Íþróttablaðið - 01.02.1944, Side 24
16
IÞRÓTTABLAÐIÐ
Og livílík aðferð!
Með undnum handlegg, en þess-
ari dæmalausu aðferð sinni hef-
ur Matti Járvinen ár eftir ár
sigrað alla heztu spjótkastara
heimsins og sett livert heimsmet-
ið á fætur öðru.
Árið 1929, þá stóð Matti Járvin-
en á tvítugu, tók liann þátt í
fyrsta kappleiknum á æfinni, og
kastaði spjótinu þá þegar 64 stik-
ur. Það sama ár tók liann þátt i
tiu kappleikjum, varð Finnlands-
meistari í spjótkasti og har sig-
ur úr býtum í millilandakeppni
við Svía. Bezti árangur hans það
ár var 66.65 st.
Sumarið 1930 fór Járvinen á-
samt finnska methafanum í
spjótkasti, Pentilá. til Ungverja-
lands, til að keppa við hinn lieims-
kunna ungverska spjótkastara
Béla Szepes, sem sigraði Finnlend-
ingana á Olympíuleikjunum 1928.
(Lundquist Svíþj., vann þá 1.
verðlaun).
Finnar höfðu ætlað sér að jafna
hlut sinn í þessari millilanda-
keppni og um leið að sýna heim-
inum það svart á hvítu, að þeir
væru jafn færir um að halda for-
ystunni í spjótkasti eins og í
þolhlaupunum. En er til Ung-
verjalands kom, féll Finnunum
allur ketill í eld. Hitinn var svo
mikill, að hann dró úr þeim all-
an mátt og allt viljaþrek og lík-
urnar bentu til þess, að þeir yrðu
að láta í minni pokann fyrir Ung-
verjanum, sem vanur var hinni
heitu veðráttu.
í öðru lagi voru þúsundir á-
horfenda, sem hvöttu Ungverjann
án afláts frá því keppnin hófst og
til leiksloka, en varla nokkur sál,
sem eggjaði Finnlendingana. Þeir
voru einmana og vinalausir í
framandi landi og án þess að hafa
með sér samúð nokkurs manns.
Það er liinsvegar staðreynd, að
hvatningaryrði áhorfenda örfa
mjög þátttakendur í kappleik.
Béla Szebes varpaði spjótinu
fyrstur, og svo langt, að hver
frægur kastmaður hefði verið
sæmdur af því kasti. Og áhorf-
endurnir duldu heldur ekki fögn-
uð sinn, því þeir klöppuðu hon-
um óspart lof í lófa, rétt eins og
sigurinn væri þegar unninn.
Pentilá kastaði næstur og Matti
Járvinen síðastur. Hann var yngsti
þátttakandinn, en jafnframt sá
rólegasti. Hann fann ekki til
keppniskjálfta þótt keppnin væri
hörð, og það skipti liann ekki
miklu, hvort hann hafði áhorf-
endurnar með sér eða móti.
Tilldaup Járvinens var létt og
fjaðurmagnað, skreflengdin jöfn
og regluleg, hann staðnæmdist á
fullri ferð, skaut öxlinni fram og
upp, og í sama vetfangi varpaði
hann spjótinu af allri sinni snerpu
og styrkleik. Hreyfingarnar báru
vitni um kappleiksmann, sem á-
stæða var til að veita athygli,
enda hiðu áhorfendurnir milli
vonar og ótta um það, livort spjót-
ið flygi ekki langt fram fyrir
kastmark Ungverjans.
En áhorfendurnir þurftu ekk-
ert að óttast, því spjótið féll eftir
40 stikur máttlaust til jarðar, og
þeir gátu ekki stillt sig um að
brosa —brosa að þessum útlend-
ingi, sem ekki kastaði nema á
við krakka.
En Matti sjálfum var elcki hlát-
ur í hug, því að um leið og liann
varpaði spjótinu með svitablautri
hendinni, liafði hann á einhvern
hátt fest hana í kastgripi spjóts-
ins, svo að um leið og það flaug
úr hendi hans, rifnaði heil flyksa
af holdi og skinni úr hendinni og
dró úr flugi spjótsins. Blóðið foss-
aði í lækjum úr sárinu, svo kalla
varð í skyndi á lækni mótsins,
svo hann gæti stöðvað blóðrásina
og bundið um sárið. — Enginn
keppinautur, enginn dómari og
enginn áhorfandi vænti neins fram
ar af hinum unga Finnlendingi.
Að þeirra áliti var þætti hans í
þessum leik lokið.
Næst þegar röðin kom að Járv-
inen, gekk dómarinn til hans og
spurði hann til vonar og vara
hvort hann ætlaði að kasta aftur
Jú, Matti ætlaði að reyna. Með
alblóðugri og reifaðri hendinni
tók Matti spjótið í hönd sér, ldjóp
tilhlaupsbrantina og kastaði spjót-
inu lengra en keppinautar hans
liöfðu gert.
Mannfjöldann rak í rogastanz.
A þessu átti enginn von, og þetta
kast kom jafn óvænt og þruma
úr heiðskíru lofti. Eða liktist það
ekki ævintýri, að maður sem kast-
ar ekki nema 40 stikur í fyrsta
kasti, skildi í næsta skipti, særður
og með reifaða hendina, kasta
lengra en heztu kastmenn álfunn-
ar gerðu. Þarna var tvímælalaust
maður á íerðinni, sem eitthvað
gat.
Og það var meira.
í þennan mann var óbifandi stál-
vilji greyptur — þennan mann,
sem lagði allt í sölurnar fyrir
frægð hinna fjarlægu heimkvnna
sinna.
En þetta kast Járvinen’s var
ekki neinn úrslitasigur. I næsta
kasti var það Pentilá, sem var
orðinn beztur og strax á eftir
tókst Szebes að ná miklu lengstu
kasti.
Kast eftir kast höfðu Finnlend-
ingarnir neytt allrar sinnar orku
til að halda uppi heiðri þjóðar
sinnar, en allt kom fyrir ekki. —