Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 26
18 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hans, Arne Andersen, tvö ný heimsmet, sem Hágg hafði áður átt. Það var í 1 mílu hlaupi á 4:02.6 mín. og á 1500 m vega- lengd á 3:45.0 mín. Á einum og sama mánuðinum hljóp Arne 1500 metrana á tímunum 3:49.4 — 3:48.8 — 3:47.8 — 3:50.4 — 3:45.0. Annar Svii, Arne Alsen hljóp 3000 metrana á 8:17 mín., sem er aðeins 5 sekúndum undir heimsmeti Hággs. Þá á Svíþjóð tvo göngugarpa, sem i sumar hafa bætt hvert lieimsmetið eft- ir annað. Annar þeirra, Werner Hardmo, gekk 5 km. á 20:05 mín. og 10 km. á 42:47.8 mín, en liinn, Olsson, gekk 30 km. á 2:28.57 klst. Svíar iiafa náð beztum Evrópu- árangri í sumar i þessum íþrótta- greinum: 100 m. hlaupi (Strand- herg) 10.4 sek. (Osendarp frá Hollandi liefur náð sama tíma). 400 m. (Ljunggren) 47.5 sek., 1000 m. hlaupi (Liljekvisl) 2:21.9 mín., 1500 m. hlaupi (Anderson) 3:45 mín., 3000 m. lilaupi (Alsen) 8:17 mín., 3000 m. hindrunar^ hlaupi (Elmstaeter) 9:03.4 mín., 5000 m. hlaupi (Bjoerkfeldt) 14:22 mín., 110 m. grindahlaupi (Lidman) 14.3 sek., 400 m. grinda hlaup (Larsson) 52.4 sek., þrí- stökk (Jonsson) 15.06 in., kúlu- varp (Vilny) 15.50 m., spjótkast (Eriksson) 72.15 m. og tugþraut (Waxberg) 7008 stig. " Þetta er glæsilegur listi fyrir eina af fámennari þjóðum Ev- rójm, en við Norðurlandahúar getum verið stoltir af þessari dug- miklu þjóð. Um aðra frændþjóð okkar, Dani, má segja, að þeir hafi al- drei staðið sig' jafnvel i frjálsum íþróttum, sem í sumar, og má telja vist að þeir hafi notið áhrifa frá frændþjóð sinni og grönnum, Svíum. Danir geta stært sig að hafa í sumar náð allra Evrópu- þjóða beztum árangri í 800 metra hlaupi á 1:48.9 mín. Það var Niels Holst-Sörensen, sem náði þessum árangri á landakeppni milli Svia og Dana. Önnur dönsk met, sem sett voru á því sama móti voru 10.000 m. hlaup (Sie- fert) á 30:26 mín., 400 m. grinda- lilaup (Dorph-Jensen) á 52.9 sek. og stangarstökk (Petersen) 4.08 m. Þriðja Norðurlandaþjóðin, Finn- ar, liafa í sumar náð heztum á- árangri í 10.000 m. hlaupi. Það var Heino, sem hljóp þá vegalengd á 30:15.2 min. Þeirra bezti sprett- hlaupari heitir Storskrubb og sigraði hann á öllum vegalengd- um frá 100 og upp í 800 metra. Á 800 metrunum setti hann nýtt finnskt met á 1:50.2 mín. I 25 km. lilaupi sigraði Vesterlund á 1:25:38 klst., en sex aðrir hlaup- arar hlupu vegalengdina undir 144 klst. og meðal þeirra Taivo Salmi, 49 ára að aldri. Bezti árangur Svisslendinga i sumar er vafalaust í tugþraut, ])ví þar náðu þeir 2. og 4. hezta árangri, sem náðst hefur í Ev- rópu í sumar, með þeim Anet og Nussbaumer. Studer hljóp 100 metrana á 10.6 sek. og Buhler hljóp 400 m. grindahlaup á 54.3 sek. Þjóðverjar eiga beztu menn álfunnar í langstökki (Bour) 7.50 m., hástökki (Nacke) 1.98 m. og sleggjukasti (Storcli) 57.25 m. I Belgíu liefur það vakið livað mesta athygli, að kornungur hlaupari, Reiff að nafni, setti nýtt belgiskt met i 2000 m. hlaupi á 8:15.8 mín, sem er 8 sek. hetri tími en þýzka metið (Kaindl) og aðeins 4,4 sek. lakara en heims- metið (Hágg). Holland á einn fíjótasta sprett- hlaupara álfunnar, Osendarp, sem er jafn Strandberg frá Svi- þjóð á 100 metrunum (10.4 sek.). Annar efnilegur spretthlaupari er þar nýkominn fram, Zwaan, sem hljóp 100 metrana á 10.7 sek. Hollendingurinn Slijkliujs setti nýtt hollenzkt met í 3000 m. hlaupi á 8:31.1 mín. Rúmenar eiga sem stendur einn bezta spretthlaupara álf- unnar, Manin, en hann hljóp 100 m. á 10.6 sek. og 200 m. á 21.4 s. Danir eiga beztu sundkonur álfunnar og það enda þótt Ragn- hild Hveger, sem sett hefur 40 heimsmet i sundi, liafi ekki keppt í sumar. Danir eiga líka ein- hverja heztu lijólreiðamenn álf- unnar, og einn þeirra, Svend Christensen setti 4 ný heimsmet, en það var á 200 mílum, 400 km., 11 klukkustunda og 12 klukku- stunda hjólreiðum. Þá má geta þess að í 150 km. lijólreiðakeppni sem fram fór i Danmörku i sum- ar, voru 12 fyrstu mennirnir svo hnífjafnir í mark, að ekki varð úr þvi skorið liver fyrstur var fyrr en húið var að framkalla kvikmynd, sem tekin var af úr- slitunum. Þessir 12 menn iijól- uðu vegalengdina á 5 mín. betri tíma, en beztur hafði náðst áður. Tíminn var 3:54:30 klst. Bezti tennisleikari álfunnar er um þessar mundir Ungverji, As- hotli að nafni. Hann hefir í sum- ar unnið alla frægustu tennis- leikara álfunnar, þ. á. m. hinn frábæra tennisleikara Cramm.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.