Íþróttablaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
19
(xóf:
Rand jol — hvítlr páskar.
(Ferðii§ag:a)
Mottó: Þótt fögur séu fjöllin vor,
feikn þau marga geyma,
um fannir liggja freðin spor.
feigðin á þar heima S. Th.
Þegar ég var lítill, hlakkaði ég jafnan mest til
jólanna af öllum hátíðisdögum ársins. En síðan ég
\arð stór, er ég farinn að hlakka enn meira til pásk-
anna. Það er að segja, síðan ég komst upp á lag með
að renna mér á skíðum. Nú á síðustu árum hefi ég
verið svo hamingjusamur, að liafa átt þess kost, að
vera með í nokkrum páskaferðum um suðurjökl-
ana og á fjöllin hér nærlendis. Þessar ferðir hafa
verið bæði skemmtilegar og lærdómsríkar. Á slík-
um ferðum lærist manni að húa sig eftir íslenzku
veðurlagi, halda áfram för sinni þó á móti blási,
og taka því, sem að liöndum her. Að dvelja i tjöld-
um eða snjóborgum i 1000 m. hæð nokkra daga i
góðu eða vondu veðri eftir ástæðum er svo góð
heilbrigðisráðstöfun fyrir okkur innisetufólkið og
kuldakreisturnar að enginn, sem með nokkru inóti á
heimangengt, skyldi láta undir höfuð leggjast að
taka sér nokkurt vetrarfrí og gista fjöllin.
Eyjafjallajökull i vestri, Tindfjallajökull og
Torfajökull í norðri, Mýrdals- og Goðalandsjökull
i austri og framundan til suðurs er endalaus víð-
átta Atlantshafsins, svo langt sem augað eygir.
Glampandi sól og nýfallin mjöll. Þetta er Fimm-
vörðuháls, þegar honum tekst verulega upp. Og
það tókst honum um páskana 1941.
Við vorum 16, skátarnir, sem fórum austur eld-
snemma á skírdagsmorgunn með nýlega skó og nesti
til 5 daga. Bílstjórinn okkar, hinn gamli og góði
Hjörtur, sem svo margan erfiðan spölinn hefur flutt
okkur, skilaði okkur að Skógum heilu og höldnu
eftir þægilega en alllanga útivist. Það er nefnilega
svoleiðis með bílinn hans Hjartar, að hann hefur
Þykkvabæjarleiðina og hann kann svo vel við
sig á þeirri „rútu“, að lionum er um og ó að
;' a að flækjast alla þessa vitleysu, sem Hjör
ur húsbóndi lians er að láta hann fara með okk-
ur: Inn að Landmannahelli, upp i Brynjudal
Úti fyrir tjaldbúðnm oy snjóborgum.
um hávetur þegar vegurinn er allsófær og aust-
ur um allar sveitir; algerða erindisleysu, ekki
einu sinni með póstpoka með Tímann eða ísafold
meðferðis, svo að maður tali nú ekki um að hann
sé látinn koma með mjólk, egg eða ofurlitla smjör-
klípu lianda hlessuðu fólkinu á mölinni, sem bráð-
vantar þessar hollu og ódýru fæðutegundir. Það er
einhver munur á Þykkvabæjarrútunni. Þarna rúll-
ar liann austur, reglulega tvisvar í viku, hlaðinn
kjarnfóðri og öðru hnossgæti handa Þykkvabæjar-
kúnum, og til baka aftur með kjarnfóðrið eða rétt-
ara sagt þann hluta þess, sem kýrnar hafa breytt i
mjólk og smjör. Með aukinni skrúðgarðamenningu
Reykvíkinga og þarafleiðandi aukinni eftirspurn
eftir góðum, íslenzkum áburði, má búast við að
híllinn hans Hjartar flytji í framtíðinni allt kjarn-
fóðrið, sem hann fór með austur í fyrri viku, vest-
ur aftur eða suður, eins og þeir kalla það í næstu
viku á eftir, og þá er ég vissum að hann, bíllinn,
neitar öllum útúrdúrum inn á gróðurlausar og'
smjörvana afréttir. Nema þó að Hjörtur taki til
sinna ráða, og þá verður nú ekki við lambið að
leika sér fvrir gamlan Fordbíl, eins og hann var
1941. En nú hefur Hjörtur endurnýjað bílinn, en
það er allt önnur saga.