægð
þeirra stig liækkandi eftir aldri,
og varð sá yngsti frægastur. Má
hamingjan vita hvílík frægð
fimmta syninum iiefði hlotnazt
ef hann hefði verið til og frægð
hann vaxið í hlutfalli við hina
fjóra Járvinenbræður.
Elzti sonurinn, Yrjö, var fjöl-
liæfur íþróttamaður, sem gat sér
ágætan orðstír í Finnlandi. Sá
næstelzti, Kalle, varð Finnlands-
meistari í kúluvarpi og methafi i
þeirri íþrótt. Á æfingu á honum
að hafa lieppnast að kasta 16.40
st., sem er einn bezti árangur,
sem sem náðzt hefur í kúluvarpi
á Norðurlöndum. Þriðji sonurinn,
Achilles (hann fæddist daginn áð-
ur en faðir hans fór sigurför sína
til Grikklands, og því var dreng-
urinn nefndur eftir hinni forn-
grisku hetju) varð árið 1928
einn af fremstu mönnum í
tugþraut á Olympíuleikjunum í
Amsterdam. En vngsti sonur-
inn, Matti varð þó þeirra fræg-
astur, því að um margra ára
skeið var liann einvaldur spjót-
kastari í lieiminum og eng-
inn stóð honum á sporði í
þeirri íþrótt. Bætti hann heims-
met á heimsmet ofan, jafnvel
þótt um enga verulega keppni
væri að ræða.
Maður freistast til að ætla, að
þessir framúrskarandi íþrótta-
hæfileikar hafi verið ættinni í blóð
bornir. Slíkt getur vitaskuld átt
sér stað, en það eitt nægir ekki
lullkomlega til að skapa afburða
mann né til að skara fram úr.
Hitt mun sönnu nær, að um-
hyggja föðursins fyrir sonum sin-
um, íþróttauppeldi og metnaður
þeirra sjálfra, hefur fremur öðru
gert þá að því, sem þeir urðu. Eftir
að þeir bræður komust nokkuð á
legg, leið enginn dagur svo, að
þeir iðkuðu ekki leikfimi, og hún
þyngdist því meir sem drengirnir
þroskuðust og eltust.
Matti var seinþroskaðri en eldri
bræðurnir og faðir hans bjóst
ekki við jafn miklu af honum
sem þeim. En Matti gerði það sem
liann gat, og lagði sig mjög í líma.
Hann breytti mjög nákvæmlega
eftir æfinga- og lífsreglum föður
síns, hann hljóp, kastaði og stökk,
lék sér, flaugst á, æfði . skíða-
göngur, hnefaleika og stundaði
vöðvafræði með óvenjulegri ná-
kvæmni og athygli.
Framar öllu öðru var það þó
metnaðurinn — óslökkvandi
metnaður hans — sem mestu réð
um framfarir hans og þroska.
Matti vissi og fann, að hann var
síztur þeirra hræðra, ekki aðeins
vegna aldursmunar, heldur vegna