Íþróttablaðið - 01.02.1944, Síða 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
15
þess, að þeir voru allir efni í af-
burðamenn. Hann einn gaf aS-
eins vonir um sæniilegan meðal-
mann — annað ekki. Árið um
kring æfði hann sig úti á akri föð-
ur síns, þúsund sinnum endurtók
hann stökkin, hlaupin og köstin
og hann reyndi fjölda aðferðir
unz sú rétta var fundin sú að-
ferðin, sem liæfði vöðva- og lík-
amsbyggingu lians.
Hinar reglulegu íþróttaæfingar
voru ekki unnar fyrir gíg. Wern-
er veitti því athygli live Matti son-
ur hans kastaði vel knetti, og
kom þá til hugar, að köst lægju
einna bezt fvrir liann og hæfðu
likamsbyggingu hans. Hann varð
þess fljótt áskynja að syninum
féll hezt við spjótið, og hvatti
hann til að leggja á það alveg sér-
staka áherzlu. En þrátt fyrir þessa
séríþrótt sem Matti lagði fyrir sig,
voru hræður hans allir þó mun
hetri spjótkastarar. Samt gafst
Matti ekki upp; hann kastaði og
kastaði, liandleggurinn bólgnaði,
en Matti kastaði fyrir því, eins
og ekkert liefði ískorist. Loks
varð hann að fara til læknis. Þar
fékk hann umbúðir um liandlegg-
inn og ráðleggingu um að leggja
köstin á hilluna, a. m. k. um
stundarsakir.
En það vildi Matti ekki, hann
mátti ekki vera að því, liann vildi
halda áfram að kasta, vildi æfa
sig og lialda sér í æfingu.
Handleggurinn bólgnaði á-
fram, sársaukinn varð að þrot-
lausri kvöl, en Matti kastaði eins
og áður, því metnaðurinn varð
öllu öðru yfirsterkari. Svo skeði
dag nokkurn atvik, sem virtist
ætla að hafa örlagaríkar afleið-
ingar i för meS sér. Matti Járvin-
en var að æfa sig i spjótkasti, og
spjótið flaug lengra en nokkru
sinni áður. En um leið og Matti
sleppti liendinni af spjótinu,
steyptist hann til jarðar og lá þar
ósjálfhjarga og viðþolslaus af
kvölum. Við nána athugun kom í
ljós, að handleggurinn liékk mátt-
laus niður með síðunni, einna lik-
ast þvi að iiann væri brotinn.
Þetta var síðasta kastið i mörg
ár. Handleggur hins fimmtán ára
spjótkastara var svo skaddaður,
að frá þeim degi hefir liann verið
undinn og aldrei komizt í samt
lag aftur.
Þrjú löng ár liðu. Það virtist
ekki neinum vafa undirorpið að
Matti Járvinen væri úr sögunni
sem íþróttamaður.
Að þessum þrem árum liðnum
var Matti kvaddur til herþjónustu
en í finnska hernum er mikil
áherzla lögð á allskonar íþróttir.
Við íþróttaæfingar í hernum kom
í ljós, að Matti var ágætur sprett-
hlaupari og þó enn hetri stökk-
maður. Það eina, sem Iiann gat
eklvi, það var — að kasta.
I herþjónustu verður að gera
ýmislegt fleira en gott þvkir, og
i finnska hérnum varð Matti Jár-
vinen að æfa köst, Iivort sem lion-
um líkaði betur eða ver. IJann tók
að nýju til við sina gömlu uppá-
haldsíþrótt: Spjótkastið, og þótt
handleggurinn væri bæði stífur
og undinn, ollu köstin honum ekki
framar sársauka — og það skipti
strax verulegu máli.
Með óbifandi elju og ástundun,
ýmsum athugunum og reglulegri
þjálfun, tókst Matti það, sem fá-
heyrt er í söí*u íþróttanna. Hon-
um tókst að finna upp nýja að-
ferð í spjótkasti, aðferð, sem
lientaði honum einum vegna þess
að hún átti við hinn undna liand-
legg'-